Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 11
Annars er Jón fæddur á Ásmundar- stöðum á Melrakkasléttu, næstnyrsta bæ á íslandi, giftist svo konu af nyrsta bænum og er þvi norðlenskur og sauða- legur eftir því svo notuð séu hans eigin orð. Foreldrar hans flutlu snemma til Raufarhafnar en þar var strax upp úr 1920 orðin mikil sildarvinnsla á vegum Norðmanna sem voru þar með bræðslu, hús fyrir starfsfólk sitt og gerðu út báta. Á þeim tíma var þorpið á Raufarhöfn ekki stórt. Jón man þá tið að ekki voru fleiri en 8-10 hús I plássinu: „Vinnan var algerlega bundin við sildarverksmiðjuna og þar var bara unnið á sumrin þannig að fólkið var atvinnulaust yfir veturinn. Ég man eftir sliku ástandi allt fram að fermingu. Að visu voru þessir verkamenn, sem svo voru kallaðir, með smábúskap, nokkrar kindur og kú. Árið 1935 kaupa íslend- ingar svo verksmiðjuna af Norðmönnum og þar með lýkur norskri útgerð og sildarvinnslu frá Raufarhöfn. En min fyrsta vinna var í sildarþró.” litiö á klukku. „Þarna nota Íslendingar sildina eingöngu til bræðslu i nokkur ár, eða fram til ársins 1947 þegar Sveinn Benediktsson, Vilhjálmur Jónsson og Óli Hertervig setja á fót fyrstu síldar- söltunarstöð á íslandi. Þar með breytist allt lif á Raufarhöfn og næsta nágrenni. Nú var næg vinna, síldarsöltun útheimtir mikið starfslið og er auk þess þeirri náttúru gædd að við hana geta kvenmenn og karlmenn unnið jöfnum höndum. Konurnar salta og karlarnir eru nokkurs konar hjálparkokkar þeirra. En það var af og frá að kvenfólkið i litlu sjávarplássi gæti komist yfir alla þá söltunarvinnu sem i boði var og þá hefjast hinir miklu flutningar á kven- fólki á milli landsfjórðunga sem frægt er orðið, en meira um það seinna. Á næstu árum bættust við fleiri stöðvar á næstu höfnum en alls munu þær hafa orðið 9 á Raufarhöfn. Verkendur þurftu allir að vera með eigin hús handa starfsfólki sinu sem margt var langt að komið. Mest voru þetta konur sem dvöldu á staðnum i 2 mánuði eða svo og gerðu ekkert annað en að salta síld og bíða eftir meiri síld. Það setti að sjálfsögðu ákaflega mikinn svip á þessa litlu staði þegar ibúafjöldinn allt í einu fjórfald- Lausn efnahagsvandans í sjónmáli? Á síldarárunum streymdu peningar yfir íslensku þjóðina af sama krafti og hækkunartilkynningar stjórnvalda í dag. Margur maðurinn sá þá pening í fyrsta skipti og sumir urðu kóngar, þ.e. síldar- kóngar. Einn þeirra var Jón Þ. Árnason sem saltað hefur síld hér á landi á hverju ári frá 1950 ef undanskilin eru þau 3 ár sem síldveiðar voru bannaðar. Og honum hefur líkað starfið ef marka má orð hans: „Ef ég þyrfti að koma aftur á þessa jarðarkringlu, þá dytti mér ekki annað í hug en að fara í síld." aðist. en ég myndi segja að það hafi verið skemmtilegur svipur. En þarna hefst Klondike Raufarhafnar og I kjöl- farið fylgdu afskaplega miklir peningar. Þá var unnið og aftur unnið og aldrei spurt hvað klukkan væri — það var aukaatriði enda hefur sildin aldrei litið á klukku mér vitanlega. Hver og einn vann eins og hann hafði þrótt til og margir langt fram yfir það. 18 tima vinna þótti alveg sjálfsögð.” 1950 byrjar Jón sjálfur að salta. i samvinnu við kaupfélagið og hrepps- nefndina til að byrja með og mest vegna þess að honum sveið að sjá alla þessa peninga fara fram hjá án þess að staðnæmast i þorpinu. Ætli hann hafi ekki orðið rikur? „Sannleikurinn er sá að það hafa afar fáir Islendingar grætt á sildarsöltun nema þá fólkið sjálft sem vann beint við söltunina. Það hefur alla tið verið land læg skoðun hér að sildarsaltendur græddu svo mikið að það hefur næstum aldrei komið fvrir að þeir fengju lán úr banka. Það hel'ur verið tómt mál að tala urn. Ég hef aðeins einu sinni á öllum þessum árum fengið lán vegna síldar starfsemi minnar og það var þegar mér tókst að fá yfirfært lán á stöð mina sem ætlað var til lambahreinsunarstöðvar á ágæturn stað á landinu — það var allt og sumt. Nei, eigendur sildarstöðvar urðu ekki fokríkir. Þeir voru alltaf að fjár- festa, það þurfti að byggja bryggjur, plön og hús fyrir starfsfólkið. Fleslir voru ekki komnir betur út úr þessum fjárfestingurr. en svo að vera nýbúnir að byggja þegar síldin hvarf og þá var ekkert eftir nema skuldir. Menn sátu uppi með óhemjueignir sem urðu allt i einu verðlausar. Ýmist fóru þær inn i bankana og menn fóru á hausinn eða þá að menn áttu þær áfram — en enginn vildi kaupa. Ég hef boðist til að gefa mönnum fyrirtæki sem ég á bæði á Seyðisfirði og i Þorlákshöfn en enginn vill þiggja. Fasteignagjöldin af svona fyrirtækjum eru svo hrikaleg að ef ein- hver venjulegur maður ætlaði sér að fara að vinna fyrir þeim, færi hann fljótt á hausinn. Þó var það einn og einn maður sem fór vel út úr þessu og þá þeir sem höfðu verið svo forsjálir að selja stöðvar sínar og tæki á meðan allt var enn i fullum gangi og fyrirtækin höfðu tiltrú. Á meðan svo var voru þetta griðarlegar eignir. Sveinn Benediktsson seldi sin sildarfyrirtæki áður en síldin hvarf.” y- 3. tbl. Vikan II
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.