Vikan


Vikan - 27.12.1979, Qupperneq 18

Vikan - 27.12.1979, Qupperneq 18
Sönn frásögn VyTTINN leyndi sér ekki í rödd Jays, þegar hann kallaði i talstöðina: „May Day! May Day! Heyrir nokkur til mín? May Day! May Day! Þetta er Cessna N52855. Höfum brotlent á Sierra Crest við Kearsarge skarðið, 6-8 mílur norður af Whitney fjalli. Heyrir nokkur til mín!” Við biðum eftir svari í algjörri fjalla-, þögninni. Ég horfði í kringum mig, virti fyrir mér auðnina, sem lá fyrir fótum okkar svo langt sem augað eygði, ógnvekjandi víðáttu, þar sem mannlegu lífi virtist hvergi ætlaður staður. Ég horfði upp á hvassa, skörðótta tindana yfir höfðum okkar, og mér var ljóst, að flugvélin okkar hafði brotlent rétt undir efstu tindum hæstu fjalla Sierra fjallgarðsins I Kaliforniu. Ég hugsaði um allt, sem stóð I vegi fyrir þvl, að okkur bærist hjálp. Það var nú deginum ljósara, að sú hjálp bærist ekki fyrir tilstilli örvæntingarfullra hrópa Jays I steindauða talstöðina. Lauran ásamt Jim, unrv usta sinum. Hann fór akki með i flugferðina, og Lauren, sem hafði hlakkað til að segja honum frá viðburðum, vissi að lokum ekki, hvort hún sœi hann nokkurn tíma aftur. Berrössuð á vit hins öþekkta Upphafið að þessu ævintýri var nógu sakleysislegt. Mér bauðst að taka mér eins dags fri frá stritinu á listamanns- brautinni, sem ég hafði kosið að feta I San Francisco, og fara I flugferð með vini unnusta míns. Fljúga yfir Sierra- fjöllin, heimsækja Dauðadal og verða komin heim aftur fyrir kvöldmat. Á þeirri stundu virtist naumast hægt að verja þessum fagra vordegi betur. „Má ég sækja þig klukkan tíu?” spurði Jay, þegar hann hringdi til að bjóða mér. Ég hljóp beina leið að fata- skápnum. Ég ætlaði að nota tækifærið og klæða mig upp á. Engar gallabuxur og peysu I þetta sinn. Ég tók fram dragt, sem ég hafði freistast til að kaupa og eytt I hana meiru en ég mátti, og rauðbrún stigvél með dálitlum hælum. Kannski óþarflega flott, en ég sæti hvort eð væri mestallan daginn I flugvélinni. Svo leitaði ég I hirslum minum að hreinum nærfötum — en árangurslaust. Átti ég að leita I óhreinatauskörfunni að minnst óhreinu nærbuxunum? Nei! Það kom ekki til mála að vera I óhreinum nær- buxum við fínu dragtina. Ég færi bara berrösuð, enginn kæmist nokkru sinni að því. Flugvólin leit út eins og bamaleikfang Dyrabjöllunni var hringt. Ég vissi, að það var Jay að sækja mig. Raunar vissi ég fátt eitt um Jay Fuller, nema það sem Jim, unnusti minn, hafði sagt mér. Jay FÖRUNAUTUR ÞEIRRA VAR DAUÐINN FLUGSLYS A FJALLSBRÚN Einn fagran vordag flaug lítil Cessna með þrjá innanborðs í átt til Sierra fjallgarðsins í Kaliforníu. Ætlunin var að líta hrikaleik fjallanna, fljúga yfir Dauðadal hinum megin þeirra og aftur til baka fyrir kvöldverð. En örlögin ætluðu þeim ekki öllum að snúa aftur. Flugvélin brotlenti, og í þessu blaði og næstu tveimur birtist eigin frásögn Laurenar Eldon af flugslysinu og þeim ógnum, sem á eftir fylgdu. FYRSTI HLUTI var forstöðumaður dýraspítala og þar með yfirmaður Jims. Jay var einmitt þeim kostum gæddur að geta verið hvort tveggja í senn, yfirmaður og vinur. Þegar vinir Jays töluðu um hann, heyrðist orðið sjálfstæður oft nefnt. Hann sigldi sínum eigin báti, hann flaug litlum flugvélum, hann ók mótorhjóli, og hann stundaði fjallaferðir. Hann var 36 ára, hávaxinn og fremur krangalegur. Alskegg hans var eilítið dekkra en rautt hár hans, og hörundið var dæmigert fyrir rauðhært fólk, fölt og freknótt. Nælonstakkurinn hans og galla- buxumar virtust einmitt rétti klæðnaðurinn við þetta tækifæri. Ég spurði hann, hvort ég þyrfti yfir- höfn. „Gríptu eitthvað með þér,” svar- aði hann, „ég ætla reyndar að vera kom- inn aftur fyrir myrkur, en það getur orðið kalt, þegar við fljúgum yfir fjöllin.” Jean beiö úti i bílnum. „Hafið þið hist?” spurði Jay. Jean kinkaði kolli, en mér sýndist hún ekki meira en svo viss, svo að ég hressti upp á minni hennar: „Við hittumst i gleðskap í siglinga- klúbbnum fyrir tveimur mánuðum.” Jean var ákaflega hreystileg og minnti mig á allar þær fjölmörgu ungu stúlkur, sem sjá má á ströndum Kalifomíu, stúlkur með grannan, lögulegan kropp og mittissítt hár, upplitað af sól. Jay lagði bilnum, við gengum að flug- vélunum, sem stóðu til hliðar við flug- brautina, og stefndum að lítilli, rauðri og hvítri flugvél, sem dúaði upp og niður i 18 Vlkan 52. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.