Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 26
þeim svo mörgum,” sagöi Jacovich án nokkurs kvikindisháttar. „Reyndar hef ég gert það, Don. Þó nokkrum.” Þjónn hellti aftur í glösin þeirra og tók disk Kimberly. „Hvar fannstu hann? Hvaö-hann-nú- heitir, Adams? Ég hélt aö hann væri á samningi hjá okkur, þangað til í dag þegar ég kallaði hann niður til þess að reka hann. Það er satt, reka hann. Mér líkar það alls ekki þegar ég er kallaöur skithræddur aulabárður. Reyndar hata ég það. Svo þetta var af persónulegum ástæðum. Og að auki held ég að það sé ekki gott fyrir fyrirtækið að halda starfs- fólk sem finnst það geta móðgað yfir- menn sina á þennan hátt. Það orsakar slæman aga og lélega vim.„, Kimberly talaði lágt og vandaði svarið. „Nú, það var enginn við af myndatökumönnunum þegar ég fékk þessa þætti. Svo ég varð að leita mér að starfsliði. Richard hef ég þekkt frá því ég var í auglýsingunum. Hann er eins góður og hver annar. Hann hefur unnið næstum öll verðlaun —” „Ég trúi þessu með verðlaunin,” sagði Jacovich kuldalega. „Verðlaun fyrir skapstyggð, verðlaun fyrir kjafthátt, ormadolluverðlaunin. Bill Gibson, upp- lýsingastjórinn hjá Ventana, sagði mér að Adams hefði verið með fullyrðingar og brandara gegn kjarnorku allan tím- anii sem þið voruð að taka myndirnar í orkuverinu. Það eru slæmir mannasiðir, Kimberly. Er þetta satt?” „Já, því miður er það satt.” Jacovich andvarpaði. Hann leit núna á hana án biturleika og rödd hans mýkt- ist. „Ég vil helst ekki þurfa að endurtaka hlutina, góða min, en þegar þú komst fyrst til þess að vinna hjá okkur þá sagði ég þér hvernig fréttaþulur ætti að vera, ekki satt? Ef ekki, þá geri ég það núna.” KJARN- UEIÐSI.A 711. KÍNA „Ég man það vel.” „Gott,” sagði Jacovich. „Ég ætla samt að endurtaka það. Fréttaþulur verður að læra að halda skoðun sinni fyrir utan efnið. Ég vona að þessir þættir, sem þið hafið verið að gera, séu ekki byggðir á því sem þú hefur séð, ef þú skilur hvað ég á við. Myndatöku- maður getur gert mikið til þess að túlkun verði öðruvísi. Ekki bara hvemig hann tekur myndirnar, heldur lika hvernig hann lýsir þær og hvaða hreyfingu hann lætur hlutina vera á. Og það sem við vilj- um eru staðreyndir, ekki deiluatriði. Ekki það að við séum að reyna að komast hjá deilum, en fyrsti ábyrgðar- hluti okkar er ...” „Hvað ætlar þú að gera við þessa filmu?” spurði Kimberly. Jacovich notaði sér spurningu hennar til þess að setja mat á gaffalinn og skófla honum reiðilega upp í sig. Kimberly fannst hann lita út eins og kjaftstór fiskur sem væri að vinna sig i gegnum síldartorfu. „Það er undir lögfræðingunum komið núna. Þeir svitna yfir því. Svo þú skalt ekki hafa áhyggjur af útkomunni, við skulum vernda þig ef þess þarf með.” Þjónustustúlka truflaði þau. „Kaffi, frú?” spurði hún. Kimberly kinkaði kolli. „Já, þakka þér fyrir.” Jacovich hélt áfram, rödd hans var orðin auðheyrilega föðurleg. „Haltu bara áfram að vinna vel. Þú veist að þú vinnur vel. Ári vel. Rannsóknir sýna að áhorfendafjöldi okkar hefur aukist — aðeins vegna þín. Þetta er satt, ég er ekki að gabba þig.” Kimberly brosti þakklát. „Það er gott, en ég vildi vinna að einhverju meira fréttaefni. Ég vil starfa sem sannur fréttamaður en ekki bara — þú veist — við loftbólur.” „Kallar þú orkuþættina þina loft- bólur?” „Nei, auðvitað ekki. En þú veist hvað ég á við, Don. Ég er að tala um reglu- legar stórfréttir, ekki dagskrárliði. Orku- þættirnir eru þjónustuþáttur, ekki frétta- þáttur. Ég ætla að verða stór stúlka og ég vildi komast í A-liðið.” „Ég get skilið það,” sagði Jacovich. Hann kinkaði kolli og þreifaði ofan í brjóstvasa sinn eftir því sem Kimberly þekkti sem morðdýran vindil. Hann hélt áfram milli þess sem hann dró að sér reykinn. „Þú skilur hvernig það virkar. Mér finnst persónulega að þú sért betri i þessu sem vægara er. Ég er ekki að móðga neinn. En við skulum horfast í augu viö raunveruleikann. Þú ert falleg, Kimberly, kremið á kökunni okkar. Okkur líkar það kannski ekki, en við erum neydd til þess að bera slíka samsetningu fyrir almenning.” „Ertu viss? Hefur nokkur nokkum tima farið og spurt almenning?” „Þaö höfum við svo sannarlega gert. Tölurnar ljúga ekki. Og fólk heimtar brjóst og læri. Þú segir að þú sért að verða stór stúlka. Allt í lagi, við skulum lita á staðreyndir. Þú varst ekki ráðin til FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 26 VEian 4S- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.