Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 45
Fjölskyldumynd
fyrir framtíðina
FJÖmi MÖGULEIKINN:
FHMMTI MÖGULEHONN:
Ljósdraugar og skakkt
siónarhorn
Besta myndin frá atvinnu-
Ijósmyndaranum
Það er mikill misskilningur að
aðeins mikið áhugafólk um
ljósmyndun geti tekið góðar
myndir, viðvaningar geta tekið
ótrúlega góðar myndir. En þeir
gera sig frekar en hinir seka um
ýmis tæknileg mistök, sem oft
eru gegnumgangandi í myndum
sem þeir taka. Nokkur þeirra
sjáum við á myndinni sem Jói
fraendi tók á Kodak Instamatic,
en sú vél sem hér um ræðir er
mjög einföld, engar stillingar eru
t.d. á fjarlægð eða ljósopi.
Myndin er i fyrsta lagi tekin
frá röngu sjónarhorni, sem gerir
það að verkum að það litur út
fyrir að fjölskyldan okkar sé að
detta út úr myndinni hægra
megin. Mörgum finnst
tilbreyting i því að taka myndir
horn í horn, þó þær myndir fari
yfirleitt mjög illa í myndaalbúm-
um, en hér er um augljós mistök
að ræða.
Það næsta sem við rekum
augun í, er undarlegur Ijós-
draugur vinstra megin á mynd-
inni. Þetta er endurvarp leiftur-
ljóssins af málmhlut sem stóð á
hillunni. Gætið þess að beina
ekki leifturljósinu að slíkum
málmhlutum, gluggum eða
myndum með gleri, því fyrir
utan að eiga á hættu að fá slíka
Ijósdrauga inn á myndina þá er
einnig algengt að persónurnar
verði með „rauð augu”.
Að lokum sjáum við að
eitthvað skyggir á myndina að
neðanverðu, en það er hulstrið
utan af myndavélinni.
Það er algengt að fólk sem á
myndavélar með áföstu hulstri
athugi ekki, að lokið getur verið
fyrir linsunni, þó það sjáist ekki
þegar verið er að taka myndina.
Þvi þarf fólk að ýta hulstrinu vel
niður, þegar smellt er af.
Síðasti möguleikinn sem við
ákváðum að reyna var að láta
atvinnuljósmyndara með tæki
af fullkomnustu gerð taka
myndina. Fyrir valinu varð
Ljósmyndaþjónustan s.f. sem
Mats Wibe Lund rekur, en þar
hafa verið haldin ljósmynda-
námskeið fyrir fólk sem áhuga
hefur á ljósmyndun og nú í
haust hafa verið haldin þar
námskeið í loftljósmyndun.
Eins og sjá má fer það ekki
milli mála, að þetta er besta
myndin sem við fengum af
fjölskyldunni okkar. Þetta er
dýrasta myndin sem við tókum,
en fólk fær líka eitthvað fyrir
snúð sinn, fullvissuna um að
Ijósmyndin verði vel tekin og að
lýsing og önnur tækniatriði séu í
lagi.
Að vísu þarf að gera sér grein
fyrir því, að mikill auka-
kostnaður fylgir myndatökunni,
það þarf að panta stækkanir,
kaupa ramma og annað slíkt, en
á móti kemur ánægjan í
margföldum mæli. — Nú bjóða
líka tækninýjungar upp á annað
og meira en eina litla ljósmynd.
Hægt er að láta stækka myndir
upp í málverkastærð, á striga
eða timburfleka og jafnvel er
hægt að láta myndina líta
þannig út að hún sé máluð!
Að lokum er fólki, og þá sér-
staklega barnafólki, bent á, að
velja tíma til fjölskyldumynda-
töku þannig að öllum henti.
Velja hann með tillliti til svefn-
tíma barnanna og vinnutíma,
því það eykur bæði ánægju og
gæði myndarinnar, að allir séu vel
upplagðir og friskir meðan á
myndatökunni stendur.
38. tbi. Vikan 45