Vikan


Vikan - 27.12.1979, Síða 30

Vikan - 27.12.1979, Síða 30
Draumar Flugslys og fyllirí Kæri draumráðandi. Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig drauma. Hér koma þeir. Ég var að fljúga með ömmu og pabba og kona benti okkur á aðra flugvél og sagði: Sjáið þið, hún er að hrapa. Fyrst flaug hún alveg beint og síðan hrapaði hún. Þá var ég allt í einu komin í bíl með mömmu og pabba og pabbi var að athuga hvert flugvélin hafði lent. Við mamma báðum hann að fara ekki, en hann fór samt. Þá hafði flugvélin lent á húsi einnar bekkjarsystur minnar og við sáum föt og líkamstœtlur út um allt. Næsti draumur er svona: Mamma og pabbi voru ekki heima og ég ogfimm vinkonur mínar ætluðum á fyllirí. Fyrst fórum við til að athuga hvort það væri partí hjá W, en þar voru bara ókunnugir krakkar og við nenntum ekki. Svo ætluðum við að kaupa vínið og þurftum að troða okkur fram hjá ein- hverri skrúðgöngu. En við gátum það ekki svo við fórum í einhvern kjallara og svo komumst við ekki út aftur. Þá fór ég sömu leið til baka og tróð mér fram hjá skrúðgöng- unni og fór niður i búð. Ég þekki fólkið, sem á búðina, og þorði ekki að kaupa. Vinur bróður míns var þarna og ég bað hann nokkrum sinnum um að kaupa en hann vildi það ekki. Svo man ég ekki meir. Þriðji draumurinn: W kemur á bíl bróður míns og nœr í mig. Þegar ég ætla að loka hurðinni dettur hún af og W segir: Þetta er allt í lagi, hún er bara svolítið biluð. Svoförum við til Á ogZ og sækjum þá. Þegar við erum búin að keyra dálitla stund kemur Ó hlaupandi og spyr hvort hún megi koma með. Síðan fórum við öll í bíltúr upp í sveit og stoppuðum við einhvern fjörð og fórum að hlaupa um. Síðan þurftu strák- arnir að pissa. Þeir fela sig og gera þarfir sínar en koma svo aftur og segja að nú megum við pissa. 5x Fyrsti og jafnframt hinir draumarnir tveir benda til þess að betra væri fyrir þig og vin- konur þínar að reyna að hægja aðeins á ferðinni og huga að framtiðinni. Þér hættir til að framkvæma í fljótfærni ýmis- legt, sem ekki getur talist þér til framdráttar og verður því oft- lega að súpa seyðið af því síðar. Líkur eru á að þú þurfir að fresta einhverju, sem þú hafðir ætlað þér að fram- kvæma og einhverjir fjárhags- örðugleikar valda þér hugar- angri. Tveir draumar Kæri draumráðandi. Mig langar að senda þér tvo drauma sem mig dreymdi fyrir nokkru og vona að þú getir ráðið þá fyrir mig. Fyrri draumurinn var svona: Mér fannst ég vera að leggja á borðið hvítan dúk, því mér fannst vera margt fólk komið til mín. Þegar ég var búin að leggja á borðið fannst mér ég endilega þurfa að finna kerta- stjaka og kerti til að hafa á borðinu. Ég fer að leita og finn frekar gamlan en fallegan brúnan stjaka með fimm álmum fyrir kerti og ég finn líka fimm blá kerti, en endinn á þeim öllum hefur runnið eitthvað til. Ég lagaði þau til að koma þeim öllum fyrir í stjakanum og kveikti svo á þeim öilum. Ég lét þau á borðið og þetta var ákafega fallegt. Seinni draumurinn var svona: Mér fannst ég vera á skemmtun og allt í einu sá ég einn söngvarann okkar vera að veltast um gólfið allsberan og svo svartan um kroppinn. Svo veltist kvenfólkið yfir hann. Ég horfði nú lítið á