Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 37
Hann hörfaði í flýti og hjarta hans barðist um. Ef þetta var íbúð frú McBride þá var hún með mann hjá sér. Öllu frekar hafði hann misreiknað sig og Indíánatjaldið var þá hinum megin við garð lyfjabúðarinnar. hlaut að vera sú sem hann leitaði að, hugsaði Gary með sér þegar hann ók út úr London og ákvað að gera nú áætlun. Hún var örugglega ekkja. Hann hafði hitt margar slíkar síðan hann byrjaði í þessu dyraþrepastarfi. Hvað viðskiptin varðaði voru þær tímaeyðsla en þær höfðu stundum áhuga á öðru sem hann seldi ekki opinberlega. Rökin fyrir því að frú McBride hlaut að vera ekkja voru þau að hún hafði dválið alein á Svarta svaninum. Auð- vitað gæti hún verið fráskilin. En ef svo var, hvers vegna skyldi hún fela sig á svo fáförnum stað? Samkvæmt hans reynslu voru fráskildar konur annaðhvort glað- lyndar og eltust við sviðsljósið, stundum af of miklum ákafa, eða þær voru væng- brotnir fuglar sem eltust við meðlögin. Seinni tegundin myndi ekki hafa farið á Svarta svaninn. Hann stansaði á bensínstöð sem var opin allan sólarhringinn til þess að fá bensín og keypti sér vasaljós líka. Fotherhurst reyndist vera lítill bær og eina heimilisfangið sem Gary hafði var Indíánatjaldið, án götunafns. Hann fletti upp í símaskránni í símklefa og sá þar aö Indíánatjaldið var við Dover Road, aðalgötuna sem lá í gegnum bæ- inn. Hann fann staðinn strax.rverslun sem seldi barnaföt. Gluggatjöldin gáfu til kynna að fyrir ofan væri íbúð, öðrum megin við var svo lyfjabúð og hinum megin kjötbúð. Gary sat í bílnum sínum hinum megin götunnar og íhugaði málin. Augsýnilega bjó frú McBride fyrir ofan búðina. Hann hafði búist við venjulegu húsi, að öllum líkindum einbýlishúsi, sem hefði fengið nafn sitt af einhverri dularfullri ástæðu; kannske það liti út eins og indíánatjald. Hann hafði vonað að það stæði eitt sér svo hann gæti komist að því óséður. Hann yrði að gera það sama og hann hafði gert við stúlkuna — ekki með nauðguninni, vitanlega, en það sem á eftir hafði fylgt. Púða, síðan taka allt upp úr skúffum. Honum líkaði ekki að þurfa að gera þetta en hann varð. Morðið á stúlkunni hafði verið slys en hún gat sjálfri sér um kennt — hún hafði æst hann upp með því að sýna honum fótleggi sína. Síðan hafði hún boðið honum inn og látið sem þyrfti að ganga á eftir sér. Það hefði ekki haft neitt að segja og hún hefði verið á lífi núna ef hún hefði ekki verið svona vit- laus. Núna varð frú McBride að deyja líka. Þegar allt var búið og gert myndi hann hugsa: Það var ekki til neins að falsa rán og skilja sölu dagsins eftir; það leit út fyrir að hann myndi græða á þessu. Hann kæmist ekki inn að framan án þess að brjóta upp búðardyrnar og þar með væri hann að bjóða vandræðunum heim. Gatan var auð núna en einhver gæti ekið fram hjá og staðið hann að verki. Það hlaut að vera hægt að komast inn á bak við. Hann skildi bílinn eftir nokkur hundruð metrum neðar í götunni, setti á sig hanskana og með vasaljósið í vasan- um gekk hann niður næstu hliðargötu þar til hann kom að mjóum stíg sem lá eins og aðalgatan. Meðfram gangstígn- um var röð af litlum háreistum húsum. Einstaka sinnum lá stígur milli hús- anna að bakdyrum þeirra sem við göt- una stóðu. Hann varð að reikna út hve Iangt frá hliðargötunni Indíánatjaldið var til þess að sjá hver voru bakhús þess. Hann sneri aftur á aðalgötuna og taldi skrefin frá versluninni að hliðar- götunni. Þrjú hundruð sjötíu og tvö skref. Tveir bílar óku fram hjá honum meðan hann stikaði leiðina. Síðan gekk hann niður hliðargötuna yfir á göngugöt- una. Ljóslaust reiðhjól rann hljóðlaust fram hjá honum og gerði honum bilt við. Þrjú hundruð sjötíu og tvö niður göngugötuna og hann var þrjá metra frá næsta stíg. Hann leit í kringum sig. Allt var hljótt. Þó var alls ekki hægt að segja neitt um það hvort einhver sæi hann úr glugga. Hann fór inn á stíginn og fann að hann lá til vinstri. Hann varð að taka áhættuna á að nota vasaljósið. Hann sá nú malbikaöan stíg sem lá fram hjá húsaröð og garða á hægri hönd. Ef hann færi yfir þann næsta myndi hann koma til móts við Indíánatjaldið. Gary hljóp yfir kálbeð — moldin var mjúk undir skónum hans — og kom að víragirðingu. Hann fór yfir hana og stóð í háu grasi, mjög blautu. Stuttur geisli frá vasaljósinu sýndi honum tveggja metra háan steinvegg. Hann stóð kyrr. Kunnugleg borgarhljóðin voru allt í kringum hann: Köttur breimaði, það heyrðist í umferðinni í fjarska. Hann gekk hægt eftir veggnum og leitaði að stað, þar sem hægt væri að klífa hann. I einu horninu hékk grein af tré í hinum 38. tbl. Vlkan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.