Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 50
UNDARLEG ATVIK XLVII ÍSLAND VAR ÓSKALANDIÐ Margt er ótrúlegra en trað. að á tslandi séu góð skilyrði fyrir jákvæð. andleg öfl. Hér á landi hafa engar orrustur verið háðar öldum saman, og reyndar aldrei neinar stórorrustur. Andlegt andrúmsloft ætti því að vera tærara hér en víðast hvar í heiminum annars staðar. Yfir löndum þar sem blóðugir bardagar hafa geisað hvíla árum santan andleg ský — hugsana- gervi — sem myndast og magnast hafa af þvi andrúmslofti haturs og ótta sem styrjaldir skapa. Eins og púkinn i þjóðsögunni okkar sem fitnaði af lygum manna magnast þessi hættulegu hugsanagervi við hatursþrunginn hugsunarhátt, og — það sem verra er — þangað geta illir menn sótt kraft til ódáða. Ég hef því oft velt því fyrir mér, hvort lsland kunni ekki af framangreindum ástæðum að vera allmögnuð lífsaflsstöð. Ég hygg að dr. Helgi Pjeturss hefði að minnsta kosti orðið mér sammála um það. Þetta minnir mig á tslandsvin einn, sem ævinlega mun verða mér ógleymanlegur, þótt ég aðeins kynntist honum gegnum bréf, sem hann skrifaði öðrum manni íslenskum. Hann hafði í hyggju að skrifa rit um tsland, sem átti að bera nafnið tSLAND HIÐ SÁLFRÆÐtLEGA CHAKRA VERALDAR ÍNNAR. Orðið Chakra er sanskrít og þýðir eiginlega hringur eða hjól, en mun í þessu sambandi sennilega tákna eins konar miðstöð. Ég ætla í þessari grein að segja ykkur dálitið frá þessum manni. ætt hans og uppruna. lífi og starfi, þvi hann var tengdur tslandi með einkennilegum og ævintýralegum hætti. Bréf hans sem ég minntist á hér að framan var dagsett í Lundúnum þann 4. maí 1921 og stílað til vinar höfundar herra Ásgeirs Sigurðssonar, aðal- ræðismanns Breta í Reykjavik. ágætismanns, sem fullorðnir Reykvikingar muna vel fyrir mannkosti. Ég er svo heppinn. að sonur Ásgeirs ræðismanns. vinur minn Haraldur Sigurðsson leikari, hefur veitt mér leyfi til þess að birta úr þessu bréfi það sem ég vil. Höfundur bréfsins er enskur menntamaður, Michael Eyre. Og hér fer þá á eftir hin ævintýralega ættarsaga Mikaels frá Eyri. Hann kemst svo að orði: „Ég er kominn af íslenskri hefðarkonu, sem sjóræningjar frá Algeirsborg rændu á lslandi og höfðu á brott með sér í lok 17. aldar. Saga sú sem varðveist hefur í ætt minni er á þá leið. að breskur liðsforingi hafi bjargað stúlku þessari. þegar hún hafði verið 19 ár í ánauð, kvongast henni og átt með henni einn son barna. Skömmu eftir að drengurinn fæddist dó faðir hans og ól hún þá sjálf upp son sinn í Englandi. Þegar hann var orðinn fulltíða maður og hún fann dauðann nálgast, bað hún hann að flytja jarðneskar leifar sínar heim til íslands og jarða þær í kirkjugarði æskustöðvanna. Hann hét að uppfylla ósk hennar. En mörg ár liðu áður en hann gæti efnt loforð sitt. Hann dvaldist nokkurn tíma á lslandi og skrifaði þá íslenska sögu, eða öllu heldur rímur, sem hann kallaði Þórunnarljóð, því Þórunn var nafn móður hans. Ljóðum þessum skipti hann í þrjá kafla. Fjallar fyrsti kaflinn um rán stúlkunnar, annar um ánauð hennar i Algeirsborg og lausn úr þrældómi fyrir atbeina mannsins, sem stðar kvæntist henni. og þriðji kaflinn fjallar svo um andlát hennar og löngun til að hvíla bein sin i kirkjugarðinum heima á lslandi. Þar segir og frá því, hvernig sonur hennar uppfyllti ósk hennar og efndi loforð sitt mörgum árum síðar. Þessi ættrækni sonur hvarf svo heim til Englands og kvæntist þar, og slitnuðu þá öll tengsl ættar minnar við tsland. Um 1745, skömmu eftir að Stuartarnir gerðu síðustu tilraunina til þess að komast aftur til valda í Stóra Bretlandi, gerði sonur hans, Thorsten (Þorsteinn) að nafni, enska þýðingu í lausu máli á rímum þessum og kallaði Fögru stúlkuna