Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 22
Ég vaknaði við fótatak á ganginum. ^Nóttin virtist hafa verið svo stutt og Rose var strax komin með morgunteið til mín. En þegar ég lauk upp þreyttum augum minumsáégaðenn var dimmt í herberginu, um leið heyrði ég að fóta- takið hélt áfram fram hjá dyrum mínum. Ég var nú glaðvöknuð og ákvað að rannsaka málið, það sem gerst hafði fyrr um nóttina hafði læknað mig af ótt anum við hið yfirnáttúrulega. Ég fór i sloppinn minn og inniskóna og reyndi að rökræða í hljóði við sjálfa mig. Hver svo sem hefði farið fram hjá dyrunum yrði að koma sömu leið til baka þvi að hann eða hún gat ekki komist lengra en að veggnum sem lá að gamla klaustrinu og herbergin sem lágu við hliðina á mínu voru öll auð. Kannski var þetta svefn- gengill og þar sem ég vildi ekki vekja ótta að ástæðulausu opnaði ég dyrnar hljóðlaust og varlega. Það var nógu bjart til að ég gæti séð út allan ganginn. Fyrst leit ég til vinstri, en þar voru allar dyr lokaðar. Síðan leit ég til hægri. Gangurinn var auður, ég stóð þarna agndofa og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Einhver mannvera hlaut að hafa orsakað fótatakið og sú mannvera var nú ósýnileg. Hafði einhver farið inn í auðu herbergin sem lágu við hliðina á minu? Það áleit ég ekki, því að ég hafði einmitt hlustað eftir öllum hugsan- legum hljóðum og alls ekki heyrt neinar dyr'lokast né opnast. Ég ætlaði að komast að niðurstöðu I þessu máli. Ég læddist hljóðlega frá einum , dyrum til annarra og sneri húnun- um. En eins og ég hafði búist við voru þær allar læstar. Eini möguleikinn var klausturveggurinn. Einhvers staðar í viðnum hlutu að leynast dyr. Ég renndi fingrunum eftir mynstrinu. I þvi var nóg af útskurði og ójöfnum og ég ýtti á árangurslaust. Þó hlaut að leynast þarna inngangur. Kannski var hann neðar í veggnum. Ég lagðist á fjóra fætur, svo upptekin af þessari könnun minni að töluverður tími leið þar til ég tók eftir að einhver stóð fyrir aftan mig! Blóðið fraus I æðum mínum. Ég gat aðeins hreyft augun og sá móta fyrir stigvéli. Ég greip andann á lofti. Allt í einu greip hönd um öxlina á mér, og um leið var önnur sett fyrir andlit mitt, þannig að ég gat hvorki hrópað né séð. Var þetta karlmaður, kona eða afturganga, sem réðist þannig á mig? Ég barðist um af öllum kröftum en handleggirnir héldu þéttingsfast utan um mig og ég var jafn hjálparlaus og fanginn fugl. Augnabliki seinna var ég rifin á fætur og dregin eftir ganginum. ' Hvert var verið að fara með mig? Hver voru örlög mín? Illilegt spark sendi mig fljúgandi í gegnum loftið. Þar lá ég skrámuð og rugluð, varla með meðvitund og beið eftir annarri árás. Smám saman gerði ég mér Ijóst að ég lá á gólfinu i mínu eigin svefnherbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.