Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 40
MORGAN KANE
rósatré fyrir móöur sína. Rósir voru einu
blómin sem honum datt i hug þessa
stundina.
„Jú, þau eru meö rósir,” sagði eigand-
inn. „Jack Davenport leggur þó meiri
áherslu á grsnmeti og ávexti en hann
stundar einnig svolitla akuryrkju. Rósir
er orðin sérgrein ásamt öllum þessum
nýju tegundum.”
Gary kinkaði kolli.
„Davenport, er það eigandinn.”
„Já”
„Hefur hann búið hér iengi?”
„Ja — tiu ár eða lengur. Hann gerir
það gott með aUa þessa vermireiti, fólk
kemur og kaupir hjá honum það sem
það velur sjálft. Hann er Uka með sölu-
búð á markaðinum á miðvikudögum.
Gary fékk sér annan bjór og fór.
Þegar hann var farinn sagði maður einn
að það vaeri nú heldur seint að kaupa
rósir i apríl.
Maður getur fengið það sem maður
vill árið um kring nú orðið,” sagði gest-
gjafinn. „Þeir geyma rætumar, pakka
þeim i poka.”
Mennirnir hlógu og gleymdu gestin-
um.
Þegar Betty Davenport kom inn frá
gróðurhúsinu þar sem hún hafði verið
aUan morguninn, sagði frú Hughes, hús-
hjálpin hennar, henni frá því að gest
hefði borið að garði.
„Hann spurði um einhverja frú
Havant. Hann var að selja bækur.”
„Einkennilegt,” sagði Betty rólega.
„Hvemig skyldi hann hafa fengið okkar
heimilisfang.”
„Ég vona bara að allt sé í lagi. Það er
aldrei of varlega farið. Hugsaðu þér bara
ef ég hefði ekki verið hérna og þú hefðir
verið úti að vinna. Hann hefði getað
gengið aö öllum þínum eigum.” Húsið
var alltaf skilið eftir opið og frú Hughes,
sem horfði iðulega á glæpaþætti sjón-
varpsins, hafði áhyggjur. „Ég er að velta
því fyrir mér hvort þú ættir að tilkynna
lögreglunni þetta? Hann er hérna kann-
ski í ránsferð.”
„Ég held að hann hafi verið raunveru-
legur sölumaður,” sagði Betty. „Honum
hefur bara verið gefið upp rangt
heimilisfang.”
Frú Hughes var ekki ánægð, tautaði
eitthvað í barm sér og fór í burtu ósk-
andi þess að hún hefði tekið eftir bíl-
númeri hans. Betty var einnig djúpt
hugsi. Nú hafði einhver komist að
leyndarmáli Kate, liklega eiginkonan og
hún sent einkaspæjara á eftir henni.
Betty hafði sjálfviljug hjálpað Kate í
blekkingárleiknum, þessi hræðilega
gamla kona hafði eyðilagt líf dóttur
sinnar og það var ekki nema réttlátt að
hún nyti einhverrar ánægju. En hvað
var í vændum.
Það varð að vara hana við því að lok-
um mundi einkaspæjarinn finna hana.
Hann þyrfti ekki annað en að elta hana
heim í næsta skipti.
Gary var á barmi örvæntingar þegar
hann yfirgaf krána í Chodbury St.
Mary. Hvernig átti hann að finna frú
Havant? Gat það verið að hann hefði
misritað heimilisfangið? Það gat verið að
í flýtinum hefði hann farið línuvillt í
gestabók hótelsins eða mislesið nafn
hússins.
Hann stansaði við pósthúsið. Ef ein-
hver i þorpinu hét Havant þá hlutu þeir
að vita það. Hann varð að bíða meðan
gömul kona sótti ellilaunin og yngri
kona keypti frímerki á sjónvarpsleyfið
sitt.
Pósthússtjórinn, þrekvaxin kona og
vingjamleg með silfurgrátt hár klippt i
styttur, sagði honum að enginn í þorp-
inu bæri nafnið Havant.
„Þér gætuð reynt að leita í síma-
skránni,” stakk hún upp á. „Kannske
býr (á sem þér leitið að í hinum Chod-
bury þorpunum. Þau eru auk St. Mary,
Efra og Neðra, og léng|ra í burtu. Það er
að segja ef vinur yðár hefur sima.”
„Þakka yður fyrir. Ég ætla að reyna
það,” sagði Gary.