frá Eyri (Eyre). Auðvitað get ég ekki ábyrgst að saga þessi sé sönn. að öðru en þvi að forfaðir okkar bjargaði íslensku stúlkunni og kvongaðist henni síðar. En sögulega sannur og mjög merkilegur eftirmáli við þessa sögu er þó til, og er hann á þessa leið: Þegar Exmouth lávarður skaut á Algeirsborg þann 27. ágúst 1816. þá var afabróðir minn Thorstan Eyre sjóliðsforingi á aðmírálsskipinu Queen Charlotte. sem búið var 110 fallbyssum. Hann var þá tæpra 18 ára gamall, hverjum manni hærri á vöxt. að öllu leyti vel þroskaður eftir aldri og furðulega sterkur, enda voru félagar hans mjög hreyknir af honum. Hann var og mjög rómantískur unglingur, vel að sér í ættarsögu okkar og trúði henni eins og nýju neti. Hann var allra1 manna hugdjarfastur og fremstur sinna manna í öllum háskaförum. Þessu hefur einn vina hans lýst í kvæði, þar sem hann vegsamar hann og minnist þess hve hetjulega hann lét líf sitt, og er þetta i kvæðinu: Blá voru augun, bjart var hárið. Bar sig vel og karlmannlega. Vottaði sterka víkingseðlið. vitnaði best í þraut og trega. Hann lagði sig fram af lífi og sál í svaðilför þessari og vildi mynda landgönguflokk til þess að ráðast á Algeirsborg en gat vitanlega ekki fengið samþykki yfirmanna sinna til þess. Hann lét það þó ekki á sig fá, og í orrustunni gerðist hann svo ákafur, að hann stökk útbyrðis. synti í land og réðst einn síns liðs á algeirskan hermannahóp og varð tveim mönnum að bana, þótt hann hefði ekki annað en rýting að vopni. Tókst honum þannig að koma fram hefndum á ræningjum móður sinnar áður en hann sjálfur var veginn. Þegar hætt var að skjóta á borgina. fannst lík hans flakandi í sárum. Því var sökkt í sæ með allri viðhöfn, enda hafði hann skörulega fært sig i ætt víkinga. Þvi nær 100 árum síðar, eða 23. júlí 1916, hand- tóku Þjóðverjar son minn við Ypres í Frakklandi. Atvik að þvi voru önnur, en þó var blærinn yfir atburðunum jafnhetjulegur. Allir félagar hans höfðu fallið. Þetta var um nótt. Hann var sjálfur á verði, en þó hættulega sár. En þá flæktist skóþvengur hans í gaddavír og hann hrasaði. Þetta mun hafa orðið honum til lífs, þvi hann var tekinn fangi. Eftir að vopnahléið var samið og hann kom heim, sagði hann mér, að þá 28 mánuði sem hann var fangi í Schneidemullerfangabúðunum, hafi íslensk kona, búsett í Kaupmannahöfn og honum alls ókunn, sent honum og tveim félögum hans brauð og aðra matbjörg og fatnað líka. Þegar hann fór um Kaupmannahöfn á heimleið fékk hann tækifæri til að sjá þennan velgerðamann sinn og þakka konunni, og talaði hann mjög hlýlega um hina miklu samúð og alúð Dana. Hann er nú (þ.e. 1921) á lndlandi með herdeild sinni Kings Roval Rifles þar sem skærurnar eru harðastar við Wazira- þjóðflokkinn. Hann hefur tekið próf í indversku og persnesku sem túlkur og sendiboði i hernum. Þetta kalla ég karma!" En foreldrar Mikaels frá Eyri höfðu engan áhuga á sögu ættarinnar. Faðir hans var mikill raunhyggju- maður, alvörugefinn, guðhræddur og áhugasamur kennimaður ensku kirkjunnar. Hann var gripinn trú- boðsáhuga löngu áður en hann kvæntist og fór til Indlands til þess að boða heiðingjum fagnaðarerindið. Hann hafði verið vandlega undir það starf búinn og var vel að sér í fræðum Austurlanda. Mikael Eyre fæddist á Indlandi og var yngstur fimm systkina. En hann var þeim öllum ólíkur að þvi leyti. að hann var sá eini, sem hafði áhuga á sögu ættarinnar og hafði því numið Norðurlandamálin. Kvaðst hann muna eftir þvi, að þegar hann var barn. þá sýndi faðir hans þeim systkinum myndir í Illustrated London News frá þúsund ára hátíðinni. sem haldin var þá á lslandi árið 1874. Gamli maður- 50 Vikan 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.