Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 13

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 13
tc Frú Svanlaug sýnir einum gestanna teikninguna að fyrirhuguðu kattahóteli en það mun eiga að rúma 80 ketti. „Þeir sem eru vondir við ketti hafa verið rottur í fyrra iífi" — segir hóte/stýran á kattahóte/inu að Reynime/ 86, en þar eru 12 búr og nóttin kostar 1000 krónur. Að Reynimel 86 hefur verið rekið katta- hótel síðan 1977. Það er Kattavinafélagið sem stendur á bak við reksturinn en hótel- stýra frá upphafi hefur verið Svanlaug Löve. Hún leggur til sitt eigið húsnæði undir reksturinn sem er tveggja til þriggja herbergja íbúð og þar búa í sátt og samlyndi 15-20 kettir, Svanlaug sjálf og svo eiginmaður hennar sem einnig er mikill kattavinur. Hótelið getur tekið 12 ketti í búr, sem eru sérhönnuð fyrir ketti, en auk þess á hótelstýran 4 ketti sjálf. Samkvæmt bókhaldi kattahótelsins hefur það hýst 545 ketti frá upphafi, flestir hafa þeir verið á vegum Kattavinafélagsins, kettir sem settir hafa verið út á gaddinn og ekki átt í önnur hús að venda. Venjulegir heimiliskettir eiga þó kost á búri í þessu ágæta hóteli ef eigendur þeirra þurfa að bregða sér í ferða- lag eða annað og njóta þeir sömu umönnunar og félagskettir nema hvað þeir þurfa að greiða meira fyrir nóttina. Verð á búri með fæði og góðri umönnun er 1000 krónur fyrir félagsketti en 1200 fyrir aðra. Að sögn Svanlaugar þykir fólki það ekki dýrt. En hvernig dettur henni í hug að leggja heimili sitt undir kattahótel? — Það er einfalt mál, segir Svanlaug, kettir eru dásamlegar skepnur, það er hægt að tala við þá eins og maður talar við mann. Svanlaug undirstrikar þetta með því að kalla á einn af fjórum köttum sínum og spyrja hvernig hann hafi það. Kötturinn brosir og gefur frá sér vellíðunarhljóð. — Þarna sérð þú, kettir hafa persónu- töfra og geta fengið mannskepnuna til að gera hvað sem er. Þeir hafa til að bera reisn og stolt og eru ekkert að biðjast afsökunar á tilveru sinni. Þetta hótel sem ég rek hérna er allt of lítið og því er Kattavinafélagið búið að sækja um lóð hjá borgarráði í því skyni að byggja þar annað og stærra hótel. Vonumst við eftir góðum undirtektum frá þeim ágætu mönnum enda hlýtur þeim að vera ljóst að menningu þjóðar má marka af því hvernig hún býr að dýrum sínum. — Mér finnst persónulega að fólk umgangist ketti ekki af nægilegum skilningi. Læður eru látnar eiga eins marga kettlinga og þær mögulega geta, þær eru ekki fyrr búnar að gjóta en þær eru orðnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.