Vikan


Vikan - 11.10.1979, Page 63

Vikan - 11.10.1979, Page 63
F.f augun eru orðin þreytt, verkur kominn í höfuð, hugsunin orðin óskýr — slökkvið þá á tækinu og farið að sofa. Heldur þú að það sé mögu- leiki. . .? Komdu sœll, kæri Póstur. Ég vona að þú birtir þetta bréf fyrir mig. Núna er ég í vandræðum. Ég svaf hjá strák og við notuðum engar verjur. Sæðið fór ekki inn I mig, en það fór utan á kynfœri mín. Heldur þú, kæri Póstur, að það sé möguleiki að eitthvað af sæðinu hafi farið inn í mig? Ef svo er, gæti ég þá fengið fóstureyðingu án þess að foreldrar mínir fái að vita það? Þetta gerðist fyrir rúmri viku, svo ég veit ekki ennþá hvort ég er ófrísk. Getur læknir séð hvort ég er ófrisk eftir svona stuttan tíma? Svo er það annað vandamál. Geta foreldrar eitthvað sagt, ef sjálfráða unglingur byrjar að drekka og reykja. Jæja, ég vona að þú birtir þetta bréf fyrir mig og getir leyst úr þessu fyrir mig. SM Það er því miður svo langur vinnslutími hér á Vikunni að þegar þetta birtist er heldur seint fyrir þig að gera eitthvað, hafir þú orðið ófrísk. Líkurnar til þess eru þó hverfandi, ef dæma má af lýsingu þinni. En þó getur Pósturinn lítið sagt um, hvort sæðið hefur átt möguleika á að komast inn í þig eða ekki, því Pósturinn var þarna hvergi nálægur. Þú átt að geta fengið læknisúrskurð um hvort getnaður hefur átt sér stað mjög fljótlega, jafnvel eftir eina eða tvær vikur. Það er algerlega þín ákvörðun, hvort þú óskar eftir fóstureyðingu og foreldrar þínir þurfa ekki að vita um það, ef það er þér mjög á móti skapi. Foreldrar geta vonandi ýmis legt sagt þegar afkvæmin byrjt að reykja og drekka, en það ei að sjálfsögðu unglingsins, hvori hann hlustar á það sem við hann er sagt. í fæstum tilvikum eri foreldrar að hafa afskipti al börnum sínum með einhverr kvikindisskap í huga, heldur eri einungis að reyna að veita allt þá aðstoð og hjálp, sem þeir telja sig geta veitt. Ef þú hugsar þig vel um kemstu sennilega að sömu niðurstöðu og líklega væri það þér fyrir bestu að fara þér hægar en þú hefur gert hingað til og gæta þess að gera ekkert í fljótfærni, sem þú getur iðrast síðar. Það snýst allt um yngri systurina Kæri Póstur! Eins og allir aðrir, sem skrifa þér, á ég við vandamál að striða. Það er varðandi yngri systur mína. Ég er fimmtán ára og systir mín er þrettán. Það virðist bara vera plássfyrir hana hér á heimilinu. Mamma tekur alltaf hennar málstað og hún fœr allt, en ég ekkert. Ef við rífumst, þá öskrar mamma alltaf á mig og égfæ hvergi frið. Það þýðir ekki fyrir mig að stíga fæti inn fyrir dyrnar á herberginu hennar, en það má ekkert segja þótt hún snúi öllu við í mínu herbergi, þegar ég er ekki heima, og sé með nefið niðri í öllu sem mér viðkemur. Þegar hún fær svo sinar vinkonur í heimsókn gefur mamma þeim alltaf að drekka og talar við þær, en hún gerir ekkert fyrir mínar vinkonur og skammar mig, ef ég tek eitthvað handaþeim. Þessi systir mín varð mikið veik fyrir tveimur árum og hún var líka lengi að jafna sig eftir það en er batnað núna. Þegar hún var á spítalanum var allt miklu skárra hér heima. Hún hefur alltaf verið frekar gjörn á að verða veik og nú síðast, þegar hún var veik í eitt ár, var mamma alltaf að tala um að ég ætli að vera góð við hana. Það þýðir bara ekki neitt, því hún gerir aldrei neitt fyrir aðra. Þótt ég hjálpi henni að taka til í herberginu sínu ogfarifyrir hana út I sjoppu og feira fæst hún aldrei til að gera það sama fyrir mig í staðinn. Hún er líka leiöinleg við mínar vinkonur og dónaleg, svo engin þeirra vill heimsækja mig. Hún hangir nefnilega alltaf yftr okkur og það má ekkert segja við hana, þá verður mamma brjáluð og rekur vinkonur mínar út. Ég hef reynt að tala um þetta við mömmu, en hún vill ekki hlusta. Pabbi hefur reynt að tala um þetta við hana líka, en mamma segir að hann haldi bara með mér og skilji ekki neitt. Þau eru alltaf að rifast og ef pabbi siðar þessa systur mína og skipar henni að láta mig I friði og allt mitt, kemur mamma og segir að hann sjái ekki neitt nema mig. Svo tala þau ekki hvort við annað og þá held ég að henni litlu hundleiðin/egu systur minni líði allra best. Góði Póstur, hjálpaðu mér, þetta er allt svo leiöinlegt að mig langar helst til að strjúka aö heiman. Það er sko ah eg öruggt að ég fer strax og ég er oröin sexlán ára, en þangað til verð ég víst að reyna að stilla mig. En get ég ekkert gert? Svaraðu mérf jótt. _ bimmtán ára Breiðholtsbúi. Því miður, þú átt alla samúð Póstsins en það er víst harla lítið, sem hann getur gert þér til hjálpar. Ef til vill hjálpar það þér ef þú reynir að skilja mömmu þína og ástæðuna fyrir þvi að hún breytir svona. Orsökin er án efa að veikindi systur þinnar hafa verið henni mikið áfall og í viðleitni sinni til að reyna að hjálpa systur þinni ofverndar hún hana. Það er engum til góðs, allra sist systur þinni, en við þetta ræður mamma þín ekki og þú getur lítið annað gert en beðið og vonað að allt lagist eftir því sem tímar líða. Reyndu að leiða hana systur þína sem allra mest hjá þér og þú ættir að vera allra elsku- legust við hana þegar hún er leiðinlegust við þig. Það getur orðið til þess að hún sjái að sér og einnig til þess að opna augu móður þinnar fyrir því sem er að gerast. Farðu ekki að strjúka eða fara að heiman, þótt þú verðir sextán ára. Þú verður að afla þér menntunar til þess að geta staðið síðar á eigin fótum í lífinu og til þess þarftu á aðstoð foreldra að halda. Hins.vegar gæti það orðið til góðs að þú færir á heimavistarskóla einn vetur eða út á land á sumrin. Reyndu sem allra mest að forðast árekstra, þú getur alltaf talað um málin við pabba þinn, þegar útlitið virðist óglæsilegt. Mundu að þegar til lengdar lætur getur þessi lífsreynsla líka orðið þér að ein- hverju gagni og miklu líklegra er að ástandið verði systur þinni til tjóns en þér. Og það væri skaði, því hún á örugglega við sín vandamál að stríða. Veikindi geta skilið eftir stór ör á sálarlífi barna og unglinga og síðar verður þér ef til vill ljóst að systir þín hefur þurft meira á aðstoð og félagsskap þínum að halda en þú gerir þér grein fyrir í dag. 4I.tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.