Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 23
orkueftirlitið. Og rannsóknir eru þegar byrjaðar.” „Hver sér um rannsóknirnar?” Það var Kimberly sem spurði. „Kjarnorkueftirlitið. Við spurðumst fyrir og við getum fengið fullkomna skýrslu þeirra. Kjarnorkueftirlitið vinnur opinberlega. Þegar við fáum þessa skýrslu þá ákveðum við hvað gera á við þessa filmu.” „Og þá er hún dauð. Ég trúi þessu ekki,” sagði Richard. „Kimberly, ætlar þú bara að sitja þarna? Ég á við að þetta er sígilt. Einn árans armur ríkisvaldsins lítur eftir öðrum armi ríkisvaldsins, þeir fela skítinn hver úr öðrum. Þú heldur þó ekki að kjarnorkueftirlitið eigi eftir að fella þessa pilta, er það? Jú, þeir láta þetta líta vel út að öllum Iíkindum. En strákarnir I kjarnorkueftirlitinu og eigin- hagsmunapiltarnir eru eins og bræður. Það er farið með þá út að borða og flogið með þá til Bermuda. Og svo er allt klappað og klárt. Jesús. Pétur. þú heldur þó ekki að þetta verði gert öðru- vísi, er það?” „Vertu ekki að draga Kimberly inn i þetta,” sagði Jacovich stranglega. „Þetta er ekki hennar mál. Og þetta er heldur ekki þitt mál. Þetta er mál þeirra manna sem stjórna. Þið verðið bæði að skilja að þetta er viðkvæmt mál. Og þó þið getið ekki skilið annað, þá hafið þið nú þegar framið lögbrot og eigið það á hættu að vera stefnt og ég má hundur heita ef þessari stöð verður stefnt. Ekki ef ég get komið I veg fyrir það." „Heyrðu, Jacovich.” Rödd Richards var allt í einu orðin róleg og vingjarnleg. „Segðu mér nú eins og er. Hvaðan kem- ur þrýstingurinn? Hver er það sem ýtir á?” „Það er enginn þrýstingur og það er enginn sem ýtir neinu. Ég geri það sem hver viti borinn maður myndi gera i minni aðstöðu, með þær staðreyndir, sem ég hef fyrir framan mig.” „Reyndu ekki að gabba gamla kempu, Don,” hélt Richard áfram. „Ég er búinn að ganga í gegnum svona lagað áður, of oft. Það er alltaf einhvers staðar þrýst á. Ég er bara að spyrja hver það er, fleira er þaðekki.” „Það er enginn þrýstingur,” endurtók Jacovich þreytulega, „nema ef ég tel þrýstinginn frá þér. Og ég tel þig hæfileikamann en líka æsingamann. Reyndar te) ég þig vera móðursjúkan." „Nú, jæja, það er alltaf gott að leggja spilin á borðið, Donny-boy,” sagði Richard, „og ég tel þig vera skíthræddan aulabárð!” „Richárd!” hrópaði Kimberly. En hann var þegar kominn út. Hún leit á Jacovich sem starði tómlega fram fyrir sig, eins og maður sem naumlega hefur sloppið frá því að verða fyrir handsprengju. Hún gat vorkennt honum, það var vist, en hins vegar langaði hana líka til þess að bæta við: Sömuleiðis! Hún yppti bara öxlum og gekk niður ganginn þar til hún fann Richard, þar sem hann rétti sig upp frá því að fá sér að drekka úr gosbrunni. „Maður lifandi,” sagði hún og reyndi að brosa þó hún væri enn í uppnámi, „þú kannt ekki mikla mannasiði, góði.” „Enga mannasiði!” Hann hló en varð svo alvarlegur aftur. „Þeir veiddu þig, er það ekki, Kimberly? Nú, ég er ekki hissa. Ég hef séð þetta gerast áður. Fólk sem hefur barist með mér, ég meina raunverulega barist, og ég hef séð hvernig það hefur verið veitt með sams konar glysmælgi um ábyrgðarhluta. Við viljum öll vera fullorðin. Og þannig veiða þeir mann. Þeir láta manni líða eins og maður sé krakki, vegna þess eins að maður er öskureiður, eins og það sé eitthvað rangt við að fullorðinn maður hrópi á óréttlætið. Það er ekki barnalegt, skal ég segja þér, það er það rétta. Það sýnir andlega heilbrigði. Það er óheilbrigt að hrópa ekki hástöfum. En þannig vinna þeir. Og þeir hafa heila- þvegið þig.” „Hamingjan sanna,” muldraði Kimberly. „Ég er orðin svo leið á þessum vana þínum. Þessir byltingar- 4. HLUTI kempustælar. Ef þið aðeins skilduð aðferðir óvinarins, börnin góð, þá sæjuð þið hvernig skepnur raunverulega eru. „Þetta er sama rullan sem þú hefur verið að fara með árum saman, Richard. Hlustaðu nú, ég skammast min ekki fyrir að vera i góðu starfi, að vinna mér inn nóga peninga. Ég vonast ekki aðeins til þess að halda starfi mínu, heldur til þess að komast i annað og betra starf og vinna mér inn ennþá meiri peninga. Svo ef það er það sem þú átt við með að láta heila þvo sig, þd hefur þú rétt fyrir þér. Ég er heilaþvegin. Og enn annað, núna þegar ég hugsa um það, þú ert sá sem hringdir i mig og sagðist vera orðinn svolítið þreyttur á þessu lausastarfi og hvort þú mættir koma inn úr kuldan- um svolitla stund og ég gæti þá hent til þín beini. Er það ekki satt?” Richard neitaði að svara. Hann hristi bara höfuðið í örvæntingu og hélt inn ganginn. Hún hljóp nokkur skef á eftir honum. „Heyrðu, við eigum enn eftir að vinna töluvert að þættinum minum. Það fyrsta á aðsýna eftir nokkra daga, og —” Richard hélt áfram. Hann lét sem hann heyrði ekki i henni. Kimberly sneri sér hnuggin við, nógu tímanlega til þess að sjá Mac og Don Jacovich yfirgefa fundarherbergið. Hún hljóp nokkur skref og náði Mac i því sem Jacovich gekk fyrir horn. „Ég þyrfti að tala við Jacovich,” sagði hún um leið og Mac tók í handlegg hennar. „Ah, það er best að biða með það, Kimberly,” sagði Mac. „Hann er i uppnámi núna. Geymdu það þangað til í kvöld, þangað til allir hafa róað sig svolítið. Meðal annarra orða, þeir hringdu upp. Það er beðið eftir þér í litla upptökubilnum. Þú átt beina út- sendingu í dag, er það ekki?" „Jú,” sagði Kimberly. Hún reyndi að láta eins og ekkert hefði í skorist og tókst það með naumindum. „Ég á að fara í dýragarðinn i dag, Mac. Það er afmælis- veisla ljónsins.” Hún sneri sér við, fór niður og að litla upptökubilnum. Hún velti því fyrir sér hvort æsingurinn i Richard ætti eftir að hafa áhrif á hana, hvort hún myndi nokkurn tíma fá tækifæri til þess að vinna að alvarlegu efni aftur. Annars staðar í byggingunni, í 45. tbl. ViKan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.