Vikan


Vikan - 17.01.1980, Síða 25

Vikan - 17.01.1980, Síða 25
bara neðan í því, gamla mín, fyrir þessar fáu krónur. Og við okkur sagði hann: — 5 milljón pesetar er fyrsti vinningur. Þá get ég loksins keypt mér hús úti í sveit þarna heima, eins og mig hefur alltaf dreymt um! Svona var Sveinn Við sigldum til Marseille og Genua, en komum aftur við í Barcelona til að lesta á heimleiðinni, og á síðustu stundu hafði hann munað eftir happdrættinu, sem dregið hafði verið I meðan við vorum í hinum höfnunum. Hann þaut í land á síðustu stundu og náði sér í vinn- ingaskrána í hafnarsjoppunni. Ég sá að hann stóð við skúrinn og braut saman blað og setti í rassvasann, þar sem hann hafði peningaveskið með happdrættis- miðunum í. Ég hafði verið á vakt fyrstu fjóra tím- ana eftir að við létum úr höfn. Ýmist í brúnni eða aftur á. Einkennilegt, en nú mundi ég svo greinilega, að ég hafði séð þeim bregða fyrir Sveini og Brúnó inn um kýraugað á káetu Sveins um leið og égátti leiðhjá. Lögreglan leitar alltaf að einhverju til- efni í morðmáli. Henrik Sander hafði sagt, að alltaf væri einhverra orsaka að leita. Hann hefði aldrei fengist við mál, þar sem ekki væri ákveðið tilefni. Eng- inn fremur morð bara til þess að drepa, sagði hann. Og hér hafði hann fundið ástæðuna. Þetta var rándráp. Það hafði augljóslega komið vinningur á einn miða Sveins og freistað Brúnós. Það fyrsta sem mér kom í hug var að fara til skipstjórans og biðja hann að setja Brúnó bak við lás og slá og afhenda hann síðan lögreglunni i næstu höfn. En það sem mér kom næst í hug, var ekki beint fallegt: Það hlaut að vera mjög há upphæð, sem um var að ræða. Maður myrðir ekki skipsfélaga sinn vegna smáupphæða. Hvað gæti þetta verið mikið? Segjum nú svo að þetta væri stærsti vinningurinn — 5 milljónir peseta. Eða einn af fjórum næstu vinningun- um, sem voru víst 1 milljón hver. Við vorum sjóarar og áttum okkur drauma um að komast í land. Við vorum það fullorðnir, orðnir þreyttir á flakkinu og þráðum að komast í land. Svein dreymdi um lítið hús úti í sveit heima i Danmörku. Brúnó langaði að eignast bar í Barcelona. Mig sjálfan dreymdi um góða forngripaverslun í Kaupmanna- höfn. Það væri hægt að komast langt með fimm milljónir i Barcelona. Það mætti láta drauminn um barinn rætast. Mér datt í hug, að þetta væri hálf milljón danskar krónur og einmitt það sem þyrfti til að kaupa forngripaversl- un eina í Kaupmannahöfn, sem ég vissi að var til sölu. Ég fór nú að brjóta heilann stíft. Ég ákvað að fresta því að ganga á fund skip- stjóra. Nú skildi ég, hvers vegna Brúnó hafði forðast félagsskap minn og verið svona einkennilegur. Ég fyrirleit hann, kærði mig ekki vit- und um félagsskap hans frekar. Sveinn var dauður, ekki tækist mér að vekja hann til lífsins, þó ég segði til morðingja hans. Ég hafði heldur engan áhuga á þvi að kosta Brúnó — ásamt öðrum skatt- borgurum — næstu 16 árin i fangelsi. Væri það ekki miklu þyngri refsing, ef ég næði milljónunum frá honum. Við komum til Barcelona á mánu- dagsmorgni. Ég fór upp til stýrimanns- ins og bað hann um að fá tvo frídaga, sem ég átti inni. Ég sagði honum að ég þarfnaðist hvíldar og þyrfti að komast burtu. — Jæja, bátsmaðurinn er líka hvíld- arþurfi — hann hefur líka beðið um frí seinnipartinn, sagði hann. Seinnipartinn — það var fínt. Ég hafði þá nægan tima til að komast að því hvar vinningar voru greiddir. Síðan ætlaði ég að vera í felum og koma honum að óvörum — hóta hpnum með lögreglunni, ef hann léti mér ekki eftir 3. tbl. Vikanzs

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.