Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 51
sem hann hafði í fórum sínum með Ijósmyndum af
eftirlýstu fólki. Hann greip í hár Messings og urraði:
„Hver ert þú?”
„Ég er listamaður...”
„Þú ert Wolf Messing! Það ert þú sem hefur spáð
dauða leiðtoga okkar!” Hann tók eitt skref aftur á bak
meðan hann hélt ennþá í hár Messings og gaf honum
rokna kjaftshögg.
„Þetta högg var afgreitt af meistara í pyntingum,”
sagði Messing síðar. „Ég missti mikið blóð og sex
tennur.
Á lögreglustöðinni varð mér ljóst að annaðhvort
yrði ég að komast úr Póllandi eða deyja,” sagði hann.
Hann beitti nú öllum hinum magnþrungna krafti
hugsunar sinnar. Með hugarorku einni saman neyddi
hann alla lögreglumennina á stöðinni til þess að
safnast saman á sömu stundu í einu herbergi. Og allir,
að lögreglustjóranum og vörðunum við útganginn
meðtöldum, fóru nú að finna til furðulegrar tilhneig-
ingar til þess að fara í þetta tilskilda herbergi á
stöðinni. Og Messing hélt áfram frásögn sinni: „Þegar
allir lögreglumennirnir höfðu með þessum hætti látið
undan hugsanakvöð minni og safnast saman í þessu
sérstaka herbergi, þá lá ég algjörlega hreyfingarlaus,
eins og dauður. Svo rauk ég skyndilega á fætur og
fram á ganginn. Og á sama andartaki spennti ég slag-
brandinn fyrir dyrnar á herberginu. Og nú varð ég að
hafa hraðan á."
Til allrar hamingju komst Messing til rússnesku
landamæranna þetta sama kvöld. En föður hans,
bræðrum og gjörvallri fjölskyldu hans var útrýmt í
gyðingahverfi Varsjárborgar. 1 Brest Litosk i
Rússlandi voru þúsundir annarra á flótta undan
nasistum. En Sovétríkjunum var Messing
ókunnugur með öllu. Hann talaði ekki einu sinni
tungumálið.
Þegar hann leitaði atvinnu í menningaráðuneytinu
sögðu embættismennirnir við hann: „Við viljum ekki
spámenn og spilagosa í þessu landi. Og hvað viðkemur
hugsanalestri, þá er hann ekki til!”
Messing tók þá ákvörðun að breyta yrði afstöðu
þessara manna. Kannski nægði að sýna þeim hæfi-
leikana sem hann bjó yfir. Ekki er kunnugt um hvað
hann sýndi þeim, en svo mikið er víst, að ráðuneytis-
stjórinn réð hann þegar í stað og hin makalausa saga
hans i Sovétríkjunum hófst.
Á leikhússýningum fór Messing sjaldan inn á
persónulega hluti eða stjórnmál. Áhorfendur vqru
bara beðnir um að hugsa sér eitthvert verk sem hann
ætti að gera og sýna. lnnsiglaðar fyrirskipanir voru
afhentar kviðdómi, sem einnig var valinn úr hópi
áhorfenda.
„Hugsið bara um hvað þið viljið að ég geri,” sagði
Messing við sjálfboðaliða á einni sýningu sem var sér-
staklega haldin fyrir læknisfróða áheyrendur. Án þess
að snerta lækni einn sem var að einbeita huganum,
tók Messing að ganga hægt upp og niður gangana
milli sætanna til þess að reyna að átta sig, eins og
mannlegt radarkerfi. Hann nam staðar við röð merkta
P og tók svo að einbeita sér að sérstökum manni í sæti
númer 4. Messing gekk að honum, fór i vasa
mannsins og tók þaðan skæri og svamp. Hann lyfti
þessum hlutum upp, svo áhorfendur gætu séð þá. „Ég
held ég klippi ekki svampinn,” sagði hann. Hann tók
upp krítarmola og teiknaði lauslega útlinur dýrs á
svampinn. „Þetta er hundur!" sagði hann.
Nú rannsakaði kviðdómurinn hin innsigluðu
fyrirmæli. Læknirinn hafði óskað eftir þvi að Messing
fyndi vin sinn og klippti hund úr svampinum i vasa
hans. Messing náði þessari hugsun, en ákvað að hlífa
manninum við þvi aðeyðileggja svampinn.
„Hugsanir fólks birtast mér eins og myndir,” sagði
Messing. „Ég sé venjulega á myndrænan hátt sér-
staka athöfn eða ákveðinn stað." Hann lagði sífellt
áherslu á að það væri ekkert yfirnáttúrlegt eða dular-
‘feillt við þann hæfileika að lesa hugsanir. Hugsana-
(fíétningur eða fjarhrif er einungis aðferð til þess að
beita náttúrlegum lögmálum. „Éyrst'set ég sjálfan
mig í mjög afslappað ástand og við þaö finn ég til
mjög aukinnar tilfinningar og styrks. Úr þvi er
auðvelt að lesa hugsanir. Ég get með þessum hætti
náð næstum því hvaða hugsun sem er. Ef ég snerti
sendanda hugsunarinnar, þá hjálpar það mér i þvi að
greina hugsanir hans frá hinum almenna hávaða. En
snertinger mér þóekki nauðsynleg.
Þegar bundið er fyrir augu mín er hugsanalesturinn
ennþá auðveldari fyrir mig, því sjái ég ekki sendara
hugsunarinnar er ég enn færari um að beita huganum
fullkomlega að því að lesa hugsanir hans.”
Þótt ég gæti sagt ykkur miklu fleira um þennan
undarlega mann, Wolf Messing, þá verð ég að láta hér
staðar numið. En eins og þið getið imyndað ykkur
kennir margra grasa í sjálfsævisögu hans. Endir
4S.tbl. VikanSl