Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 35

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 35
Fimm mínútur med WILLY BREINHOLST EIGINKONAN FÆR ÞAÐ ÖÞVEG'Ð Frú Dóra Bergs, forstjórafrú, var í innkaupaleiðangri i einu stærsta vöruhúsi bæjarins. Hún hafði tekið mann sinn með sér til að vera viss um að hafa nóg af seðlum innan seilingar ef hún rækist á eitthvað sem hana langaði í. Og það er víst óhætt að segja að seðlaveski Bergs for- stjóra hafi verið vel troðið — það var svo vel troðið að fólk hefði getað freistast til að ætla að hann gengi með heila síma- skrá innan klæða. Hvað um það, við skulum ekki vera með neina beiskju út í þá sem betur mega sín. Peningar eru ekki allt og þá sérstaklega ekki verðbólgu- peningar í verðbólgulandi. Frú Dóra var stödd i lampa- deildinni. Hana vantaði ekkert sérstaklega lampa og hún var ekki með neinar ráðagerðir þar um þangað tii hún rak augun í dýrlegan borðlampa úr Sevéres- postulini með bleikum silki- skermi. Hann væri tilvalinn í forstofuna ofan á Chippendale- kommóðunni. Frú Dóra hafði vanist því að fá það sem hún benti á og þess vegna benti hún áSevéreslampann. — Hvað hann er fallegur, dæsti hún og tók hann i fang' til nánari skoðunar. Hvað kostar hann? — 120 þúsund krónur — og þá er skermurinn innifalinn. — Það er ekki svo dýrt, ég tek hann. Þá kom Bergur forstjóri og eiginmaður hennar í loftköstum aftan að henni. — Þú kaupir ekki þennan lampa, sagði hann og reif lampann úr höndum konu sinnar sem horfði forviða á. — Hvers vegna ekki, yndið mitt? Hann myndi fara svo vel ofan á Chippendalekomm- óðunni i forstofunni. Bergur forstjóri setti lampann frá sér og sagði: — Þegar ég segi nei, þá meina ég NEI! Hann var orðinn reiðilegur útlits. Frú Dóra hristi höfuðið og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hvað var að manninum? Hann var ekki vanur að haga sér svona. Fram að þessu hafði hún fengið hvaðeina sem hún benti á. Hún skildi hvorki upp né niður i manninum. — Þetta er ekta franskur Sevéreslampi, Bergur! Að visu ekki antik... en... Forstjórinn klemmdi saman varirnar þannig að þær urðu ná- hvítar og ekki var annað að sjá en að sú neðri væri farin að blána. — Þú færð hann ekki, hvæsti Bergur á milli samanbitinna tannanna — skilurðu það? Frú Dóra tók hann afsíðis. — I guðanna bænum, maður, getur þú gefið mér einhverja skýringu á hvers vegna þú hagar þér svona? Hvað hefurðu eigin- lega á móti þessum lampa? Skýring forstjórans var eftirfarandi: — Ég hef einu sinni áður farið með þér í lampaleiðangur. . . ég gæti trúað að það væru 15-20 ár síðan. Við vorum nýgift og ég lét það eftir þér að kaupa einmitt svona lítinn lampa með bleikum skermi. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég hef séð eftir þeim kaupum allt fram á þennan dag. Þegar við vorum komin með hann heim og þú varst búin að stilla honum upp á einhvern skápinn varð okkur strax ljóst að í samanburði við hann voru öll hin húsgögnin slitin og úr sér gengin. Og það kom á daginn! Til að byrja með þurfti ég að kaupa nýtt veggfóður á alla íbúðina — og í þá daga uxu peningarnir mínir ekki á -trjánum! Síðan voru öll húsgögnin bólstruð upp á nýtt og þá kom í ljós að teppið var orðið allt of gamalt og þá þurfti að kaupa nýtt. Og ekki bætti úr skák að þá varst þú orðin eilítið snobbuð þannig að það dugði ekkert minna en ekta Hammadanteppi til að fullnægja þér. Og Hammadanteppi eru dýr eins og þú kannski veist! — Já, en elsku Bergur... — Og hvað gerðist svo eftir að við vorum búin að fá okkur Hammadanteppin? Jú, rándýr málverk i gullrömmum sem við áttum féllu ekki lengur að heild- inni þannig að það varð líka að skipta um þau. Það kostaði peninga og alltaf var það ég sem borgaði. Og til þess að geta borgað varð ég að vinna óguð- lega yfirvinnu hjá fyrirtækinu. Þegar þáverandi forstjóri tók eftir hversu mikill vinnuhestur ég var hækkaði hann mig í tign og gerði mig að skrifstofustjóra. Það var einmitt það sem þú viidir — að verða skrifstofu- stjórafrú! En þvi fylgdu enn meiri útgjöld, nýir kjólar, pelsar og skartgripir. Þú eyddir öllum peningunum sem ég aflaði. Ég stritaði og púlaði á skrifstofunni í von um stöðuhækkun og þar með hærri laun. Ég var gerður að aðstoðarforstjóra, það var þá sem við keyptum einbýlishúsið . .. og það var dýrt grín vina mín! Mig vantaði meiri peninga, hærri laun. — Já, en elsku Bergur, hvað kemur þessi litli lampi öllu þessu við.... — Leyf mér að ljúka máli mínu, kona! Ég varð að þræla næstum allan sólarhringinn til jjess að valda öllum þeim verk- efnum sem á mig var hlaðið. Þegar svo gamli forstjórinn hrökk upp af valdi stjórn fyrir- tækisins mig sem eftirmann hans vegna þess að ég var vinnudýr og ekkert annað. Og síðan ég varð forstjóri hef ég orðið að vinna allan sólar- hringinn til að halda fyrirtækinu gangandi. Aldrei er stundar- friður . . . starfsfólkið heimtar atvinnulýðræði og krefst þess að trúnaðarmaður þeirra taki sæti í stjórn fyrirtækisins, það heimtar launajafnrétti og bráðum vill það fara að stjórna fyrirtækinu upp á eigin spýtur ef svo fer sem horfir. Þar sem ég er forstjóri fyrirtækisins skellur þessi kröfubylgja yfir mig og allt er þetta litlum vesölum borð- lampa að þakka. Ég var hundrað sinnum hamingjusamari á meðan ég var aðeins óbreyttur skrifstofumaður sem flaug út í frelsið á hverjum degi klukkan fimm þegar vinnudegi var lokið. Sem sagt, Dóra mín, þú færð ekki þennan lampa! Heldurðu e.t.v. að ég hætti á að verða gerður að aðalforstjóra fyrir einn skitinn Sevéreslampa? Onei!! 38. tbl. Vikan 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.