Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 6
fullnægt. Ef barnið reynir hvað eftir annað að fullorðnir komi ekki til móts við félags- legar Jrnrfir þess, fyrir mannleg tengsl, getur barnið orðið vonsvikið, byrjað að loka sig inni, verða óvirkt — auðvelt. Reynsla barna af umhverfinu er oft einungis til með þeim sjálfum óg þau leyfa fullorðnum ekki að komast að henni. Börn geta oft ekki sagt með orðum hvað þau þurfa. Það þurfa hinir fullorðnu að læra. Auðveld börn eiga oft erfiðara með að láta í ljós hvers þau þarfnast en erfið hávaða- söm og opin börn. Þau síðarnefndu minna umhverfið gjarnan á að þau eru til, að þau vilja fá kröfur sinar uppfylltar, umhverfið skal kynnast þeim. Umhverfið verður þvi oft að taka frumkvæði að því að kynnast auðveldum börnum til þess að reyna að hjálpa þeim að komast hjá því að vera kvíðin, innilokuð og útundan. Auðveld börn má flokka í tvennt Danski barnasálfræðingurinn Birthe Kyng hefur vakið athygli á að hægt sé að flokka auðveld börn í tvo hópa. Annar hópurinn eru þau börn sem hafa verið óvirk og aðgerðalítil frá fæðingu. Hinn hópurinn hefur að geyma börn sem hafa verið fjörug og virk í upphafi en hafa orðið „auðveld” af því að foreldrarnir kröfðust þess. í þessu sambandi skiptir afar miklu máli að börn eru algjörlega háð foreldrum sinum og að foreldrar geta notað vald sitt gegn þeim skilyrðislaust. Foreldrar geta sýnt barninu með hegðun sinni að það séu þeir sem ráði yfir því og að þeir geti hegnt barninu með því að hætta að sýna barninu ástúð ef það geri ekki eins og foreldrarnir vilji. í slíkum tilvikum mun virkt og fjörugt barn oft mótmæla í fyrstu. En smám saman hættir það öllum mótmælum. Ef barn á þess eins kost að verða viðurkennt og elskað í fjölskyldunni ef það fer eftir vilja og valdbeitingu foreldranna, mun það hætta öllum mótmælum. Það mun breyta sér vegna kúgunar og verða þvingað inn í annan persónuleika en það hafði í upphafi. Þetta mun sjást á barninu. Það mun t.d. verða hrætt við að taka frumkvæði, gefast auðveldlega upp, verða óöruggt, fá minni- máttarkennd, verða kvíðið og hrætt við að sýna tilfinningar sínar — verða innilokað. Auðveld börn eiga erfiðara með að krefjast réttar síns Allir hafa kynnst innilokuðum, hægum og kvíðnum börnum. Þau eru alls staðar, í leikskólum, dagheimilum og skólum. Þessum börnum líður oft ekki bara verr en „óþægum” árásargjörnum bömum, heldur er hætta á að þau verði undir í lífinu. Auðveld börn gleymast oft. Þau pirra engan og reita engan til reiði. Hættan AUÐVELD BÖRN - ERFIÐ BÖRN Öll börn eru stundum auðveld og stund- um erfið. En það eru bæði til börn sem veitast foreldrunum sérstaklega auðveld og sérstaklega erfið. Oft talar fólk um að barn sé sérstaklega þægt og meðfærilegt og þannig eiga börn helst að vera samkvæmt því sem fólki hefur verið talin trú um í ára- raðir. Auðveld róleg og hæg börn eru oft auðveldari fyrir fullorðna fólkið en erfið, framtakssöm og fyrirferðarmikil börn, en auðveldum börnum líður oft illa og mörgum þeirra veitist lífið ekki auðvelt seinna meir. Að kynnast barninu Flestir sem hafa eignast börn kannast við þá tilfinningu að barnið sé þeim framandi, að þeir þekki barnið ekki. Hver er þessi litla mannvera, hvað vill hún, hvernig er hún? Þetta eru hlutir sem ekki er hægt að uppgötva allt í einu, jreir lærast smám saman. Það tekur tíma að komast að því hvaða skilaboð barnið sendir frá sér, hvað það er að reyna að segja hinum fullorðna * og hvernig á að uppfylla þarfir barnsins. Það skiptir barnið miklu máli hvernig um- hverfinu tekst að taka á móti skilaboðum frá því og koma til móts við kröfur þess. Börn hafa ekki einungis þörf fyrir að líf- fræðilegum þörfum þeirra sé fullnægt, þau hafa líka meðfædda þörf fyrir að vera í sambandi við eða í félagslegum tengslum við aðra. Það hefur mikla þýðingu fyrir alla seinni félags- og persónuleikaþróun bamsins að það fái þörf sinni fyrir félagsleg tengsl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.