Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 62
PÓSTIRIW Smitun af lekanda Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. 1. Er ekki hægt að smitast af lekanda nema við samfarir? 2. Hvað er hægt að gera við honum? Fyrirgefðu hvað þetta er barnalegt. 007 Það á að vera næstum því úti- lokað að verða fyrir lekanda- smitun nema við samfarir. Til lækningar eru venjulega notaðar penisillínsprautur, en allt slíkt er einungis gert með því að hafa samband við lækni. Á Heilsuverndarstöðinni fæst skjót og góð þjónusta í slikum tilvikum og því sjálfsagt að leita samstundis til þeirra, ef grunur um smit kemur upp. Slíkt á aldrei að draga, því það gerir vandann sýnu verri viðureignar. Lög nr. 25/ 1975, 9. 7. gr. um fóstureyðingar. FÖSTUREYÐING ER HEIMIL: 1. Félagslegar ástæður: Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félags- legra aðstæðna. Við slíkar aðstæður skal tekið tillit til eftirfarandi: a) Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá síðasta barnsburði. b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsu- leysis annarra á heimilinu. c) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofan- greindar aðstæður. 2. Læknisfræðilegar ástæður: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi. c) Þegar sjúkdómur, líkam- legur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn. 3. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu atferli. 13. gr. sömu laga um fóstur- eyðingar. I þessari grein er kveðið á um atriði, sem gæta skal i umsókn um fóstureyðingu. Þar segir meðal annars eftirfarandi: . . . 3. Sé kona yngri en 16 ára eða svipt sjálfræði, skulu for- eldrar eða lögráðamaður taka þátt í umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn því. 4. Sé þess kostur, skal maður- inn taka þátt í umsókn konunnar, nema sérstakar ástæður mæli gegn því. Ólafur Ólafsson, landlœknir: Það hefur aldrei komið upp slíkt mál hérlendis að stúlka undir lögaldri biðji um fóstur- eyðingu, en hafi ekki til þess leyfi foreldra. Samkomulag hefur náðst um öll slík mál, þannig að haft hefur verið samband við foreldrana og þeir hafðir með í ráðum. Þó má segja að ef stúlkan er full- komlega heilbrigð andlega hafi hún rétt til ákvarðanatöku í þessu máli. Hún verður í raun forráðamaður barns sins við fæðingu þess og fimmtán ára unglingar eru ekki alveg rétt- indalausir. Foreldrar þeirra ráða að vísu dvalarstað, en einnig það getur verið teygjan- legt. Vilji hún alls ekki blanda foreldrum sínum i þetta mál, ekki einu sinni að þau verði látin um það vita, fer málið að vísu að vandast, en þá komum við bara inn á persónufrelsi hvers einstaklings og hún gæti líklega haft sitt fram. Læknar eru bundnir þagnareiði í þessum málum sem öðrum og því verður varla annað séð en ákvörðunin sé hennar. Okkar löggjöf hér á Islandi er á margan hátt víðtækari og almennari en í flestum öðrum löndum. Það er því oft túlkunaratriði á hverjum tíma og þess vegna leysast slík mál oftast án afskipta dómstóla. Guðrún Erlendsdóttir, lög- fræðingur: Það er almennt álitið að stúlka, sem er heilbrigð and- lega, eigi að ráða sínum eigin líkama og þá einnig þótt hún sé undir lögaldri. Foreldrar geta til dæmis ekki farið fram á að Ástarleikur — 78. taka. Byrjið! gerð verði fóstureyðing á dóttur þeirra, sem er undir sextán ára aldri, nema hún gefi samþykki sjálf. Það er ekki hægt að neyða stúlku til að skýra foreldrum sínum frá fyrirhugaðri fóstureyðingu, ef henni er það mjög á móti skapi. Þarna geta einnig komið til ýmsar ástæður, svo sem ef vitað er að foreldrar hennar taki því óskaplega þunglega, og í því sambandi geta trúar- skoðanir foreldra og fleira verið meginatriði. Allt slíkt er mat nefndar, hvort slikar aðgerðir eru nauðsynlegar og hlýtur að vera einstaklingsbundið hverju sinni. Álit félagsráðgjafa og læknis í hverju máli fyrir sig er þungt á metunum, en það skal tekið fram, að skylda er að veita hlutlausa ráðgjöf í slíkum málum og allur þrýstingur í ákveðna átt því tæplega rétt- lætanlegur. Einhvar gaei reyndi að tmia mig heim til sin i gœrkveldi . . . þifi haffiuð átt afi sjá ibúðina sam hann bjó il Var þatta kvennahatur þitt komið i hámœli fyrir aða aftir tfunda brúfi- kaupifi þitt? Fyrirgaffiu að ég kam of seint Ég stökk af misgáningi upp i Selfoss- rútuna. 62 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.