Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 10
birgðir af yngra árgangi niunu liklega lækka einkunnina. Ætti aö fá aö sofa lengur Franska rauðvínið i öðru sæti er líka Bordeauxvín frá Haut-Medoc, úr hreppnum Margaux, sem er sunnar við ána Garonne en hreppurinn Saint- Julien. Það er vínið Chateau Paveil de Luze 1976. Þessi árgangur hefur leyst af hólmi árganginn 1974, sem prófaður var I vetur sem leið. Búast hefði mátt við nokkurri framför milli áranna, því að 1974 var lólegl miðlungsár, en 1976 með bestu árum á Bordeaux-svæðinu. Það kom hins vegar í Ijós í prófun Vikunnar, að nýi árgangurinn var engu betri og fékk aðeins einkunnina 7. Þetta vín er líka ekki enn orðið nema þriggja ára. Og samkvæmt ættgöfgi ætti það að fá að liggja og sofa nokkur ár til viðbótar. Ilmurinn var góður, en bragðið var of þunnt. Það var að vísu furðanlega milt, miðað við ungan aldur, en vantaði þann klassa. sem búast má við af chateau- vinuni frá Haut Mcdoc. C'hateau Paveil de Luze skortir nánast kjölfestu. Eigi að siður eru sæmileg kaup I þessu vini. þvi að það cr gott og kostar þó ekki nema 3.100 krónur. Nokkurn veginn jafngóð frönsk rauðvín fást þó á lægra verði í Ríkinu. Alveg nýtt og allt of hrátt Annað af þremur frönskum rauð- vinum, er besta útkomu hlutu i vetur sem leið. má muna fifil sinn fegri. Árgangurinn 1978 hefur tekið við af 1976 hjá Chateauneuf-du-Pape, Les C'édrcs, vinbúi á nágrenni Avignon í Suður-Frakklandi. Árgangurinn 1976 var I rauninni of ungur til drykkjar síðasta vetur. Og á þessum vetri hlýtur árgangurinn 1978 að teljast hreinlega hrár. Kaupmenn eiga ekki að bjóða upp á aðeins árs- gamlan Chateauneuf-du-Pape. Ekki Jón Kjartansson heldur. Vinið fær þó einkunnina 6,5. Það er öflugt vin, sem verður drykkjarhæft og siðan gott, ef flaskan er látin standa opin í nokkra klukkutima. Að vísu er það gróft, næstum hart, en um leið persónu- legt. Það gæti verið gott til geymslu í kjallaranum. Verðiðer 3.050 krónur. Meinlaus blanda stóð sig vel Vegna árgangaskiptanna féll ofangreint vín niður í fjórða sæti, en upp I þriðja komst meinleysisieg _______ frá Búrgund, Geisweiler Grand Vin. sem ekki má rugla saman við hið dýrara og lakara Geisweiler Reserve. Vinblanda þessi án árgangs reyndist hafa dálitla blómaangan, svo og milt og höfugt bragð, sem bar ekki hinn minnsta keim aukaefna. Þetta þægilega vin bar óljós einkenni Búrgundar. var ekki persónulegt, en minnti á góð „vin hússins” á erlendum veitingastofum. Verðið er tiltölulega hagstætt, 2.500 krónur. Einkunnin er 7. Sjálfur er ég ekki mjög spenntur fyrir hlutlausum vínum af þessu tagi. Ég viðurkenni þó, að þau henta vel með mat, ekki síst ef svo mikið er lagt í matinn. að vinið má ekki skyggja á hann. Og raunar ætti þetta vín fáa að styggja. Öflugt og jarðbundiö í fimmta sæti, efst þeirra vína, sem fengu 6 i einkunn, varð Saint-Emilion 1977, frá samnefndu héraði á norður- bökkum árinnar Dordogne á Bordeaux- svæðinu. Verðið á flöskunni er sóma- samlegt, 2.300 krónur. Árgangurinn 1977 leysti af hólmi árgang 1976 í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Það ætti að vera breyting til hins verra, því að 1976 var mjög góður árgangur í Bordeaux, en 1977 hins vegar í tæpu meðallagi. Saint-Emilion hafði samt ekki tapað neinu milli ára. Það var öflugt vín og jarðbundið, ekki eins sætt og árið á undan og þvi hentugra matarvín. En það var líka hversdagslegt og þoldi ekki aðstanda lengi í glasi. Næst I röðinni, einnig með 6 í einkunn, varð Paralelle „45", árgangur 1978 frá hliðum árinnar Rhone. Það er að vísu nokkuð ungt, en er samt i góðu meðallagi, þægilegt að ilmi og bragði og kostar ekki nema 2.000 krónur. Sjöunda