Vikan


Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 26

Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 26
Smásaga eftir Arne Rasmussen ] happdrættismiðann, sem stóri vinning- urinn haföi komiðá. Það gekk auðveldlega að finna skrif- stofur happdrættisins. Þær voru til húsa í glæsilegri byggingu í fínni hluta borgar- innar. Það var banki á fyrstu hæðum hússins, en skrifstofan var á þriðju hæð og inngangan þangað var um hliðardyr á götuhorninu. Anddyrið var íburðar- mikið, marmaragólf og viðarklæddir veggir skreyttir útskurði. