Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 7
Eftir margra ára rannsóknir segir Birthe
Kyng að auðveld börn þróist iðulega ekki
eins og þau þyrftu, af því að þau hafi ekki
nægileg samskipti við umhverfi sitt.
Jákvæð samskipti við umhverfið stuðli að
jákvæðri þróun. Þau börn sem ekki
mótmæli fái heldur ekki þá leikmöguleika
sem eru þeim nauðsynlegir til að þroskast.
Það er auðvelt að setja þau fyrir framan
sjónvarpið, láta þau fá blað eða bók, því að
þau sitji áreiðanlega og láti iítið í sér heyra.
Ábyrgð fullorðinna er mikil
gagnvart auðveldum börnum
Eins og fyrr segir gleymast auðveldu
börnin oft. Þau fá að liggja í barna-
vagninum, í barnagrindinni, á gólfinu.
Verða útundan á dagvistunarstofnunum
og í skólum. Þau eru auðveldari fyrir
fullorðna fólkið og það er oft fegið að
einhver börn láti það í friði. En þar sem
auðveld börn eiga erfitt með að krefja
umhverfið um athygli verður umhverfið að
veita þeim athygli. Það myndi allavega
minnka líkurnar á því að þau verði
útundan, ekki bara sem börn heldur líka
sem fullorðin.
Þeir fullorðnu, sem sjá um þessi börn,
hafa mikla ábyrgð, bæði þeir sem vinna
með börnin inni á stofnunum og þeir sem
eru heima fyrir. Það þarf að leika við þessi
börn, tala við þau, taka þau sérstaklega að
sér og reyna að fá þau til að verða
framtakssamari og opnari. Þetta krefst þess
að vel sé búið að börnunum inni á
stofnunum og að foreldrar hafi tíma og
krafta til að sinna þeim. Þetta er hins vegar
erfitt, þar sem lítill pólitískur vilji er fyrir
hendi til að bæta aðstöðu barna. Börnin
hafa lágan forgang þegar um fjárhag er að
ræða.
liggur hins vegar oft í því að þeir sem
umgangast þessi börn og sinna þeim veita
erfiðleikum þeirra ekki athygli. Barninu er
því ekki hjálpað til þess að komast yfir
erfiðleika sina, heldur er því haldið í sama
mynstri, sem getur haldið áfram að
styrkjast.
Það eru oft rólegu, hægu, lokuðu börnin
sem borga það háu verði að ekki er búið
nægilega vel að þeim, t.d. inni á dag-
vistunarstofnunum. Þau eru ekki fær um
að krefjast neins né vekja á sér athygli eða
taka frumkvæði. Þau verða einfaldlega út-
undan.
Árásargjörn, virk börn krefjast yfirleitt
réttar síns, enda þótt kunni að vera illa búið
að þeim, t.d. á dagheimili eða í skóla. Það er
oft athyglin ein sem þessi börn vilja fá
t>egar þau lenda í árekstrum við fullorðna.
Fullorðnir verða oft pirrraðir og reiðir út í
þessi börn, en þau hafa að minnsta kosti
fengið þaðsem þau þurftu.