Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 24
Frú Breiðfjörð var að hringja og bjóða okkur í „eins og þú ert" boð inn, þá mun allt verða í lagi, vertu viss. Þú munt fljótlega gleyma þessari mar- tröð þinni.” Hann klappaði mér á öxlina og ýtti mér síðan út um dyrnar. Ég þurfti á einveru að halda til að hugsa um það sem frændi minn hafði sagt svo ég hélt til herbergis mins. Ég starði á rúmið og hugsaði um hvort ég hefði fallið út úr því um nóttina og hvort ég hefði getað komið niður þar sem ég hafði legið þegar ég rankaði við mér. Ég varð að viðurkenna fyrir sjálfri mér, að það var mögulegt. En þegar mér varð lit- ið á mjúk útsaumuð sængurfötin mundi ég allt of vel eftir þvi hve fast ég greip i þau þegar ég heyrði fótatakið og þegar ég steig upp úr hlýju rúminu til að athuga hver væri á ferli. Ég var nú viss um að þetta hefði í raun og veru gerst. Þetta hafði ekki veriðdraumur. Ég sat við gluggann minn og horfði út yfir vel hirta garðana en sá þó ekkert því ég var svo djúpt niðursokkin i hugsanir minar. Hver var það í þessu húsi sem gat haft áhuga á að ráðast á mig? Gat það verið Manning, þessi þögli risi, sem vildi mér illt? Hver vissi hvað hann hugsaði? Allt i einu sá ég augu Simonar fyrir mér. James frændi hafði sagt að hann vildi ekki að ég væri ein með honum, það hlaut að vera góð og gild ástæða fyrir að Manning var ráðinn til að gæta hans all an sólarhringinn. Ég minntist þess líka þegar ég óvart sló hann i höfuðið með árinni hve hræddur hann var þegar hann komst til meðvitundar um að hann hefði fengið enn eitt kastið sem hann ekki gat munað eftir. Ég reyndi að gera mér í hugarlund hvernig þessi köst hans lýstu sér. En ég ýtti hugsuninni til hliðar þvi ég hvorki vildi né gat tekið þeirri hugsun að Simon vildi mér eitthvað illt. Ég minntist þess að nú kæmi frú Buller-Hunter aftur frá systur sinni. Frú Hodges vissi það áreiðanlega og einnig að sá undirbúningur sem hún hafði lagt í veisluhöld Clives gat orðið að engu við komu frú Buller-Hunter. Þegar ég mundi eftir því hatursfulla augnaráði sem frú Hodges hafði sent mér fór ég að hugsa — gat verið að hún væri geðbiluð? Hafði hatur hennar beinst að mér? Ég var viss um að hún hefði getað gert þetta því að innst inni í djúpum augum hennar vissi ég að leynd- ist grimmd. En myndi hún ganga eftir ganginum um miðja nótt i þeirri veiku von að ég myndi yfirgefa herbergi mitt til að rannsaka málið? Það virtist óliklegt. Siðan greip mig hræðileg hugsun. Ef ég hefði ekki vaknað, hefði þessi mannvera þá komið inn í herbergi mitt og ráðist á mig í svefni? Ég útilokaði Clive strax. Litlar veiklu- legar hendur hans höfðu ekki þann styrk sem til þurfti til að halda svona þétt um mig. Vaughan? Hataði hann enn fjöl- skyldu mína og mig? Gat þetta hafa verið hann? Eða var þetta eitthvert vinnuhjúanna sem ég ekki þekkti sem verið hafði í leit að einhverju verðmætu þegar ég hafði truflað? r Okkur þætti það mjög gaman . . . Ég á von á Gissuri á hverrí stundu. Þaö er tími til að fara, Mína . . . ertu tilbúin? GISSUR GULLR0.5S O B/LL KAVANAGU l frank fletcuer 7---------------------------- Það er siminn til þin, Mína frænka . . . það er frú Breiðfjörö Leyndardómar onmla klaustursins þetta allt vera raunverulegt en þetta var aðeins martröð sem þú hefur eflaust fengið vegna þess hve djúpt þú syrgir systur þina. Slíkt er ekki óvenjulegt þeg- ar um slikt álag er að ræða. Þú getur trú- að mér, enginn vill þér illt hér í húsinu.” „Martröð? Heldurðu að ég hafi verið sofandi? Frændi, þetta var enginn draumur, þetta gerðist i raun og veru. Ég er með skrámur eftir að sparkað var í mig. Ég fullvissa þig um að ég var glað- vakandi þegar ég reis upp af gólfinu,” mótmælti ég örvæntingarfull. Hann hristi höfuðið alvarlegur. „Já, vina mín, ég er viss um að þá hefurðu verið vakandi. En skilurðu ekki að þú hefur vaknað þegar þú féllst út úr rúminu eftir martröðina?” Það var ótti i augum hans þegar hann grandskoðaði andlit mitt eins og hann væri að reyna að fullvissa sig um að ég hefði sannfærst. „Eg vona að þú sért ekki mikið meidd eftir fallið? Láttu Rose biðja frú Hodges um krem til að deyfa- sársaukann. Annars hef ég ekki svo miklar áhyggjur af skrámunum. Það sem ég hef verstan bifur á er ástæðan fyrir þessari martröð þinni. Eins og þú veist, hef ég kynnst geðsjúkdómum töluvert. Samkvæmt minni reynslu eru róandi lyf og góður svefn besta lækningin. Ég mun sjá til þess að þú fáir laudanumtöfiu þegar þú ferð að sofa í kvöld, taktu hana áður en þú ferð í rúm- ið. Þessar töflur hafa hjálpað frænku þinni mikið.” Hann þrýsti að lokum hendur minar. Siðan stóð hann upp eins og til að gefa i skyn að samræðum okkar væri lokið. En ég var ekki búin að ljúka mér af. „Þetta var allt svo raunverulegt, frændi. Hvernig getur þetta verið draumur? Eg fann hendurnar fyrir vitum mér, sparkið og sársaukann þegar ég lenti á gólfinu....” En jafnvel meðan ég sagði þetta fann ég efann læðast að mér. Gat þetta hafa verið martröð? Hafði ég raunverulega aðeins dottið út úr rúminu minu? „Taflan, Della. Mundu að taka hana 24 Vlkiw 38. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.