Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 49
dóma. Mig hefði langað til að sjá eitt- hvað eftir hann.” „Nei, ég á ekkert eftir hann í augna- blikinu.” Bruce reyndi auðsjáanlega að ná sölumannsframkomu sinni. „En ég flýg inn í land i næstu viku. Þá gæti verið að ég fyndi eitthvað til að sýna þér.” „Þakka þér kærlega fyrir.” „Get ég aðstoðað þig með nokkuð annað?” „Nei, takk. Ekki í augnablikinu. „Noel Kendrik brosti til þeirra beggja. kinkaði síðan kolli til Claire og gekk út. Þegar Claire var loksins búin að versla rétt náði hún að bílastæðinu áður en fólksmergðin þyrptist út í matarhléinu. Hún byrjaði að mjaka sér að bilnum á stæðinu og leitaði um leið að lyklunum í handtöskunni. Hún snarstansaði þegar einhver stóð í vegi hennar en slakaði á þegar hún sá að það var Fay Hallet. FAY gekk berhöfðuð líkt og aðrir Evrópumenn. Henni virtist vera mjög heitt og ef þetta hefði ekki verið Fay hefði Claire haldið að hún væri reið. Mjúkt, ljóst, grásprengt hár hennar lá þunglega við gagnaugun og hún hafði rauða dila í vöngunum. 1 höndum hennar var full innkaupakarfa. „Ég þurfti að skreppa í bankann,” sagði hún móð „svo að ég ákvað að versla i leiðinni. Það var það vitlausasta sem ég hef nokkurn tíma gert!” Hún þagnaði á meðan Claire opnaði bíl- dyrnar og setti innkaupakörfuna inn, síðan mættust augu þeirra og þær fóru báðar að hlæja. „Það er víst hverju orði sannara,” svaraði Claire. „Hvar er billinn þinn, Fay? Fannstu ekkert stæði? Ef þú hefur lagt bilnum langt héðan get ég alla vega tekið töskuna þína og ekið henni heim. Þá þarftu þó ekki að vera að burðast með hana.” „Heyrðu, Claire. Ertu á leiðinni heim? Ef þú ferð þangað vildi ég gjarnan fá að vera samferða. Ég var svo heppin að sjá bilinn þinn og ákvað að bíða eftir þér hjá honum.” „Samferða?” Claire reyndi að leyna undrun sinni. „Auðvitað. Komdu inn.” Hún lagði körfu Fay við hliðina á sinni í aftursætið og opnaði síðan hinar framdyrnar. Fay hallaði sér þakklát aftur á bak og sagði: „Mér finnst ég hafa staðið úti klukkustundum saman.” Claire leit spyrjandi á hana um leið og hún setti bílinn í gang og Fay bætti við: „1 raun og veru er það auðvitað ekki svo langur tími. Aðeins u.þ.b. 15 minútur, en það virðist vera meira.” Claire leit aftur fyrir sig, að smugu í umferðinni, og ákvað að vera ekkert að spyrja Fay hvers vegna billinn hennar væri hvergi í nágrenninu. Hún gat þó ekki annað en furðað sig á því hvernig Fay hefði getað fengið sig til að taka námurútuna inn í bæinn, þvi að henni undanskilinni var skólavagninn eini möguleikinn. A.LLT í einu varð lát á umferðinni og hún notaði tækifærið til að smeygja sér inn í bílaröðina, en um leið og hún var búin að því sagði Fay: „Mér þykir leiðinlegt að vera að níðast á þér, vinan, en gætir þú ekið einu sinni um götuna hér? Noel er svo -utan við sig, ég —” Hún hikaði en síðan bætti hún við: „Það gæti verið að ég hefði beðið hann um að hitta mig við hliðarinnganginn. Það væri synd að láta hann standa þar og bíða.” Claire skildi allt í einu samhengið og hugsaði með sjálfri sér, um leið og hún leit á Fay: Ég myndi láta hann bíða. Hann á ekki annað skilið. Þau höfðu auðvitað komið saman í bíl Fay, síðan hafði Noel sennilega gleymt henni. Það hlaut að vera liðinn hálftími síðan hann fór frá verslun Bruces svo að hann gæti verið komin hálfa leiðina heim. Á meðan vesalings Fay — Framhald í nœstáblaði. Einn pakka - tvo pakka - þrjápakkafog enginn eins * í hverjum pakka eru þrjár myndir, rammar — gler — lím- band — leiö- beiningarbœkl- ingur. Hvernigjjöl- skyldan getur fegrað sjálf veggi heimilis- ins. Nýtt á markaðnum GAGN OG GAMAN fyrir fjölskylduna í skammdeginu. Fjölbreytt úrval mynda Q l Hringið - við póstsendum w L hvert á land sem er. EYMUNDSSON Austurstræti 18. Sími 13135 og 13522. 4S. tbl. Vlkan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.