Vikan


Vikan - 17.01.1980, Side 23

Vikan - 17.01.1980, Side 23
Erlent Rússnesk nýjung: Erlent ÓÞÆGILEG EFTIRKÖST Fólk er yfirleitt litt hrifið af því að vera stöðugt minnt á fortíð sina, að maður tali nú ekki um ef hún birtist manni allsnakin. Fyrir nokkrum árum átti Jacqueline Bisset i fjárhagsörðug- leikum og féllst þá á að koma fram nakin i kvikmynd sem kölluð var Leyndarmál. Þessa mynd má nú kaupa á myndsegul- bandi fyrir 79,95 dollara. Það nægir að hringja til fyrirtækisins „Tele-Cine” í San Francisco. Heyrst hefur að Jacqueline eigi nú von á upphringingu frá þeim manni sem keypti öll eintökin .... Bisset Nakin fortíð. FÆÐING í VATNI Á myndunum sem hér fylgja má sjá rússneskan dreng, lvan að nafni, nýkominn í heiminn. Það merkilegasta við fæðingu hans er líkast til það að móðir hans var á kafi í vatni meðan at- burðurinn átti sér stað ásamt Ijósmóður sem var henni til aðstoðar. Aðferð þessi er ný af nálinni og kennd við doktor Tjarkovsky sem er Rússi. Samkvæmt kenningum hans er tilvon- andi móðir látin vera í kafi í vatni þegar hún væntir sín og fær ekki að stinga hausnum upp úr nema rétt til að anda. Vatnið í lauginni er nákvæmlega 37 gráða heitt, eða sama hitastig og barnið bjó við á meðan það enn var inni í móðurinni. Með þessu móti verða viðbrigðin hjá barninu miklu minni en undir venjulegum kringumstæðum þar sem hefðbundnar aðferðir eru notaðar. Auk þess þurfa mæðurnar að reyna minna á sig við fæðinguna þar sem þær fljóta um í vatninu. Athyglisvert þykir að börn sem fæðast á þennan hátt eiga ekki í minnstu erfiðleikum með að synda upp á yfirborðið — þau synda reyndar eins og fiskar. Þegar höfuðið skýst svo upp á yfirborðið taka reyndar hendur fæðingarlæknisins við nýfæddu barninu — og lífið hefst fyrir alvöru á þurru landi eins og vera ber. Barnið nýkomið úr móðurkviði. Engan skelfingarsvip er að merkja á andliti þess þó svo það sé á kafi f vatni. Ivan litli litur rólega i kringum sig þegar honum skýtur upp á yfir- borðið þar sem hendur læknisins taka á móti honum. 3. tbl. Vikan 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.