Vikan


Vikan - 17.01.1980, Síða 21

Vikan - 17.01.1980, Síða 21
Hinar fáu konur sem lifðu af einar í Yukon urðu að taka hverri vinnu sem var til að afla peninga. Hér spáði frú Lowe fyrir fólki og einnig tók hún þvott og viðgerðir fyrir mennina i Dawson. Önnur frummynd Heggs. hugsuninni um að kona myndi ferðast með þeim. Tara gerði sér upp undrun yfir að mágur hennar hefði gleymt að láta hann vita og rétti honum bréfið. Campbell las það og lét nauðugur undan. „Ég býst við að við getum fundið pláss fyrir þig á einum sleðanna. Hvað með farangur þinn, frú?” „Ég er aðeins með svefnpoka. öllu öðru var stolið.” „Eins og þú veist, frú,” hélt Campbell áfram, „þá er umsjónarmaðurinn harð- stjóri og þolir ekki að nokkur maður óhlýðnist reglunum. En þar sem þú ert mágkona hans, býst ég við að það verði i lagi.” „Ég er viss um að hann verður þér þakklátur, lögregluþjónn,” neyddi Tara sig til aðsvara. Tara dáðist að hve leiknir lögreglu- mennimir voru í meðhöndlun hund- anna. Tímum saman fóru sleðarnir fimm yfir flatt, frosið skóglendið. Þeir fóru eftir lélegum vegi og það snjóaði stöðugt. Tara var á sleða með Campbell, fangans var vel gætt á sleðanum fyrir aftan. Þau nálguðust Hvítaskarð og frostið var tuttugu stig. Þau voru I mörg hundruð feta hæð og meira að segja hundarnir þögðu. Fjallalögreglu- mennirnir ráku þá áfram og þegar dýr- mæt dagsbirtan hvarf smám saman tjölduðu þau loksins. Beislin voru tekin af hundunum, eldunarbúnaður var tekinn upp og tjöld- in fest. Engar skipanir voru gefnar. Sér- hver maður vann sitt verk, og boði Töru um að hjálpa til við matseldina var kurt- eislega neitað. Meðan þau borðuðu var Tara þakklát fyrir að enginn spurði hana persónulegra spurninga. Stundum fannst henni að Campbell lögregluþjónn liti hugsandi á hana, en ef hann efaðist sagði hann engum frá því. „Við leggjum snemma af stað í fyrra- málið,” var allt sem hann sagði við hana. „Þú verður I öruggum höndum og sefur við hliðina á mér, frú,” bætti hann klaufalega við, og Tara brosti traustvekj- andi til hans. „Það er ágætt, lögreglu- þjónn. Ég veit að ég mun sofa eins og steinn.” Næsta dag var áfram sama tilbreyt- ingarleysið, svo skotið kom alveg óvænt. „Beygið ykkur niður,” hrópaði Camp- bell. En það var of seint. Cal Mason seig, blóð lak niður andlit hans. Augna- bliki síðar var hann dáinn. Fjallalög- reglan hafði tapað manninum. „Þarna!” skipaði Campbell og menn- irnir hlupu til og umkringdu þyrpingu af furutrjám. Þeir biðu spenntir, maður kom í Ijós. Það var elskhugi stúlkunnar, sem myrt var, Thatcher. „Ég sagði að ég myndi ná honum,” sagði hann brosandi og gafst upp. Með nýjan fanga hélt leiðangur fjalla- lögreglunnar af stað. En Campbell yfir- lögregluþjónn myndi lenda í vandræð- um. „Þú tapar ekki fanga,” trúði einn mannanna Töru fyrir, „ekki í fjallalög- reglunni.” Orð hans hræddu Töru. Fyrir utan þetta ólán, hvað myndi gerast þegar Campbell uppgötvaði að hún hafði gabbað hann? Og hvað myndi misk- unnarlausi umsjónarmaðurinn segja þegar hann hitti mágkonu sína? Þarna var þrjátíu gráðum kaldara en í Dyea. Tara þráði hita, hvít auðnin um- kringdi þau og þjakaði hana. Ekki bætti úr skák að ferðin sóttist seint upp á Tindahæð og til að létta á byrði hund- anna urðu Tara og Thatcher að fara fót- gangandi upp bratta brekkuna. Þetta var versta líkamlega erfiði sem hún hafði reynt til þessa. En á brúninni var landa- mærastöð. Það þýddi hita og stað til að hvíla sig á, griðastað. Allt i einu stöðvaði Campbell hópinn. Hann benti beint áfram og benti þeim að halda áfram. Hjarta Töru tók kipp. Hún sá þyrpingu kofa og fána Bandarikjanna og Kanada hliö við hlið. Fyrir fjallalögregluna voru þetta opin- ber landamæri. Fyrir Töru þýddi það Klondike — og möguleikann að finna Daníel. 