Vikan


Vikan - 18.10.1979, Page 25

Vikan - 18.10.1979, Page 25
minn. Eg vissi ekki hvers vegna, en ég vildi ekki að þær töluðu um þig, um vináttu okkar. Það . . . eiginlega eyði- lagði hlutina. Mamma skildi það. „Ray er vinur þinn, og hann er strákur, Lisa. Svo einfalt er það," minnti hún mig á. Ég var fjórtán ára þá og þú varst sextán ára. Eg var sein að þroskast, sein að breytast, sein að skilja við æskuna. Stundum þetta siðasta ár hef ég hugsað til þessa gullna tinia og óskað þess að ég væri aftur horfin lil þessara löngu liðnu daga. i» Löngu liðnu? Það eru aðeins sex ár síðan, því ég er tuttugu ára núna. En — sann löngu liðnu. Hvenær fór þetta að breytast fyrir okkur, Ray? Hvenær fórum við að gera okkur grein fyrir þvi að vinátta okkar hefði þrokast og dýpkað? Stundum held ég að það hafi verið haustmorguninn sem Vaskur gamli dó. Hann var sextán ára og það var ég lika — mamma og pabbi höfðu keypt hann þegar ég var mánaðar gömul. Hann var hluti af lífi minu, hlekkur við hina dásamlegu daga bernskunnar. Ég vissi að hann var gamall, ég sá að hann hreyfði sig hægt, að hann gekk þar sem hann hafði áður hlaupið. En þrátt fyrir það þá hugsaði ég ekki um að hann myndi deyja, þar til ég fann hann í uppáhalds horninu sínu við eldhúsdyrnar. Þú hélst utan um mig meðanég grét. Og daginn eftir komstu með Kát. „Hann kemst nú ekki í hálfkvisti við Vask," sagðir þú varlega. Svo fórstu að hlæja. „Hann kemst reyndar ekki í hálfkvisti við nokkurn hund. hann er bara rakki." Þá tókstu upp vasaklútinn þinn og þurrkaðir mér um augun þvi ég var aftur farin að gráta. Svo lést þú Kát i fang mér, og þannig var það. Hann kom ekki i stað Vasks. hann fékk sinn eigin stað. Þú eyddir miklum tíma í að þjálfa hann, kenna honum að hlýða. „Hann er meira hundurinn þinn en minn,” sagði ég eitt sinn. Þú leist á mig og eitt augnablik stóð heimurinn kyrr. „Skiptir það nokkru?" spurðir þú blíðlega. Stuttu eftir þetta kysstir þú mig í fyrsta sinn. Við höfðum verið á skóía- dansleik og við gengum heim í tungl- skininu. Þú tókst í hönd mina og við brostum hvort til annars, svolítið óörugg, því við höfðum aldrei gert þetta áður. Við sátum i rólunni á veröndinni og við töluðum hljóð og alvarleg um hvernig það yrði siðar, þegar þú værir kominn í háskóla að læra lögfræði og ég væri enn í menntaskóla. Við sögðum að ekkert myndi breytast. Við bjuggum i háskólaborg, svo þú færir ekki að heiman. Við myndum hittast, einsogalltaf. Svo kysstir þú mig. Núna, nokkrum áruni síðar þegar ég lít til baka, þá man ég enn eftir alsælu þessa augnabliks, eins og ég væri að eilifu lokuð í sápukúlu, eða glerkúlu, eins og hengd er á jólatré. En sápukúlur springa og glerkúlur brotna ef ekki er farið varlega með þær. Ogég varóvarkár. Þú hafðir rétt fyrir þér um það að ekkert myndi breytast. Þetta voru góðir tímar, þú stritaðir i háskólanum og ég stritaði í mínum skóla til þess að fá góða útskrift. Ég var ekki metnaðargjörn: Ég ætlaði að vinna á leikskólanum þegarég hætti. Fólkið mitl og fólkið þitt voru svo góðir vinir að það var engin spenna í santbandi okkar. Kannski var það hluti af vandræðum okkar, kannski var allt of auðvelt fyrirokkur. Framli. á lueslti sidti. .AWIEJ frískandi þurrkur vættar spritti á skrifstofuna íbílinn í feröalög Heildsölubirgöir Halldór Jónsson hf. "j viSurkenndir úrvals pennar fyrir atvinnumenn, kennara og námsfólk. Rotring téiknlpennar og teiknláhöld fást í þægilegum einlngum skóla og teiknistofur. sstræti 2 Simi 13271 jf — I ,1111. m íh 6114 'Bf — 4Z. tbl. Vikan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.