Vikan


Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 08.11.1979, Blaðsíða 36
Smásaga eftir Eðvarð Ingólfsson BIL KYNSLÓD ANNA SóLIN skein í meðallagi. Hún var óspör á geisla sína þessa yndislegu vor- daga. Heiður himinninn mætti augum þeirra, sem hölluðu höfðinu lítið eitt aftu*r og litu hann augum. Hvergi sást móta fyrir skýjahnoðra ofanjarðar og eitt þúsund og tíu mávar görguðu hver i kapp við annan í fjöruborðinu. Ómur þeirra náði langt upp til fjallanna og blandaðist ofsafenginni náttúrunni í heildarmynd sinni. Sjávarloftið læddist irtn með landinu og fyllti vit þeirra, sem önduðu að sér súrefni. Einhvers staðar mátti heyra lóuna segja bi, bí og tófuna gjamma í ruðunum, á undanhaldi vegna útrýmingarfýsnar mannsins. Hljóð- bylgjur bárust frá þorpinu i vorkyrrðinni og fylgdi þeim mikill alvarleiki hversdags- leikans, sem stakk i stúf við þann hrein- leika, sem landslagið bauð upp á. Einstaka raddir ógnuðu friðriki náttúr- unnar. börn að leik eða fullorðnir að hrópa út í bæ. Húsin i þorpinu höfðu ekki verið byggð eftir reglustiku nútima verkfræðinga. Þau voru á strjáli um breitt og mikið landssvæði og nóg gras lendi var handa þeim, sem einhverjar kindur áttu. Fjárhúskofarnir höfðu einu sinni verið margir, en nú hafði þeim fækkað til muna, því annaðhvort voru menn orðnir of gamlir til að hugsa um skepnurnar eða þá þeir voru dánir. Unga fólkið vildi ekki taka við, það taldi sig ekki gefið fyrir slikar bindingar. Það var ekki að ástæðulausu, sem gömlu mennimir hristu höfuðið þegar minnst var á ungu mennina. j útjaðri þorpsins, nálægt sjónum, sat gamall maður í hlaðvarpanum heima hjá sér. Hann var lotinn i herðum, grannur og beinaber og var gráhærður i vöngum. Gömul derhúfa var á höfði hans og virtist jafngömul gamla manninum. Hann hafði grasstöngul á milli fingra sér og lét hann leika á milli varanna. Hann pírði yfir túnlendið sitt og út á haf. eins langt og augað eygði. Ur augum gamla mannsins skein skarpleiki og bersýnilegt var að fjör hafði eitt sinn lýst upp sjáöldur augnanna. Nú var hann þreyttur maður, gamall maður, sem hafði skilað landi og þjóð mörgum ævidögum sínum. Hvert kvöld, að dagsverki loknu, gekk gamli maðurinn alltaf út í hlaðvarpann og horfði yfir landareign sína og út á hafið. Þá rifjuðust upp fyrir honum liðnir dagar, þegar hann var ungur og stæltur og tókst á við öfl hafsins. Þá minntist hann Jónínu konu sinnar, sem alltaf stóð i vörinni á kvöldin og beið hans með heitt kaffi á brúsa og yljaði honum köldum um hjartaræturnar að loknum erfiðisdegi. Sjaldan brást að Jónina tæki á móti manni sínunt á umtöluðum tíma. Hún var farin að tvi- stíga í flæðarmálinu ef honum seinkaði einhverra hluta vegna. En ávallt skilaði hann sér. Eitt kvöld eftir sólríkan og fengsælan dag, reri gamli maðurinn fleytu sinni heim á leið. Ládeyða var á hafi og þegar hann nálgaðist vörina sá hann að Jónínu vantaði. Stallurinn, sem hún stóð ætíð á svo að hann sæi hana, var auður. Jónína sást hvergi. Fjaran var drungaleg og gamli maðurinn fann skyndilega til ein- hvers tómleika, sem næddi um hjarta hans. Óljós grunur læddist að honum. Hann varð óttasleginn. Fuglinn í fjör- unni hafði óvenju hljótt um sig og varg- fuglinn, sem var sískrækjandi, lét lítið fara fyrir sér og hélt sig á öruggum stað. Öldurnar skullu hljóðlega á landið og gamli maðurinn kreppti hnefana og reri mikið hraðar. Hnúamir hvítnuðu og sjó- gusurnar gengu yfir hann. Andlit hans breytti um svip og varð upphrópandi örvænting. Hrukkurnar urðu dýpri og greinilegri og baugarnir stækkuðu undir augunum. Augun urðu dauf og andlits- drættirnir mæddir. Gamli maðurinn lenti báti sínum heilu og höldnu og í stað þess að hirða um að draga hann lengra upp á land og ganga tryggilega frá honum, eins og hans var vani, tók hann á rás upp fjöru- bakkann og heim í kotið sitt. Hann hljóp við fót og nam ekki staðar fyrr en hann kom á áfangastað. Hann reif upp útidyrnar og tók beint strik inn i hjónaherbergið. „Jónína,” volaði hann i örvæntingar- tón. „Jónína mín, hvarertu?" Ekkert svar. Gamli maðurinn sá hana hvergi i herbergi þeirra hjóna. Hann fór í eldhúsið og fann hana liggjandi þar á gólfinu og við hlið hennar lá opinn kaffi- pakki. Innihald hans var dreift um gólfið. Jónina hafði verið að hella upp á könnuna fyrir mann sinn, en fengið skyndilega verk fyrir hjartað og hnigið niður. Gamli maðurinn tók af sér sjóerma- hlífamar og beygði sig