, En það var enginn einasti Havant i
símaskránni, sem hann fann i símaklefa
fyrir utan. Hann varð að fara aftur á
Svarta svaninn og athuga þetta og gera
sér haldgóða áætlun um hvað hann
ætlaði að gera þegar hann loksins fyndi
hana. Ef hún hefði verið á Hæðabýlinu,
hvað hefði hann þá gert þegar dymar
voru opnaðar af vinnukonunni? Ekki
hefði hann getað notað skrúflykilinn
með vitnið til staðar og gæti þar að auki
hafa lent i erfiðleikum með að lokka frú
Havant út úr húsinu, hversu mjúklega
sem hann hefði talað. Hann hefði orðið
NÝ BÓK EFTIR LOUIS MASTERSON
Ný bók um Morgan Kane sam greinir fró atburðunum vkS Little
Big Hom 26. júni 1876 og hlutverki Morgan Kane, spæjara fyrir
7. riddaraliösherdeild Custers hershöfðingja I þehn hildarieik.
Bókin f æst I öllum bókaverslunum.
að drepa vinnukonuna líka, því hún
hefði bent lögreglunni beint á hann ef
frú Havant hefði fundist myrt. Gary
hryllti við öllum þessum tilhugsunum. Á
sinn hátt var hann ánægður með að
þetta varð fýluferð. Að taka upp vopn
og drepa manneskju viljandi var svolitið
annað en að leggja púða yfir andlit
stúlku til þess eins að þagga niður í
henni.
Hann minnti sjálfan sig á að auðvitað
grunaði frú Havant hann ekki um að
hafa myrt Söndru. Hann varð að muna
það. Það eina sem hún gæti fullyrt var
að hún hefði séð þau saman, jafnvel þó
lögreglan yfirheyrði hann gætu þeir
ekki sannað að hann hefði farið heim
með Söndru. Þau höfðu ekki hitt neinn
þegar þau gengu inn í fjölbýlishúsið og
hann hafði fjarlægt allt sem gefið gæti til
kynna að hann hafði verið inni í íbúð-
inni; það var pottjjétt. Það gat ekki verið
eitt einasta fingrafar neins staðar.
En þau gætu hafa sést úr glugga.
Ef svo væri myndi lögreglan þegar
hafa fengið lýsingu á honum og væri þá
ekki að skora á almenning að veita að-
stoð. Og þó svo væri hefðu þeir þegar
búið til mynd af honum og sent út.
Næsta skref var að fara aftur á Svarta
svaninn og líta í gestabókina.
Yfir hádegisverðinum, sem var köld
skinka og salat með osti og súrsuðu
grænmeti, ræddi Betty Davenport við
mann sinp Jack um það sem gerst hafði
urþ' morg'tminn cp hún minhfist í að
hifri yrði að hriiigja í Kate qg vara hatu
Við.
Jack, gildvaxinn maður með hrukk-
ótt, veðurbarið andlit og mjög blá augu,
var að flýta sér til þess að komast aftur
tii vinnu sinnar, taka saman kassana
sem hann ætlaði með á markaðinn dag-
inn eftir.
„Hvers vegna ekki að láta hana í friði,
vesalings stúlkuna?” sagði hann. „Hún
fær að vita þetta nógu fljótt þegar þessi
náungi finnur hana, það gerir hann
áreiðanlega.”
„En hún ætti að segja honum frá því
— viðhaldinu á ég við.” Betty varð að
nota þetta orð því hún fann ekkert sem
lýsti karlfrillu. „Það verður ekki gaman
fyrir þau, hvorugt þeirra, ef hann fær
stefnu.”
„Það verður ekki stefna, heldur um-
sókn,” sagði Jack. „Ég held að það verði
fjórar tylftir.”
„Fjórar tylftir hvað? Ö, af blómkáls-
kössum. Allt í lagi. En svo að við snúum
okkur aftur að Kate ...”
„Láttu það bíða þar til í kvöld,” sagði
Jack. Þá yrðu vörurnar komnar á vagn-
inn og tilbúnar til þess að fara með þær
snemma morguns. „Hún getur ekki
talað um það meðan hún er að vinna.
Þið getið svo rabbað saman á eftir.
Kannske kemur hún í heimsókn bráð-
lega. Hún grisjaði salatið vel siðast.”
Framhald í nœstablaði.
40VikaH.3a.tM,