Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 42
FJOLSKYLDUMYND
FYRIR FRAMTÍÐINA
Það vantar fjölskyldumynd, því hún Sigga frænka hefur ekki séð
hann guðson sinn síðan hann var skírður! Það vantar líka góða
mynd af fjölskyldunni á jólakort og til þess að skoða þegar
börnin eru flogin úr hreiðrinu.
En hver ú að taka myndina og hvað skyldi sú myndataka
kosta? Er nauðsynlegt að fara til Ijósmyndara — nœgir ekki að fá
einhvern fjölskylduvin til að taka myndina?
VIKAN reyndi nokkra möguleika sem stóðu þessari fjölskyldu
til boða, en fjölskyldan sem góðfúslega hjálpaði okkur við fram-
kvœmd tilraunarinnar eru hjónin Kristín Brynjólfsdóttir og
Kristjún Jónasson ásamt dætrunum Kristínu Halldóru og
Bryndísi Björk og Elmari litla Frey. — Hér sjáið þið svo,
lesendur góðir, árangurinn og getið sjálf dœmt um hvernig til
tókst.
Við látum einnig fylgja með upplýsingar um verð á hverri
myndatöku fyrir sig, ásamt nokkrum heiHaráðum til áhugafólks
um Ijósmyndun. HS
Fjölskyldumynd af
tveimur fullorðnum
og þremur börnum.
í lit og svarthvítu.
Þannig hljómaði verkefnið.
Ákveðið var að láta atvinnuljós-
myndara sjá um eina myndatök-
una og fyrir valinu varð Mats
Wibe Lund.
18 ára bróðir frúarinnar er
áhugaljósmyndari og á góða vél,
Canon AEl. En þar sem hann
treysti sér ekki til að taka lit-
mynd var ákveðið að sjá, hvort
svarthvít mynd kæmi ekki alveg
eins til greina.
Eitt kvöldið þegar fjölskyldan
var í miðju kafi að velta fjöl-
skyldumyndatökunni fyrir sér
kom Jói frændi í heimsókn.
Hann hló mikið að öllum
þessum bollaleggingum og sagði
að besta myndavélin sem hann
hefði kynnst væri Kodak Insta-
matic, þar sem aðeins þyrfti að
ýta á einn hnapp. Máli sínu til
sönnunar náði hann í galdra-
gripinn og tók mynd af fjöl-
skyldunni á staðnum.
• Þessu dálæti á instamatic
var vinafólk hjónanna ekki
sammála. Þau áttu Konica C 35
og þótti þeim aðalkosturinn við
hana að á henni var tímastilling
sem gerði það að verkum að þau
gátu tekið myndina sjálf.
Þennan möguleika hafði fjöl-
skyldan okkar ekki íhugað, svo
þau voru ekki lengi að fá
myndavélina lánaða. Að lokum
ákváðu þau svo að nota mynda-
vélina sem til var á heimilinu, en
það var Kodak K 6. Og þá er
ekki annað eftir en að skoða
árangurinn.
Hór höfum við verðið:
Ljósmyndin Verð Stækkanir
Svarthvít Framköllun og 20 mynda filma: 3.440 kr. 1 stk. 13x18: 1800 kr.
Canon AEl Pera íflass: 70 kr. 1 stk. 18x24: 2.225 kr.
Litmynd Filma og framköllun á 20 myndum, stærð9x9: 5.710 kr. 1 stk. 13x13: 765 kr.
Flasskubbur m/4 perum: 1 stk. 20x20: 1.685 kr.
Kodak 540 kr.
Instamatic
Litmynd 10 mynda filma: Möguleikinn ekki
4.500 kr. fyrir hendi.
Kodak K6 lOflassperur: 2.520kr.
Litmynd Filma og framköllun á 24 myndum: 6.540 kr. 1 stk. 13x18: 3.335 kr.
Konica C 35 Pera í flass: 70 kr. 1 stk. 20x25: 5.560 kr.
Litmynd Fjölskyldumyndataka Colour Art Photo mappa með8 lit- myndum: 21.000kr. 1 stk. 13x18: 6.930 kr.
Mats Wibe Lund 1 stk. 20x25: 9.300 kr.
ANt varð miðast við lok égústmánaðar. Varð á staakkunum á svarthvftri filmu og á filmu úr Konicu er varð á handunnum stœkkunum frá Ljósmyndaþjónustu Mats Wba Lund, an varð á stsakkun Kodak Instamatk: ar frá Hans Patarsan.
42 Vikan 38. tbl.