niður og tók undir höfuð konu sinnar og reisti það upp. „Jónína min,” kjökraði hann og tár komu fram i augnkrókana. „Jónina mín, hvað hefur gerst?” Svitinn bogaði af gamla manninum. Hann fékk ekkert svar. Jónína var með lokuð augun og var hætt að draga andann. Hún var dáin. Gamli maðurinn kjökraði enn hærra og strauk tárin stöðugt í burtu með lausu hendinni. Líkami hans titraði allur og skalf og hann tók að hágráta. Augun urðu rauðleit og á milli andardrátt- anna varð gráturinn slitróttur. Hluti af gamla manninum dó á sömu stundu, hann hafði misst það sem hann elskaði mest. Áður hafði hann verið búinn að missa tvo syni sina unga og nú var það bara Helgi, sem hann átti eftir. Vegg- klukkan i eldhúsinu hélt áfram að tifa og stansaði ekki einu sinni við þessa at- burði. Hún hélt áfram að mæla timann þeirra vegna, sem eftir voru. Það voru fimmtán ár siðan Halldór gamli missti Jónínu sína. Á hverju kvöldi minntist hann hennar með hlýju og söknuði. Hann hafði fljótlega eftir lát hennar hætt að stunda sjómennsku og tekið að dunda við smábúskap í ellinni. Hann hafði verið með þetta tíu til tuttugu kindur og naut góðrar aðstoðar Helga sonar síns, sem var giftur og búsettur í þorpinu. Halldór gamli var kominn á níræðis- aldur og hafði ekki verið vel frískur um nokkurt skeið. Hann hafði kennt nokkurra þyngsla fyrir brjósti. Helgi hafði miklar áhyggjur af föður sinum og hafði fyrir löngu reynt að fá hann til að flytja til þeirra hjónanna og hélt að það væri skemmtilegra fyrir gamla manninn að vera hjá nafna sínum, Halldóri litla, sem unni afa sinum mikið. Hann var sjö ára og gamli maðurinn hafði kennt honum bókstafina, áður en hann færi i skólann. En hann var þrjóskur eins og steinn. Hann vildi fá að una sér einn i Háakoti, eins og bærinn hans hét. Þar hafði hann búið frá fæðingu og hann fékkst heldur ekki til að hætta með kindurnar. Þó að hann væri stundum vart fótafær, lét hann það sjaldan eftir sér að liggja heima í bæli og hvílast. Og aldrei vildi hann viðurkenna að nokkuð gengi að honum, þegar Helgi vitjaði hans. Hann þrasaði stundum lengi við gamla manninn til að fá hann til að liggja i bælinu. Stundum tókst það en stundum ekki. En þá skeði það. Hreppsnefndin hafði sent Halldóri gamla bréf og vitnað í ein- hver ný ríkisstjórnarlög, þar sem kveðið var á um að hreppurinn mætti skerða allar eignarlóðir að vild. ef túnlendi væru stór og þau stæðu í vegi fyrir fram- kvæmdum í þágu landsmanna. Hreppur- inn ætlaði í einhverjar stórframkvæmdir og flytja allan landbúnað út fyrir þorpið og láta rifa öll fjárhús, sem væru fyrir á einhvern hátl. 1 staðinn var Halldóri, ásamt fleirum, boðið að flytja kindur sinar i ný fjárhús, sem hreppurinn ætlaði aðbyggja. Halldór gamli varð niðurbrotinn maður við lestur þessa bréfs. Hann hataði allt i einu þessi fifl, sem stjórnuðu byggðarlaginu og ætluðu að ræna hann áhugamáli sinu. Hann var enginn maður til þess að ganga langar leiðir til að gefa skepnunum. Það var ekki um annað að ræða en að slátra fénu þegar það kæmi heim að hausti. Gamli maður- inn gerði sér fulla grein fyrir þvi. Hann gat ekki sofið um nóttina. Hann bylti sér mikið i rúminu og fór annað slagið fram úr til að fá sér kaffisopa. Hann las bréfið yfirafturogaftur. Það var ekki nóg með að hrepps- nefndin ætlaði að hirða fjárhúsin, heldur ætluðu þeir líka að leggja veg þvert yfir túnið. Hóllinn í hliðinni átti lika að verða fórnarlamb þeirra. Þangað höfðu þau gömlu hjónin oft farið til að njóta sólarinnar. Oft hafði Halldór gamla dreymt að til sín kæmi huldufólk, sem sagðist búa i hólnum og bað hann uni að hvergi yrði hreyft við honum. En þeir i hreppsnefndinni vildu ekkert hlusta á slíkt hjal og sögðu að þetta væri bara hjátrú í gömlu kölkuðu fólki að trúa á slíkt. „Iðnvæðingin er það sem koma skal,” gelti oddvitinn að Halldóri gamla. „Við verðum að fylgja öðrum byggðarlögum eftir,” hvæsti varaodd- vitinn. „Steyptar götur, holræsi og umferðar- menning, er það sem koma skal,” tisti sveitarstjórinn hreykinn og hin fíflin kinkuðu kolli. „Við verðum að búa vel að framtíð unga fólksins,” galaði einn hreppsnefndarmaðurinn hróðugur. Halldór gamli fann til ógleði að hlusta á þá. „Huh,” hnussaði hann. „Hamingja unga fólksins verður ekki falin í steyptum skítaræsum eða steyptum labbigötum, góðu menn. Þið eigið ennþá margt ólært. Það eru andlegu 36 Vikan 45. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.