vínið var svo Geisweiler Reserve. árgangur 1977, sem nýlega hefur tekið við af árgangi 1971. Nýi árgangurinn er að meðaltali nokkuð góður hjá Búrgundarvinum, enda er þetta vín sæmilegt. en hversdagslegt. Einkunnin er 6 og vcrðið allt of hátt. 2.900 krónur. Mercurey, án árgangs, frá Búrgund, kom næst hinna frönsku rauðvína og fékk 6 i einkunn. Um þetta vín er nánast ekkert að segja, svo hlutlaust var það. 2.650 krónur er fullhátt verð. Gróft en gott á vægu verði í niunda sæti, einnig með 6 í einkunn. varð dálitið sérkennilegt vin, Chateau de Saint-Laurent 1976 frá héraðinu Corbieres í Suður-Frakklandi. Siðasta vetur var árgangurinn 1975 hér til sölu. raunar heldur betri en þessi. Vín þetta hafði örlitla ilman og gróft en gott bragð. Ef til vill er það ekki við allra hæfi. Það er þó heiðarlegt og persónulegt franskt búgarðsvin á einkar hagstæðu verði, 1.800 krónur flaskan. Ég gæti látið mér detta í hug að kaupa þetta vín í kjallarann og bjóða svo upp á það að ári liðnu í von um, að það batni á meðan. Og fjárfestingin er ekki óskapleg. aðeins 21.600 krónur kassinn. Mikið hrun hefur orðið á Hospices de Beaune, siðan Cuvée Clos des Avaux, Beaune 1975, tók viðafCuvée Billardet, Pommard 1969. Nýja afbrigðið af Hospices de Beaune er hreinlega ekki í jafnvægi, þótt einkunnin sé náðarsamlegast 6. llmurinn ber þess merki, að vínið hefur ekki náð að eldasl og blandast. Ekki er vist. að það gerist nokkru sinni, þvi að árgangurinn 1975 var einkar lélegur i Búrgund. Vinið var hrátt og skarpt, en fékk einkunnina sem áhuga- vert vin. Verðið er uppi í skýjunum. 6.250 krónur flaskan! Rauður vökvi í glasi. Það skal tekið fram, að hvorki í þessu tilviki né öðrum var einkunn gefin eftir flöskumiðum. í öllum tilvikum var um „blinda prófun” að ræða. Ég fékk ekki að vita, hver vínin voru, og varð ein- göngu að dæma nafnlausan rauðan vökva í glasi. Ég gat ekki byggt á því, sem ég vissi um virðingarstiga rauðvína. Á eftir þessum tíu rauðvinum sem hér hafa verið rakin, komu fimm, sem slefuðu í meðaltalseinkunnina 5 og leljast vera þolanleg. Það voru Le Vallon Hanappier á 1.800 krónur frá Bordeaux, Cotes du Rhone Mommesin á 2.100 krónur frá Beaujolais, Chateau des Jacques 1977 á 2.800 krónur frá Molin-a-Vent og loks ættlausa vinið Tervigny á 2.800 krónur. Tvö hin síðastnefndu eru allt of dýr. Ekki er ástæða til að mæla með þessum vínum, en þau má nota í neyð. Rétt er að benda á, að Chateau des Jacques hefur heldur betur halaðsig upp síðan síðast, þegar innihald flösku af ár- ganginum 1975 reyndist hafa ýldufýlu og vera ódrykkjarhæft. Niu frönsk rauðvín féllu i annað sinn í gæðaprófun Vikunnar. Nöfn þeirra verða ekki rakin að þessu sinni, enda eru þau sennilega best gleymd. Bestu kaupin í frönskum rauövínum Ef einkunnir ofangreindra vína eru bornar saman við verð, ættu bestu kaupin að vera í Chateau Talbot 1976 á 4.700 krónur, Geisweiler Grand Vin á 2.500 krónur, Saint Emilion 1977 á 2.300 krónur, Paralelle „45” 1978 á 2.000 krónur og Chateau de Saint- Laurent 1978 á 1.800 krónur. Vonandi verða þessi verð enn í gildi. þegar lesendur fá þetta eintak Vikunnar i hendur. Þótt svo verði ekki, má búast við, að verðhlutföll verði hin sömu og áður. Samanburðurinn ætti því að gilda áfram. FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNADAR Rafhitunarkatlar af öllum stærðum mpö og án noysluvatnsspírals. Gott varð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits og raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleiööir með fullkomnasta öryggisutbiinaði . |—»FUNA *^4lOFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SÍMI 4454 Jónas Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.