þetta og hélt áfram og sá þá mann, eitthvað illa á sig kominn. Hann var í dökkum jakka með gylltum hnöppum. Þegar ég sneri mér að honum spurði ég hvort við ættum ekki að fá okkur kaffi. Hann tók vel í það svo við fórum og fengum okkur kaffi. Þá voru þar fyrir stúlkur og vildu þær stela handa okkur kaffi. Þá varð ég vond og sagðist ekki vilja stolið kaffi. Þá kom þar að stór og mikill kokkur og lét okkur hafa kaffið. Allt í einu lít ég upp í himininn og sé stóra rottu sem varð að Ijóni. Það fór geyst en breyttist síðan og varð eins og teppi. Ég sá mikinn mannfjölda á teppinu, en það var eitthvað sem deyddi fólkið jafnóðum. Allt í einu lágu allir í valnum, en upp úr einu horninu á teppinu steig ung stúlka og ungur piltur og þau voru í hvítum kyrtlum, stuttum með belti um mittið. Stúlkan var með krans um höfuðið. Þau gengu síðan bæði úr þessum óhugnaði, en þetta skeði allt uppi í himninum. Ég og maðurinn horfðum á þetta og grét ég allan tímann og kallaði í sífellu: Jesús, Jesús. Draumspök Fyrri draumurinn merkir mikla gleði og velgengni. Borðdúkur- inn, kertin og litur kertanna, allt merkir þetta mikla gleði og ánægju. Gleðin mun ekki síður verða að þinni eigin tilstuðlan og eitthvað sem þú hefur lengi þráð verður að veruleika. Síðari draumurinn er öllu óljósari, en þó eru ýmis tákn sem vara þig við að trúa of mikið á einhvern einn mann, þvi enginn er full- kominn. Allt ofstæki tengt ein- hverju einu (og þó sérstaklega einum manni) getur valdið þér sorg og erfiðleikum. Margt í þeim draumi gefur þó í skyn að þér verði ekki mikið átak að vinna bug á þeim erfiðleikum og fátt verður til að þregða skugga á ánægju þína og velgengni í hugðarmálum þínum. Einhver upphefð fellur þér siðar í skaut og óeigingjarnt starf þitt á ákveðnu sviði ber ríkulegan ávöxt. Norskir fánar á tslandi Kæri draumráðandi! Ég vona að þú getir hjálpað mér með þennan draum, sem mig dreymdi á milli hálf sjö og hálf átta í morgun. Mér fannst ég standa við Austurbœjarskólann og horfa á norska skrúðgöngu, það sá ég greinilega því allir fánarnir voru norskir. Mér fannst skrúð- gangan fara niður eftir Bergþórugötunni og að Austur- bæjarbíó, en allt í einu leystist hún upp og allt var orðið fullt af lögreglu- og slökkviliðs- mönnum. Svo fannst mér einn slökkviliðsmannanna koma á fullri ferð á hvítum fólksvagni inn portið við Iðnskólann en þar sprakk bíllinn í háaloft. Þá kom einn lögreglumaður með slökkvitæki og sagði um leið við slökkviliðsmanninn: Þetta hefur bjargað 4000 þúsundum norskum. Við þetta vaknaði ég. Ég skal taka það fram að ég er Islendingur en hef búið í Noregi síðastliðin 3 ár, en flutti síðan til Svíþjóðar fyrir mánuði. Ég hef ekki komið til íslands á þessum árum. Virðingarfyllst. AMS Að sjá blaktandi fána við stöng boðar i draumi að dreym- andinn hljóti nýja og betri atvinnu. Það eru fleiri tákn í draumnum sem boða þér betri daga, svo sem skrúðgangan, og því ekki úr vegi að ætla að þér muni ganga mjög vel að koma undir þig fótunum í nýju landi. Ekkert slæmt tákn fyrirfinnst í draumnum og því getur þú búist við mjög góðri framtíð fyrir þig og þína. 30 Vikan 52. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.