Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 50
SALRÆNN MAÐUR SKÁKAR STALÍN Þaö var fullt hús, uppselt í leikhúsinu í rússnesku borginni Gomel, og áhorfendur biðu fullir eftir- væntingar, [jegar allt i einu birtust tveir menn á sviðinu klæddir hinum grænu búningum Sovét- lögreglunnar. Sögðu þeir leikhúsgestum, að sýning- unni væri lokið. Þar yrði ekki fleira sýnt. Fólkið hafði komið I leikhúsið til þess að sjá hina ótrúlegu hæfi- leika huglesarans Wolf Messing, sem viðfrægur var orðinn. En nú gerði lögreglan sér lítið fyrir og dreif hann út úr leikhúsinu og út i bíl fyrir utan, sem þaut af stað til óþekkts ákvörðunarstaðar. Þetta gerðist árið 1940, þegar það var ekki óalgengt, að fólk væri tekið af lögreglunni og hyrfi fyrir fullt og allt, án þess að nokkrar ástæður væru upp gefnar eða nokkur þyrði að spyrja. „Hvað um hótelreikninginn minn og töskuna mina?” spurði Messing. En lögreglumennirnir svöruðu því, að hann þyrfti ekki á töskunni sinni að halda og hótelreikningurinn væri greiddur. „Við komum til einhvers staðar — ég hafði ekki hugmynd um hvar ég væri,” sagði Messing síðar. „Ég var leiddur inn i herbergi. Maður með yfirskegg kom inn." Og hinn sálræni Messing stóðaugliti til auglitis viðStalin! Og Stalín vildi fá að vita, hvað væri að gerast í Póllandi, hverjar væru ráðagerðir pólskra leiðtoga. Stalín var ekki að biðja um neinn sálrænan lestur. Hann var að heimta upplýsingar um suma vini Messings i Póllandi. Hann myndi síðar prófa sálræna hæfileika Messings. Wolf Messing var enginn venjulegur huglesari, heldur maður sem frægur var orðinn fyrir sálrænar gáfur. Hann hafði ferðast víða um heim og ekki ómerkari menn en Einstein, Freud og Gandhi höfðu prófað hæfileika hans. Hann hafði því oft umgengist hátt setta menn. Meðal vina hans var til dæmis Pilsjudski marskálkur og ýmsir úr pólsku rikisstjórn- inni. Messing hafði flúið nýlega undan innrásarliði nasista í Pólland, eftir að Hitler hafði lagt 200.000 mörk til höfuðs honum. Þessi fundur þeirra Stalíns hafði ýmsa aðra í för með sér sem leiddu til hinna furðulegustu prófrauna. sem Messing stóðst allar með ágætum. Stalin vissi að talið var að Messing gæti skotið hugmyndum sinum I koll annarra og náð með því valdi á hugsunum þeirra eða að minnsta kosti ruglað þá i ríminu. Og nú lagði hann fyrir Messing hina hræðilegu raun, að hann skyldi ræna banka og ná 100.000 rúblum úr Gosbank- anum I Moskvu þar sem hann var óþekktur. Messing sagði svo frá þessu: „Ég gekk til gjaldkerans og fékk honum óskrifaða pappírsörk, sem hafði verið rifin úr stílabók.” Svo opnaði hann tösku sína og lagði hana á borðið. Því næst skipaði hann gjaldkeranum í huganum að afhenda þessa gífurlega fjárupphæð. UNDARLEG ATVIK LIV ÆVAR R. KVARAN Hinn roskni gjaldkeri leit á blaðið. Hann opnaði peningaskápinn og tók úr honum 100.000 rúblur. Messing sópaði bankaseðlunum niður I töskuna og hélt leiðar sinnar. Hann hitti hin tvö opinberu vitni, sem Stalín hafði skipað að fylgjast með tilrauninni. Þegar þessir menn höfðu vottað, að tilraunin hefði tekist eins og til var ætlast, sneri Messing aftur til gjaldkerans. Þegar hann tók að afhenda honum seðlabúntin aftur, horfði gjald- kerinn á hann og leit aftur á óskrifað blaðið á borðinu fyrir framan sig. En þetta varð honum um megn. Hann hné niður. Hafði fengið hjartaslag. „Sem betur fór reið það honum ekki að fullu,” sagði Messing. Næst stakk Stalín upp á ennþá hættulegri tilraun. Nú var Messing færður i opinbera ríkisstjórnarskrif- stofu — sem sennilega hefur verið innan múra Kremlar. Þrjár varðsveitir voru til þess settar að ábyrgjast að Messing færi ekki út úr þessu herbergi eða byggingunni. Hann fékk ekkert útgönguvottorð. „Mér tókst þetta nú samt án nokkurra erfiðleika,” sagði Messing síðar, „en þegar ég var kominn út á strætið, þá gat ég ekki stillt mig um að líta við og veifa til embættismannsins, sem horfði á mig úr glugga herbergisins sem ég var nýkominn úr.” Ég geri ráð fyrir, að þó menn hafi grunað Stalín um sitt af hverju, þá hafi