Vikan


Vikan - 27.12.1979, Qupperneq 17

Vikan - 27.12.1979, Qupperneq 17
VIKAN og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta: „í landi þar sem húsakynni manna eru sneydd feguröarskyni og nothæfis i senn, er ekkert líklegra en þjóðina skorti menningu, betri upplýsingu. Bakka- braeður, sem sagðir eru bera sólskinið inn í húfum sínum, mundu sennilega ekki mikið lagast við það þótt hið opin- bera léti setja glugga á hús þeirra. Þannig er baráttan fyrir betri húsa- kynnum þáttur af almennri menningar- baráttu, fullkominn húsakostur almennings árangur sigursællar menningarbaráttu. Um leið og almenningi gefst kostur á að afla sér betri skilnings á notagildi hlutanna i kring um sig og efla skyn sitt á fegurð og yndisþokka, þá munu hús einstakl- inganna af sjálfu sér verða hentugri og fegurri.” Þannig farast Halldóri Laxness orð í bókinni Húsakostur og híbýli sem gefin var út af Máli og menningu árið 1939. Tilgangur þeirrar bókar var aðallega sá að auka upplýsingu fólks um húsakost og híbýli svo og að bæta smekk manna um sömu hluti. Þætti þeim sem hefur göngu sína í næstu Viku er ætlað svipað hlutverk. Hann verður unninn i fullu samráði við félaga í Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta og er ætlunin að hver félagi sjái um í það minnsta einn þátt eða fleiri — allt eftir atvikum. VIKAN væntir þess að lesendur sendi okkur fyrirspurnir um hvaðeina sem lýtur að húsakosti og híbýlum og Em« Ragiwdóttlr, formaður FHagt húsgagna- og innanhúasarkKakta, og Halgl Pétursson, rrtstjóH Vikunrv ar, takast i hsndur eftir undirskrift tvsggja aðHa um garð vikulegra þétta um hús, húsnæði og alh þar á milli. NYR ÞÁTTUR munum við reyna að koma þeim áfram til þeirra sem best vit hafa á og birta svörin I þætti þessum. En gefum Halldóri Laxness orðið á ný. Eftirfarandi hefur hann að segja um drabbarana sem fresta öllu en búa þó I húsum: „Menn halda að það sé fátæktarmerki að ganga skitugur og I rifnum druslum, en fjarri fer því. það er aðeins ytra merki sorglegs sálarlífs. Það starf er ekki til, sem ekki má vinna bæði þokkalega og óþokkalega. Það er dýrara að láta þakið á húsinu sínu ryðbrenna en mála það. Það borgar sig betur að gera við sprungu i vegg en láta veður og vatn grafa sig gegnum húsið. Bilaðar tröppur, brotin handrið, ónýtar læsingar eöa hjarir, bilaöir hurðarhúnar, ryðgað járn, rifinn pappi, skældar eða ónýtar hurðir, brostnar rúður, hriktandi stólar, hurðar- lausir kamrar, skemmdir ofnar, ónýtar girðingar, klasturslega tjösluð girðingar- hlið — ekkert af þessu ber vott um fátækt, heldur spillingu sálarinnar, skemmd á þeim fegurðarsmekk, sem er heilbrigðum manni náttúrlegur, sljóleika, virðingarleysi fyrir eigin persónuleik, drabbarinn er maður, sem er óvandur að virðingu sinni. Á fátækustu heimilum getur maður oft séð, hvernig allir hlutir lýsa þokka, þrifnaði og umhirðu, tjá mannlegan virðuleik hvar sem auga lítur.” Upp með pennann — út i póst- hús! Svo mörg voru þau orð. 1 næstu Viku mun Vikan byrja að leggja sitt af mörkum til að auka hibýlamenningu íslendinga — og við væntum þess að þið, lesendur góðir, skrifið okkur linu um vandamál ykkar á þessu sviði, því við vitum ekki hvar skórinn kreppir mest á hverju heimili á landinu. Sjaldgæfur sjúkdómur: IIMDVERSKT GUMMI Hvernig litist ykkur á að geta teygt skinnið á brjóstkassanum yfir höfuðið, eða þá að geta sveigt puttana aftur þannig að þeir lægju flatir á handar- bakinu? Það er til fólk sem getur fram- kvæmt slíka hluti án þess að finna til nokkurs sársauka. Slíkt fólk þjáist af sjúkdómi sem nefndur er „cutis hyper- elastica” og leggst á 1 af hverjum 500.000 þeirra sem byggja plánetu okkar. Sjúkdómur þessi gengur einnig undir nafninu indverskt gúmmí eða teygjan- legt hörund. Einkennin eru þau að viðkomandi sjúklingur getur teygt á sér hörundið eins og um teygju væri að ræða, og ef hann sleppir skýst það til baka. Teygjanlegast verður hörundið á olnbogunum, hnakka og kjálkum. Það er bleiklitað og viðkomu llkt og þunn leöurpjatla. Sjúkdómurinn er arfgengur og fyrr á tímum var fólk sem þjáðist af sjúkdómnum gjarnan látið koma fram i Gatur þú þetta? fjölleikahúsum, ættlið eftir ættlið. Ekki skorti nafngiftir á þessi skemmtiatriði: Indverski gúmmimaðurinn — Teygjumaðurinn o.s.frv. Sá frægasti af þessum trúðum var vafalítið James Morris en hann var einmitt kynntur sem Teygjumaðurinn i dagskrá Barnum & Bailey fjölleikahússins. Helsta númer hans var að teygja skinnið af vinstri fæti sínum yfir þann hægri þannig að þeir runnu sanan í einn. Þegar hann var klappaður upp þá dró hann brjóstkass- ann yfir höfuðið við mikil fagnaðarlæti. James Morris var eitt helsta skemmti- atriðið í fjölleikahúsi þeirra Barnum & Bailey i fjöldamörg ár og varð flugrikur fyrir bragðið. V , • . f Þú færó vinnuna l-ii það væri gott ef þú gætir létt þig um svona 5 kg af því ég er slæmur í fótunum. Fyrsti uppskurðurinn sem þú gengur undir? Skemmtileg tilviljun, þetta er lika fyrsti uppskurðurinn sem ég framkvæmi! 52. tbl. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.