Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 7

Vikan - 17.01.1980, Page 7
 um á aldrinum 3, 6 og 9 ára sýndi að streita, sem kom fram sem hegðunartruflun við 3ja ára aldur, var fyrir hendi í svipuðum mæli þegar börnin voru 6 ára. Streitan hvarf ekki af sjálfu sér. Bent var á að streitueinkenni séu oft mjög greinileg hjá börnum, en að fullorðnir geri oft lítið úr þeim. Fullorðnir segja gjarnan „þetta hverfur með aldrinum” eða „hann er á þrjóskuskeiðinu”. Einnig reyna fullorðnir að gera lítið úr sálrænum truflunum sem koma fram sem líkamlegir kvillar. Þeir reyna oft að segja við barnið að „þetta verði bráðum betra” eða „öllum sé stundum illt í maganum” og því um líkt. Það er ástæða til að gefa streiti.einkennum barna gaum, þó svo að ýmiss konar einkenni geti verið merki um annað en streitu, t.d. þegar barn notar sér magaverk til þess að fá vilja sínum alltaf framgengt. Ef reynt er að komast að því hvað kvart- anir og hugsanleg sálræn einkénni barna tákni, er möguleiki á því að skilja orsaka- samhengið. Orsök streitu hjá börnum er yfirleitt alltaf að finna í nánasta umhverfi barnsins og samskiptum þess við aðra. Streitu hjá börnum er því oftast aðeins hægt að laga með því að meðhöndla umhverfi barnsins. 3. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.