Vikan


Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 15

Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 15
Söltunarstöö á Seyðisfirði 1965. að þetta sé staðreynd málsins, heldur frekar að benda á þennan möguleika því einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að svona stór og góð sild. eins og var hér. hverfi svona allt í einu.” — Heldurðu aðsildin komi þá aftur? ..Ég held að það konti ekkert annað til greina. Ekki sé ég fram á að stjórnmála- mönnunum takist að laga ástandið i landinu án utanaðkontandi hjálpar. og það eina sent gæti komið þeirn að verulegu gagni væri að sildin léti sjá sig á ný. Efnahagsmálunum verður ekki bjargað nenta til komi einhver griðar- legur útflutningur og þar kentur ekkert annað til greina en sildin. Hlutfallið á milli kostnaðar og tekna þegar hún er annars vegar er svo hagstætt að það myndi á skömmum tima kippa málum okkar i viðunandi Itorf. Ég gæti best trúað því að ég ætti eftir að lifa það að stjórnmálamennirnir gæfust upp. settust niður og biðu þess eins að sildin kæmi aftur. Ég skal ekkert segja um það með nákvæmni hvenær þetta verður þvi þá er hætta á þvi að stjórnmálamennimir hætti að vinna strax í dag og byrji að biða." — Gefðu okkur einhvern tima — gefðu okkur von! ..Égmyndi veðja á 5-6 ár. Það hefur orðið vart við töluverða smásíld fyrir Norðurlandi þó það sé enn ekki komið á neitt rannsóknarstig. Síldin er dyntótt og ég man eftir þvi þegar fiskifræðingar og aðrir spáðu því að hér yrði mikið um smásild 1966, en þá brá svo við að til landsins kom sú stærsta síld sem hér hefur sést — og enginn vissi hvaðan hún kom." — Undan norðurpólnum? ..Ég veit ekki.” Síld er góð en ekki fitandi. Það er af sem áður var. Þegar mest var um að vera á sildarárunum voru saltaðar 3-400 þúsund tunnur árlega hér á landi — nú eru þær I80 þúsund. Og þótt sildin komi aftur þá verður allt öðruvísi. Jón, sem um 30 ára bil hefur klappað fallegum sildarstelpum á lend arnar. segist ekki geta hugsað sér að klappa sildarsöltunarvélum með santa hugarfari. Það er mikil afturför og mestur sjarminn rokinn út í veður og vind — undir norðurpólinn þess vegna. Einnig er búið að kippa öllum grundvelli undan meiriháttar manntlutningum landshorna á milli nú þegar fargjald fyrir eina manneskju. austur eða norður á land. er komið upp i 40-50 þúsund krónur. En það gerir ekkert til, vélarnar eiga eftir að sjá til þess að síldina verður hægt að vinna þó fargjöldin séu dýr. Jón Þ. Árnason á því ekki eftir að upplifa það aftur að standa á plani þar sem rúmlega 100 stúlkur standa sveittar og brosandi og salta 2534 síldartunnur sem Jörundur III kom með að landi árið I965. en það er stærsti farmur sem saltaður hefur verið úr einu skipi. Þá var skipstjóri á Jörundi Magnús Guðmunds- son frá Tálknafirði. bóndi og stór- aflamaður. Jón brosir þegar hann segir frá þessu og finnst ekki litið til koma og EIIMS DAUÐI ER ANNARS BRAUÐ Sharon Tate: Blóðbað fyrír 12 órum. þar sem hann situr og strýkur vömbina stönduntst við ekki mátið og spyrjum hann hvort sild sé fitandi. „Nei, það held ég ekki, cn sild er góð. Það fer ekki hjá því á heimilum þar sem síld er oft á boðstólum að krakkar verða vitlausir I hana. En það er skömm að þvi hversu litla sild íslendingar borða. Á sildarárununt gátu allir fengið gefna sild til heimilisbrúks eins og hver vildi — en Hafin er taka á sjónvarpsmynd i Bandaríkjunum um hið hræðilega blóð- bað 4. ágúst 1969 þegar „Satan” Charles Manson myrti kvikmyndaleikkonuna Sharon Tate ásamt nokkrum vina hennar með aðstoð áhangenda sinna. Sharon var þá gift kvikmyndaleikstjór- anum Roman Polansky og áttu þau hjón von á barni. Engin sjáanleg ástæða lá að baki hins hörmulega atburðar. Þessi mynd er áætluð sem framhaldsþáttur i 12 hlutum og fylgir hann æviferli leik- konunnar allt til hins ótímabæra dauða hennar. Candy Clark hefur verið fengin til að leika Sharon. Hún segist hafa hugsað sig vel um áður en hún þáði hlut- verkið. Það var leikarinn Jack Nichol- son sem tók af skarið: — Þetta er þitt gullna tækifæri í lífinu, sagði hann og það nægði til að svæfa allan hennar efa um siðferðilegt réttmæti myndarinnar. Candy Clark, sem hingað til hefur það voru fáir sem notfærðu sér það. En núna þykir fint að kaupa hana i búðum vegna þess að hún er orðin svo dýr. En ef þú heldur að ég sé svona feitur af sildaráti þá er það misskilningur. Síldin hefur aftur á ntóti orðið til þess aðcg hel' átt til hnifs og skeiðar nteð þessum árangri . . .” segir Jón Þ. Árnason og strýkur vömbina aftur. talist til smástirnanna, kemst þannig til vegs og virðingar á kostnað hins hræði lega blóðbaðs. Eins dauði er annars brauð. Candv Clark: Nýtur góðs af. F I Sjónvarp 3. tbl. Vikan 1$
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.