Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 19
í svona litlum krúsum koma kóka-kóla undir- stöðuefnin til íslands. í þeim er tvenns konar tjara, önnur svört, en hin glær. Úr 50 svona krúsum fást 7100 lítrar af sírópi sem úr má gera 11.000 kassa af kóka-kóla. á að þeir sendu sérstakar kóka-kóla sveitir á vígstöðvarnar til að stappa stálinu í langþreytta ameriska hermenn þar um slóðir. Sveitir þessar voru búnar einkennis- búningum eins og hverjir aðrir hermenn, nema hvað í barminum voru þeir með kóka-kóla merkið og voru kallaðir Coca- cola colonels. Sveitir þessar fóru vítt og breitt um vígstöðvarnar, tóku viðtöl við hermenn og fjölskyldur þeirra, sem þar voru staddar, og höfðu forréttindi á við blaðamenn. Markmið þeirra var að reyna að bjarga „móralnum” á staðnum en hann var í lágmarki urn þessar mundir, menn þreyttir og vonsviknir. En þegar kóka-kóla merkið var komið á staðinn var eins og mönnum ykist kraftur, þeir fundu að þeir voru að komast heim eða alla vega nær því en áður. Svona mikið sameiningartákn var kókið Bandaríkjamönnum. Roosevelt forseti hlaut ákúrur fyrir að leyfa þetta en hann svaraði því til að ef eínhver gæti bent honum á nafn eða hugtak sem væri þekktara meðal Bandaríkjamanna, þá skyldi hann viðurkenna mistök sín. En til þess kom ekki þar sem enginn gat bent á annað þekktara nafn. Seinna var þetta mál kannað betur og kom þá í ljós að 90% af því fólki, sem kóka-kóla ofurstarnir höfðu rætt við, taldi að návist þeirra, það að sjá þá á þessum erfiðu tímum og umgangast, hefði haft bætandi áhrif á sálarlif sitt og því hafi þótt það vera nær heimaslóðum en ella. Þetta segir sína sögu um kóka-kóla. — En hvað er drukkið mikið af þessum undradrykk hérlendis? — Við erum ekki vanir að gefa upp framleiðslutölur, en fyrir stuttu var hér staddur Spánverji nokkur sem reiknaði út að hvert mannsbarn drykki eina flösku af kóka-kóla á dag. Sjálfur drekk ég 3-4 flöskur daglega en stundum enga. Svo eru aðrir sem drekka 10-12 flöskur. Nú er kókið búið úr flöskunum, bæði hjá Pétri og VIKUNNI, þannig að ekki er lengur til setunnar boðið. En við stóðumst ekki mátið að spyrja íslenska kóka-kóla forstjórann hvað hann gerði í frístundum sinum. — Ég flýg vítt og breitt um heiminn, skoða mig um og reyna að njóta þeirra lysti- semda sem veröldin hefur upp á að bjóða. Til þeirra hluta er New York best, þar finnur maður allt það besta sem er að gerast í heiminum, á hvaða sviði sem er. Við þökkum fyrir okkur, öslum í rigningunni út í sjoppu og seljum glerin ... EJ 45. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.