Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 48
BrUCE starði á hana, fyrst fullur vantrúar en síðan samúðar. Að lokum sagði hann: „Þér virtist þú sjá Dermott?” Hann hikaði, síðan bætti hann blíðlega við, eins og hann væri að tala við barn: „Þú átt við að þú hafir séðeinhvern sem líktist Dermott, er það ekki? En þú veist að það gat ekki verið hann.” Þegar Bruce brosti síðan uppörvandi til hennar fannst Claire sem hún yrði að brosa til hans aftur eins og hún helði aðeins verið að gera að gamni sínu. „Kannski var þetta bara draugur,” sagði hún létt og varð allt í einu reið sjálfri sér. Auðvitað hafði þetta hljómað fáránlega. Og auðvitað alls ekki sannfærandi. „Það væri svo sem ekkert ólíkt honum,” tautaði Bruce, um leið og hann dró að sér hendurnar og tók fram sigaretturnar. „Að koma aftur til að athuga hvernig mér gengi eftir eldsvoð- ann hjá Langley. Jæja, haltu áfram. Þú sást einhvem sem líktist Dermott. Hvar?” Claire hleypti í brýrnar. „Bruce, þú ættir að vera búinn að gleyma þessu fyrir löngu.” „Gleyma hverju? Ó, áttu við eldinn? Eða það sem Dermott sagði um hann?” „Já. Þaðlíka.” Bruce tróð höndunum niður í vasana. „Aðrir hafa ekki gleymt því.” „Auðvitað háfa allir gleymt því. Svo var Dermott líka fyrst og fremst blaða- maður. Það var atvinna hans að komast til botns í slíkum málum.” Bruce hló stuttlega. „Jæja, ef hann hefði lifað það að sjá mig núna, hefði hann sennilega alveg hætt að efast um samhengi málsins.” Það var satt, hugsaði Claire. Hún mundi hvað mágur hennar hafði sagt Við Dermott, þegar þeir ræddu urn ástand Langleyverslunarinnar fyrir þremur árum. Þá hafði Caleb gamli Langley fundist látinn í versluninni, eftir að mjólkurpósturinn hafði komist að þeirri niðurstöðu að grunsamlega mikið væri farið að safnast fyrir af flöskum fyrir utan búðardyrnar. Enginn hafði tekið neitt til þess þó að verslunin hefði verið lokuð í nokkra daga, því að það kom sjaldan nokkur maður inn fyrir dyr í þessari dimmu illa lyktandi smáverslun á dögum Calembs. EGAR Bruce tók við þessari erfða- eign sinni hafði oft heyrst reiðikurr meðal fólksins. Sögusagnir komu upp um að stórverslanirnar hefðu reynt að kaupa eign hans, en að Bruce hefði þrjóskast við og staðið snilldarlega uppi í hárinu á þeim. Þá snerist almennings- álitið honum i hag. Áður hafði enginn fundið til með honum. Fólki fannst sem hann hefði getað sýnt sig áður en gamli maðurinn dó, en ekki fyrst eftir að hann var orðinn erfingi. Eins og Bruce hafði áður gefið í skyn, virtist fólk ekki geta skilið að ef til vill hefði hann ekki einu sinni vitað að Caleb var til. Á þeim tíma hafði Claire hvorki þekkt Bruce né Langleyverslunina og eigendur hennar. Hún hafði verið allt of upptekin við að láta sér lærast að eiginmaður hennar var ekki við eina fjölina felldur og að systir hennar hafði haft rétt fyrir sér. Claire leit í kringum sig að innkaupa- körfunni. Sannleikurinn var sá að hún hafði verið allt of ástfangin af Dermott til að taka við neinum ráðleggingum, og blinduð af hömlulausri ást til að sjá galla hans og ófullkomleika. Siðan, eftir að hann lést, hafði hún verið allt of dofin af sorg til að geta gert neitt annað en halda áfram að lifa. Irtnantómu og eyði- legu lífi, eins og vélmenni, þar sem hún bjó nú ein í litla húsinu sem hann hafði byggt. „Bruce, ég verð að fara að drífa mig,” sagði hún. „Ég er ekki enn farin að kaupa inn fyrir Ruth." „Jæja, ég reyni að kíkja til þín í kvöld.” Hann lagði fingur hennar utan um handfangið á körfunni og þrýsti þá létt. „Og mundu — enga meiri vitleysu um að þú hafir séð Dermott.” Hlátur- hrukkur komu í ljós við augu hans, en þegar hann leit framan í hana virtist hann þó vera öllu fremur áhyggjufullur. Andlitsdrættir Bruces voru of grófir til að þeir gætu talist fallegir: Það leyndi sér ekki heldur að augu hans og munnur lýstu hörku. En þegar hann brosti var hann sem allt annar maður. Claire vissi að hann var baráttumaður. Það var sennilega það í fari hans sem heillaði hana mest. Um leið og Bruce beygði sig yfir hana stirðnaði hann allt í einu upp og leit fram í verslunina á bak við hana. Þá heyrði hún einhvern ræskja sig afsak- andi. Hún sneri sér við og sá Noel Kendrik stara á þau. á bak við dökk gleraugun. Breiður munnurinn. sem likt- ist svo systur hans, var allur eitt sólskins- bros. „Já?” sagði Bruce hvasst. Claire tók eftir því, að nokkru leyti samúðarfull og að nokkru leyti skemmt, að rödd hans lýsti óþreyju. Hún vissi vel að hann hafði hugsað sér að kyssa hana. „Humm — málverk,” byrjaði Noel Kendrik. „Aðstoðarmaður þinn segir mér að þú hafir ekkert eftir Pape. Það er rétta nafnið, er það ekki? Náunginn sem blaðamennirnir hafa gefið svo góða 4* Vlkan 4Stbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.