1 þungum buxum og jakka leit Tara ekki út fyrir að vera kona, en þegar þau voru komin inn í landamærastöðina varð hún miðpunktur athyglinnar. Grayburn, lögregluþjónninn á vaktinni, snerist í kringum hana. Hún fékk klefa og heitt bað var útbúið fyrir hana. Um leið og Tara naut þessa óvanalega munaðar furðaði hún sig á þvi hvernig Campbell hefði útskýrt nærveru hennar. En þeir spurðu engra spurninga og henni var boðið að borða hátíðlegan kvöldverð með mönnunum. Þeir litu á hana sem heiðursgest og að lokum stóðu þeir upp og drukku heill Viktoríu drottningar. Þá kom spurningin sem Tara hafði kviðiðfyrir. „Ég sé að þú ert ekki með giftingar- hringinn, frú Kane,” sagði Grayburn yfirlögregluþjónn samúðarfullur. „Hef- urðu misst eiginmann þinn?” „Ó, nei, yfirlögregluþjónn,” laug Tara. „Ég ber hann í keðju um hálsinn. Þar sem hann er næst mér." Hún neyddi sig til að brosa feimnislega og til að forð- ast frekari spurningar sneri hún sér að Campbell yfirlögregluþjóni og spurði: „Þessi Smith í Skagway, stjórnar hann staðnum?” „Sápu-Smith?” Hann brosti hörku- lega. „Hann stjórnar borginni. Þú veist hvað hann er kallaður — hann er kall- aður Sápi af því að einhvers staðar í Colorado seldi hann raksápu fyrir fimm dali þeim sem trúðu að það væri tuttugu dala seðill falinn undir bréfinu. Græddi dálítið. Hann lagði meira að segja síma- vír sem náði sex mílur og fékk fólk til að borga fimm dali fyrir að senda tíu orð hvert sem var í Ameríku." „Hvað skeði þegar það komst að þessu?” „Frú Kane, fólk hefur tvær reglur varðandi Sápu-Smith. Sú fyrri: það rífst ekki við hann. Önnur: það hefur augun aftan á höfðinu þegar hann er nærri.” Þannig er það, hugsaði Tara, glæsilegi maðurinn sem stjórnaði Skagway var ekki annaðen þrjótur. Hún leit á hringlausan fingurinn. Hvert skipti sem hún sá hann óx reiði hennar. Og samt, Tara vissi að hann hafði beitt hana einkennilegum áhrifum. Þau áðu i sólarhring í landamærastöð- inni en þá urðu þau að fara. Þegar Tara klifraði upp á sleðann tók hún eftir að Campbell og Grayburn voru á kafi í um- ræðum og kvíðafull vissi hún að þeir voru að tala um hana. „Tilbúin til brottfarar, frú Kane?” spurði Campbell kurteislega og rétti henni snjógleraugu. „Þú munt þarfnast þeirra, frú. Og varaðu þig á kali.” Ekki langt frá landamærastöðinni skall blindbylur á. Fjallalögreglan leit kuldalega út, feldur hundanna varð hvitur, sleðarnir urðu þykkir af snjó. Til að forðast kal þöktu lögreglu- mennirnir andlitin algjörlega. Tara lokaði augunum bak viö snjógleraugun. Þrátt fyrir ofsarokið syfjaði hana. Öku- maðurinn sá hana hneigja höfuðið og hristi hana harkalega: fólk sem sofnar í blindbyl vaknar sjaldan aftur. Smám saman breyttist veðrið. Hundarnir tóku sprettinn. Þau voru öll umlukt algerri þögn, eins og i kæfandi teppi. Þremur tímum siðar komu þau til Lake Bennett sem var einu sinni falleg- asti staðurinn i umdæminu. Núna var það mikill bátagarður umluktur af þús- undum tjalda. Menn voru að smíða báta til að komast upp ána, til að finna gull, en það var engin von um að nota þá enn- þá. Tara horfði yfir á ísi lagða ána. „Hvernig komumst við til Dawson?” spurði hún Campbell. „Við ferðumst á ísnum.” „Hvers vegna gera hinir það ekki?” „Þeir hugdjörfu gera það. En það er öruggara með bátum, jafnvel þótt þú þurfir að bíða eftir þíðu. Við höfum ekki tíma og við höfum ekki mikið að bera.” Þau áðu við ána í tvo daga og Tara eyddi tímanum í gagnslausa leit að ein- hverri ögn af upplýsingum sem gætu leitt hana til Daníels. En hún óttaðist að hann hefði verið einn hinna hugdjörfu, of óþolinmóður til að bíða eftir öruggri ferð. Þó að þau færu öruggari leiðina, með- fram klettunum, tók það þau tvo og 3. tbl. Vikan 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.