Vikan


Vikan - 17.01.1980, Síða 12

Vikan - 17.01.1980, Síða 12
Viðtal Vikunnar Jón athugar afla í bát á Raufarhöfn um 1960. I Svo getur einn heimskingi spurt aö 10 vitringar geti ekki svarað. — En gat hver sem er sett upp sildar söltunarstöð? „Nei; nei. nei! Fyrst þurfti að byggja bryggju, plan og hús. Oft þurfti að bua til uppfyllingu út i sjó til að fá undirlendi til að byggja á þannig að það var ýmis- legt sem þurfti að gera áður en hægt var að fara að salta. En ef þú gast komið öllu þessu I kring þá gastu farið að salta — enginn hefði bannað þér það. Leyfið fyrir framkvæmdunum fékkst yfirleitt auðveldlega en það þurfti peninga, í það minnsta vilyrði fyrir þeim. En þegar allt var komið I gang þá fóru allir peningar í ný tæki, tækninýjungar og þess háttar, og eins og ég sagði áðan þá voru það fáir sem fóru ríkir út úr þessu ævintýri." — En hvað gerði fólkið við alla þá peninga sem allt i einu flutu yfir? „Svo getur einn heimskingi spurt að 10 vitringar geta ekki svarað, var ein- hverju sinni sagt. Spurðu sjálfan þig hvað íslendingar hafa gert við peningana sína á undanförnum árum og þá geturðu svarað þessu sjálfur. Menn hafa spilað alveg eins og asnar og það er ástæðan fyrir því hvernig ástandið er i dag. Á þessum árum var allt sett I fullan gang um leið og peningarnir sáust, sumir eyddu öllu jafnharðan, aðrir urðu drykkjumenn og svo framvegis. Þetta þekkja allir. En á Raufarhöfn var helsta sjáanlega brcytingin sú að unga fólkið fataði sig uppog breyttist þar með tölu- vert I útliti, fjölskyldumenn bættu hús sin og byggðu jafnvel við en það var litið um nýbyggingar — það kom seinna. í kjölfar peninganna breyttist allt þjóðfélagið. Við sem lifðum kreppuna vitum alveg hvernig var að lifa hérna áður. Ég veit ekki hvernig hefði farið með Íslendinga ef sildin hefði ekki komið til sögunnar og rétt fjárhag þjóðarinnar gersamlega við. Striðið og síldin hjálpuðust að við það.” — Var ekki mikið um ævintýramenn i þessum „bransa”? „Ég veit nú ekki hvort rétt er að kalla virðulega framleiðendur, sem með bjart- sýni sinni og i aðstöðuleysi sínu sköpuðu þjóðarbúinu ómældan auð, ævintýra- menn. Óskar Halldórsson fór þrisvar sinnum áhausinn en skilaðiþjóðarbúinu alveg óhemju miklu af peningum með starfsemi sinni. Ringulreiðin i sölumál- um var þannig að menn voru að undir- bjóða hver annan þangað til allir fóru fallít. En bjartsýnismenn eins og Óskar Halldórsson rifu sig upp hvað eftir annað og t.d. var hann óhemjurikur þegar hann dó. Ég skal ekkert um það segja hvort þetta voru ævintýramenn eða ekki, en hitt er annað mál að það gerðust ýmis ævintýri á sildarárunum sem ekki gerast undir venjulegum blómstraöi. Það var óvenju gaman á þessum árum. Braggalifið blómstraði eins og nærri má geta, allt fullt af kvenfólki og þegar brælu gerði þá voru oft fleiri hundruð sjómenn I landi i ofanálag — þetta segir sig sjálft. Þegar ég saltaði á Seyðisfirði þá var ég með stórt hús handa stúlkun- um minum, ætli þær hafi ekki verið 25 þar og fleiri annars staðar. Það var náttúrlega viss ábyrgð sem hvildi á mér sem atvinnurekanda með allar þessar ungu stúlkur i vinnu og þegar mæður þeirra höfðu samband við mig til þess að athuga með öryggi dætra sinna var ég vanur að svara sem svo að ef stúlkurnar vildu passa sig sjálfar þá skyldi ég gera það sem í mínu valdi stæði til þess að svo gæti orðið. Mitt framlag til öryggismál- anna var að ráða sérstaka verði við stúlknahúsin þannig að enginn utanað- komandi kæmist inn. Ég hafði verið svo heppinn að ráða tvo fangaverði af Litla Hrauni til starfans, þetta voru vörpu- legir menn sem kunnu vel til verka og pössuðu upp á siðferðið sem að sjálf- sögðu var i mestri hættu í landlegum. Hús stúlknanna stóð miðsvæðis og á það voru gerðar margar árásir af galvöskum sjómönnum. Það var einmitt í einni landlegunni að til min kemur vestfirskur sjómaður, ágætis maður, með pytlu, og tjáir mér að sér og félögum sínum þyki súrt i broti að komast ekki til stúlknanna þó svo að þær vilji það sjálfar. Ég svara 12 vikan 3. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.