Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 4

Vikan - 17.01.1980, Page 4
Vikan kynnir V Hver kannast ekki við hrollinn sem heltekur kroppinn, þegar skreiðst er út úr hlýjum húsum eldsnemma á morgnana. Þá er betra að vera hlýlega klæddur svo kvef og pestir nái ekki yfirhöndinni. Ein þeirra verslana sem selja yfirhafnir handa hrollköldum sálum er Bernhard Laxdal, Kjörgarði, Laugavegi 59. Það er gömul og virðuleg verslun, stofnuð árið 1938 á Akureyri. Árið 1959 var stofnað útibú í Reykjavík, í nýbyggðu verslunarhúsi er hlaut nafnið Kjörgarður og þar hefur hún verið til húsa síðan. í versluninni er gott úrval af kápum og jökkum og þar fást einnig húfurnar, veskin og hanskarnir sem stúlkurnar eru með á myndunum. Þær heita Guðrún Halldórsdóttir og Linda Ríkharðsdóttir, en myndirnar tók ljósmyndari okkar, Jim Smart. HS Bómullarkápan til vinstri er með loðfóðri og kostar 57.120 kr. og húfan og trefillinn 6.370 kr. Til hœgri er bómullarkápa á 46.790 kr. og prjónahúfa á 1.950 kr. 'Í'^VV* 4 Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.