Vikan


Vikan - 06.12.1979, Page 10

Vikan - 06.12.1979, Page 10
staðan gegn ísrael sem sameinar araba. Þarna skera kristnir falangistar sig úr þar sem þeir eru studdir af ísraelsmönnum og eru kristnir. Fyrir bragðið eru þeir sér á parti þarna og virðast vera meira í lausu lofti en aðrir arabar. Alla vega komu þeir mér skringilega fyrir sjónir og ég fer ekki ofan af því að mér þótti þeir einna líkastir pönkurum. Það er ekki óalgengt að stungið sé byssu upp í augað á manni þegar spurt er um vegabréf í Líbanon. Þarna virðast alls kyns glæpaflokkar vaða uppi og félagar mínir urðu margsinnis fyrir því að vera rændir öllu, peningum, bíl og bókstaflega öllu. En það gerði ekki svo mikið til því að það voru skipanir frá yfirmönnum okkar að ef þessir menn væru að falast eftir bilunum þá ættum við bara að láta þá hafa þá — maður fer ekki að láta skjóta sig fyrir bíl sem maður á ekki einu sinni sjálfur. Aftur á móti var verra þegar þessir glæpamenn neyddu okkur til að skrifa himinháar upphæðir á ávísanaeyðublöðin okkar sem þeir síðan leystu út. Svo bæta jarðsprengj- urnar ekki úr skák en þær eru þarna úti um allt. Eins og heyra má þá er ástandið í Líbanon alveg voðalegt þó það hafi e.t.v. eitthvað skánað upp á síðkastið. Fólkið þarna virðist vera óagað og margt af því vægast sagt í einkennilegu ástandi.” — Hvað um Palestínuskæruliðana? „Þeir eiga ekki sjö dagana sæla. Þeir búa t.d. í flóttamannabúðum í Líbanon, í hreysum, og hafa enga vinnu. Takmark þeirra er að komast aftur heim til landsins sem eitt sinn var þeirra. Til þess að ná því takmarki beita þeir öllum tiltækum ráðum eins og öll heimsbyggðin hefur ekki farið varhluta af. ísraelsmenn láta þá aldrei i friði, koma á fallbyssubátum upp að strönd- inni þar sem búðir þeirra eru og skjóta miskunnarlaust á þá. Svo má ekki gleyma loftárásum í tíma og ótíma. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hörmungunum sem þetta fólk býr við. Þegar ísraelsmenn réðust inn í Líbanon, eins og frægt er orðið, var það gert í þeim tilgangi að þurrka Palestínuarabana út í eitt skipti fyrir öll. Þetta átti að gerast með skyndiárás og þeir ætluðu bókstaflega að reka þá á haf út áður en almenningsálitið áttaði sig. En þetta mistókst og almenningsálitið fordæmdi þá. Síðan þá hafa gæslusveitir S Þ verið í Líbanon.” Vesturlandabúar í læri hjá skæruliðum „Annað sem mér þótti sorglegt að horfa upp á voru ungir Vesturlandabúar sem af einskærri ævintýraþrá eða hugsjóna- ástæðum höfðu gengið í lið með Palestínu- aröbunum. En það er bara þannig að þegar fólk hefur í eitt skipti gengið til liðs við þá þá sleppur það ekki aftur til baka. Þeir sleppa ekki neinum sem fengið hefur þjálfun hjá þeim, sama hvað það kostar. Þetta unga fólk hefur líkast til verið með einhverja drauma um að verða skæruliða- foringjar en raunin verður yfirleitt önnur. Ég varð vitni að því þegar ungur maður, sem gengið hafði til liðs við þá, reyndi að flýja með því að taka S Þ bifreið herskildi en félagar hans sáu hvað um var að vera og drógu hann í burtu. Seinna frétti ég að þessi sami drengur hefði sloppið frá skæru- liðunum með því að hlaupa yfir jarðsprengjubelti til ísrael. Jarðsprengju- belti eru dreifð þarna út um allt og ómögu- legt að segja hver kemur þeim fyrir. Allir aðilar eiga þar hlut að máli og þegar eitthvað kemur fyrir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna þarna þá er það nær undantekningarlaust jarðsprengjum að kenna.” — Varstu þá ekki í lífshættu upp á hvern dag? „Ég held ekki. Ef það var tilfellið þá gerði maður sér ekki grein fyrir því. Maður lærir smám saman að umgangast menn gráa fyrir járnum, alls staðar eru menn með byssur á lofti, endalausar raðir af skrið- drekum hvar sem maður fer og í öllum verslunum eru menn við dyrnar sem leita að sprengjum á öllum viðskiptavinunum. Þeir sem eru í hernum mega aldrei sleppa byssunni og eru alltaf með hana á bakinu — meira að segja í strætó. í fyrstu var dálítið óþægilegt að vera alltaf með byssu í nösunum þegar maður fór í strætó, en þetta venst. í öllum kvikmyndahúsum og annars staðar þar sem fólk kemur saman er fjöldinn allur af vopnuðum mönnum og það má næstum þvi segja að sætavísurnar hafi verið með vasaljósin fest á byssuhlaup. Kennarar mega alls ekki fara með krakkana í skoðunarferðir án þess að vera vel vopnaðir og helst eiga þeir ekki að fara neitt. Á tímabili hættum við að ferðast með strætisvögnum vegna þess að það var alltaf verið að sprengja þá í loft upp. Eins var það með útimarkaði, þar vorp sífelldar spreng- ingar enda auðvelt að koma sprengjum fyrir í öllu því dóti sem þar er saman komið. En Jerúsalem var líkast til rólegasti staðurinn af þeim sem gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna dvelja á. Það var miklu meira um að vera í Líbanon og Sýrlandi.” Kominn heim „Hvort ég vildi búa þarna? Ég veit ekki. Ég hefði getað verið lengur þarna úti og lifað góðu lífi. Kaupið var ágætt og allt skattfrjálst, vörurnar sem maður keypti voru tollfrjálsar, krakkarnir gengu í ágætis skóla og í raun hafði maður ekki áhyggjur af neinu veraldlegu. En það er alltaf eitthvað sem togar í mann og þegar maður hafði á annað borð ákveðið að setjast ekki að úti fyrir fullt og allt þá var kannski eins gott að fara strax heim. Það er e.t.v. vitleysa að hugsa svona. En maður vill vera í þessu stappi hér heima þó það sé yfir- leitt ekkert nema pína. Ég er byrjaður að sinna mínu gamla starfi aftur og finn að ég er að verða stressaður. E.t.v. hefði maður ekki átt að koma aftur... en ég er sem sagt kominn og liðið er liðið. EJ IO Vikan 49- tbl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.