enginn ætlað honum að fást við sálarrannsóknir. Enda var þessum frásögnum smyglað með mikilli leynd úr Rússlandi. En siðar gáfu Sovétmenn frásögnina sjálfir út á prenti sem hluta af ævisögu Messings, sem birtist I hinu mikilvæga sovéska tímariti Vísindi og trúarbrögö. En ævisaga Messings sjálfs ber nafnið Um sjáifan mig. Sú sannreynd að þessi frásögn skuli hafa komist I gegn bæði hjá pólitisku ritskoðuninni og guðleysisstefnu timaritsins, var I sjálfu sér góð sönnun fyrir áreiðan- leik hennar. Sú raun sem Stalín lagði nú fyrir Messing var að hann skyldi komast inn i sumarbústað Stalins I Kuntsevo. Þetta átti hann að gera án nokkurs leyfis og án nokkurra leyfisvottorða. Þetta var álika og krefjast þess að einhverjum væri hleypt inn í gullforðabúr Bandaríkjanna I Fort Knox án leyfis. Þvi eins og nærri má geta — var einvaldsins mjög vel gætt og verðir á hverju strái allt I kringum bústað hins volduga manns. Auk þess var sérstök lifvarðasveit úrvalshermanna stöðugt í nálægðStalins. Nokkrum dögum síðar var Stalín við starf sitt við stórt borð sem hlaðið var ýmiss konar skjölum og gögnum. Þá kom allt í einu grannholda, dökkhærður maður inn i bústaðinn án þess að vekja nokkra sér- staka eftirtekt. Lífverðir Stalíns heilsuðu þessum manni að hermannasið. Þjónustufólkið vék undan. Maðurinn gekk eftir gangi fram hjá allmörgum herbergjum. Hann nam staðar i dyrum herbergisins þar sem Stalín var að vinna. Stalín leit upp sem steini lostinn. Wolf Messing stóð fyrir framan hann! Hvernig fór hann að þessu? „Ég sefjaði verðina og þjónustufólkið þessari hugsun: Ég er Beria. Ég er Beria,” sagði Messing. Lavrenti Beria, hinn illræmdi yfirmaður sovésku leynilögreglunnar, var sífellt að koma I heimsókn I bústað Stalíns. En nú var hinn hrokkinhærði Messing gjörólíkur Beria. Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að hafa aðaleinkenni þessa alræmda manns, nefgleraugun. Fréttirnar um tilraun Stalíns á Messing spurðust um alla æðstu staði í Sovétríkjunum. Óttuðust sumir að Messing væri „hættulegur maður”. En bersýnilega var það ekki skoðun Stalíns. Afleiðingar þessarar frægu tilraunar urðu þær, að Messing fékk leyfi æðstu yfirvalda til þess að ferðast með sýningar sinar um öll Sovétríkin, hvertsem hann vildi. Það var sannarlega margt furðulegt sem gerðist í lífi þessa undarlega manns. Þegar hann flúði undan nasistum í nóvember 1939, fór hann inn i Rússland falinn í heyhlassi á vagni. Framtíðin virtist ekki sérlega björt. Hann var pólskur innflytjandi, gyðingur og þar að auki sálrænn maður. En aðeins þrem árum síðar, þegar hann var einungis óbreyttur sovéskur borgari, þá gat hann persónulega keypt og fært sovéska flughernum að gjöf tvær orrustuflugvélar. Liðsforingjunum þótti sómi að því að láta taka ljósmyndir af sér með Wolf Messing við athöfnina, þegar flugherinn tók við flugvélunum. En á hliðar beggja flugvélanna var letrað stóru letri nafnið W. G. Messing. Slíkt þætti meiriháttar upphefð á svo skömmum tíma á Vesturlöndum. 1 Sovétríkjunum má likja sliku viðkraftaverk. Ef Wolf Messing hefði ekki verið gæddur alveg einstæðum hæfileikum, þá hefði hann ekki tekið Rússland með sliku áhlaupi. Þann 1. september ráðust herir Hitlers inn I Pólland. Það var með öllu útilokað fyrir Messing að dveljast lengur í Póllandi. Árið 1937 hafði hann i leikhúsi í Varsjá í viðurvist þúsunda manna lýst yfir þessum spádómi: „Hitler mun deyja, ef hann ræðst gegn Austur-Evrópu.” „Leiðtogi nasismans var viðkvæmur fyrir þessum spádómi, eins og hvers konar dulrænum fyrirbærum yfirleitt,” sagði Messing. Nasistar höfðu þegar drepið hinn sálræna Eric Hanussen fyrir að vita of mikið um ráðagerðir þeirra. Þegar spádómur Messings náði eyrum Hitlers lagði hann 200.000 mörk til höfuðs honum. Innrásardaginn faldi Messing sig í kjötgeymslu I Varsjá. En eitt kvöldið, þegar hann hætti sér út á götuna, var hann þó gripinn. Nasistaliðsforinginn virti andlit hans fyrir sér. Síðan leit hann I vasabók SOVikan 45-tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.