Vikan


Vikan - 11.10.1979, Page 16

Vikan - 11.10.1979, Page 16
Moltex Comblnette buxurog bleia í einulagi Sérstakar nætur- Heildsölubirgðir Halldór Jónsson hf. KVIKMYNDALEIGA Kvikmyndafilmur og vé/ar tilleigu. SÍM/ 77520: Glæsileiki cinkcnrtir hcimilisuvkin frá KPS, \orci<i. Þu fa ri) allt i ddhúsid i tízkulitum, eldavclar gufugleypa, ka'liskápa, frystiskápa, frystikistur of> uppþvottavclar. 4 4r — Tryggur heimilisvinur. F ÖTIN hiífðu okkur vcl fyrir kuldanum, svo að við nutum ánægjunnar af vindinum, Ég fann að roðinn færðist í vanga mína. Við vorum komnar heim fyrr en við höfðum reiknað með. „Það var svo auðvelt að ganga aftur heim, heldurðu að þú treystir þér til að ganga upp í klukkuturninn?” spurði ég. „Það held ég, dagurinn er svo heiður og bjartur að það væri synd að missa af þessu tækifæri," svaraði hún. Ég starði upp á grænleitan turninn sem gnæfði hátt yfir umhverfið. „Hvernig komumst við þangað upp?” spurði ég. Frú Buller Hunter hló við. „Ekki eins og þú virðist álita með því að fikra okkur upp veggina. Veistu ekki um dyrnar sem liggja að turninum?" Ég viðurkenndi að ég vissi ekkert um þær og elti hana síðan gegnum dyrnar og upp tröppurnar. Þegar við komum að þeirri hæð sem svefnherbergi mitt lá á,. fórum við til hægri og að veggnum sem var beint fyrir hinum endanum, á móti kirkjuveggnum. „Hér eru dyr sem hverfa snilldarlega inn i viðarskreytinguna," sagði frú Buller-Hunter. Ég horfði áhugasöm á þetta og ákvað með sjálfri mér að athuga vegginn sem lá að kirkjunni, og athuga hvort ég fyndi einhverjar svipaðar dyr faldar þar. Hún ýtti á sérstakan stað í viðar- verkinu, án þess aðsnúa né toga i neitt, og dyrnar opnuðust strax. Fyrir innan sá ég dimman gang og snúinn stiga sem lá uppá við. Ég horfði full aðdáunar á frú Buller- •Hunter. „Hvernig vissirðu hvernig ætti að opna þær? Hvernig vissirðu að þú áttir að ýta hér?” Hún brosti út undan sér. „Della mín, þegar frændi þinn lagði til að við litum á útsýnið frá turninum var lang einfald- ast að spyrja hvernig maður kæmist þangað?” Ég leit skömmustulega niður. „Ég held að ég hljóti að vera hálfgerður kjáni, mér hefði aldrei dottið í hug að spyrja," sagði ég. „Jæja, þá erum við að leggja upp I turninn. Dragðu djúpt að þér andann þvi þetta er hátt og erfitt, það geturðu veriðviss um." Það reyndist svo sannarlega rétt og fljótlega var ég komin með svima. Vöðvar mínir voru aumir og ég var laf- móð. Það var mér þvi ekkert undrunar- efni þegar vinkoma mín lýsti að lokum yfir að hún gæti ekki komist lengra. En hún manaði mig áfram og þar sem ég var komin svo langt var ég ekki mikið fyriraðgefastupp. „Þegar þú kemur upp stigann sérðu dyr sem þú verður á ýta upp og þá getur þú gengið út á svalirnar. Canterbury- dómkirkjan liggur i norðaustri,” sagði frú Buller-Hunter. Ég heyrði glymja I málmtröppunum þegar hún hélt aftur niður á við. Á leiðinni upp varð mér hugsað til þess hve vel hún hefði lagt lýsingar frænda míns á minnið, hún var svo örugg þegar hún lýsti þvi hvernig umhorfs væri þarna uppi, að ætla mætti að hún hefði oft farið |ietta. En hve hún var vel gefin miðað við mig. Loksins náði ég dyrunum og tókst með erfiðismunum að opna þær. Þegar ég kom út blindaði Ijósið mig eftir myrkrið fyrir innan og vindurinn var svo sterkur að ég gat varla náð andan- um. Fyrir ofan var himinninn. hefður og blár. Þegar ég leit niður, svimaði mig svo að, úg gfeip um handriðið og lokaði augunum, þó fannst mér ég enn sjá landslagið vagga fyrir neðan mig. Þrátt fyrir þær upplýsingar frú Buller-Hunter að |xua fræga útsýni lægi til norðauslurs hafði ég ekki hugmynd unt hvar áttirnar lágu svo að ég lagði af stað í hringferð í kringum turninn. Loksins kom ég auga á það, Canterburydómkirkjan, eins og klippt út úr ævintýrabók, var svo fagur- lega staðsett að ég stóð sem töfrum slegin. Ég hallaði mér fram á handritið til að sjá betur í kringum mig og fann að ég féll — féll niður í dauðann. Öp mitt fyllti loftið. ég reyndi að ná festu á einhverju sem ekki gaf eftir. Jörðin virtist koma fljúgandi á móti mér, tilbúin til að taka á móti illa meðförnum líkama minum, þegar sterkur storm sveipur kom allt i einu á móti mér og kastaði mér aftur frá brúninni og inn á svalirnar. Um leið og ég byrjaði að ímynda mér að ég hefði fundið einhvern snerta mig, sá ég að efsta pilsið mitt var fast við handriðið og þannig hjálpað til við að bjarga lifi minu. Þegar ég flýtti mér aftur að dyrunum sá ég allt I einu fæturna. Karlmannsfætur! Þar sem ég læddist meðfram veggnum og reyndi að halda I múrsteinana með brotnum nöglunum sneri ég höfðinu og horfði beint framan í Manning. Ofsahræðsla greip mig, ég þaut i gegnum dyrnar, flýtti mér niður tröppurnar og steingleymdi óttanum um að falla i tröppunum, maðurinn sem stóð á svölunum hafði vakið enn meiri ótta i brjósti mér. Ég gat hvergi fundið frú Buller-Hunt- er þegar ég kom inn á ganginn, svo að ég flýtti mér til herbergis hennar og bank- aði á dyrnar án þess að loka dyrunum að klukkuturnsstiganum á eftir mér. Hún virtist ekki einu sinni verða undrandi á hamagangnum í mér. „Svona hávaði getur truflað frænku þína. Reyndu aðsýna meiri sjálfsstjórn,” sagði hún ströng á svip. Ég var ekki I skapi til þess að setja þetta fyrir mig. Ég settist í stól, án þess að hún hefði boðið mér það og gróf andlitið i höndum mér. „Della, hvað gerðist? Segðu mér það, barn,” spurði hún ákveðin. Ég reyndi að segja eitthvað en kökkurinn I hálsinum var of stór til að ég gæti sagt neitt. Hún snerist í kringum mig, neri hendur mínar, sló í kinnar minar og að lokum hellti hún víni I glas. 16 Vlkan 41. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.