Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 25
KJÁRN' UEIÐSI.A Tll. KÍNA „Svo þið lokuðuð fyrir vatnsrennslið og framleidduð gufu í þeirri trú að vatns- borðið væri of hátt. Er það rétt?” „Já, herra, það er rétt,” sagði Godell. Hann var farinn að finna til ónota- kenndar og það angraði hann. Hann hafði búið sig vel í huganum undir ein- mitt þessar sömu spurningar og hafði áætlað viðbrögð sin eins nákvæmlega og honum var unnt. Hvers vegna þá þessa vanlíðan? Hann vissi það ekki. „En staðreyndin var,” sagði Robert- son og rödd hans var nú orðin hvöss, „að vatnsborðið var orðið hættulega lágt. Er þaðsatt?” „Já, herra.” „Ah, ef ég má ...” Kenneth Lever, hinn ungi aðstoðarmaður Robertsons, snerti handlegg yfirmanns sins. Robert- son kinkaði kolli og læver bar fram snurnineuna. ..Hvers veena.” sourði hann hljómlausri röddu, „leit sam- starfsmaður yðar ekki á hina mælana sina?” „Ég —” Godell hikaði og fórnaði síðan höndum. „Ég veit það ekki. En —”' Hann hikaði aftur. „Ég held að Ted Spindler eigi ekki að axla alla ábyrgð á þessu. Þetta var mjög óeðlileg aðstaða og allt gekk mjög hratt fyrir sig. Ég stóð við hlið Spindlers og ekki leit ég heldur á hina mælana. Aðaláhyggjuefni okkar þessa stundina var vatnsborðsmælir- inn.” Það varð þögn í fundarsalnum sem aðeins var rofin af hljóði hraðritunar- vélarinnar. Fljótlega þagnaði hún þó líka. Robertson ræskti sig. „Þetta er nóg í bili, hr. Godell. Við biðjum yður að hafa okkur afsakaða og vildum fá að heyra hvað hr. Spindler hefur að segja.” Godell kinkaði kolli og án þess að líta á yfirmann sinn, Herman De Young, gekk hann út úr fundarsalnum. Spindler sat fyrir utan ásamt einum af yngri tæknifræðingum stjórnsalarins. Þeir litu báðir við þegar Godell birtist. „Hvernig gekk inni?” spurði Spindler. Godell tókst að brosa dauflega. Hann gerði tákn með höndunum sem átti að þýða: Bæði vel og illa. „Allt i lagi, hugsa ég” „Hvað sagðir þú þeim?” Godell yppti öxlum og gretti sig. „Þú þekkir reglurnar, Ted. Þeir báðu okkur um að ræða ekki frekar vitnisburð okk- ar.” Spindler kinkaði kolli og starði á gólfið. Dyr fundarsalarins voru opnaðar og vörður kallaði út: „Ted Spindler? Gerið svo vel að koma inn núna.” Þegar Spindler stóð upp sýndi Godell honum upprétta þumalfingurna og gekk siðan niður ganginn. Þetta kvöld stóð Kimberly á svölum við sundlaug og leit niður á það sem virt- ist vera Los Angeles eins og hún lagði sig. Húsið, sem tilheyrði Don Jacovich, var efst á hinni hæstu hinna mörgu hæða sem vörðuðu Los Angeles dældina og skrautleg og ljósum skrýdd stórborgin lá fyrir framan hana. Hún sá að þetta var takmarkið, þetta var draumurinn. Húsið á hæðinni, valdsmannslegt út- sýnið, sundlaugin og hvítklæddir þjón- arnir sem hreyfðu sig lipurlega og voru hátt launaðir fyrir að sýna hópi af fallegu fólki alúð og kurteisi. Kimberly sjálf var mjög falleg, íklædd mjúku og hvítu, með sítt rautt hárið frjálslega greitt upp á höfuðið og lokkarnir léku um fallegan hvítan hálsinn. Nýja hár- greiðslan var umræðuefni og það bæði gladdi Kimberly og gerði hana tauga- óstyrka. Hún hafði rabbað við nokkra aðila, þrennt hafði bara talað um þetta vana- lega, kvöldið var enn ungt. Hún hafði ekki enn fundið neinn fram úr hófi aðlaðandi, en í svona boðum var fólk sí- fellt að koma og fara og ef hún fylltist ævintýraþrá síðar um kvöldið myndi hún kannski láta einhvern fylgja sér heim. Full sjálfstrausts og vel meðvituð um það að hún var nú komin á það stig að meira gin myndi aðeins gera hana syfjaða, lét hún eftir sér að fara þangað sem girnilegt matarborðið var. Stuttu síðar, þegar hún var búin að koma sér vel fyrir við lítið borð með full- an disk af mat, varð hún vör við að ein- hver nálgaðist hana þrjár gráður á stjórnborða. Hún leit upp og sá Don Jacovich meðdisk í höndunum. „Má ég?” spurði hann. „Ó, hr. Jacovich, auðvitað. Þetta er dásamlegt boð." Hann hnussaöi og sett ist við hlið hennar þannig að hné þeirra snertust. „Hvers vegna heldur þú aftur af þér þegar fyrirtækið ætlast til þess að þú skemmtir þér af ákafa? Segðu mér nú hvað er að? Tekur þú meira af þessum orkuþáttum?" „Nei.” Kimberly ákvað að halda deilum fyrir utan þetta. Þetta var þó boð og það var ekki rétt að koma með vinn- una og spennuna þar inn á félagslifið. „Það er búið að taka allt nema byrjun og endi. En við ljúkum þvi af á næstu dög- um. Ég hugsa að þú eigir eftir að verða ánægður. Richard — ég veit að hann er erfiður — en hann er sá langbesti myndatökumaður sem ég hef unnið með.” „Ég vissi ekki að þú hefðir unnið með gissur GOLLRA55 8/LL KAVANAGL/ e. FRANK FLBTCUBR Hérna er símanúmerið á hótelinu þar sem við verðum. 45. tbl. Vlkan if
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.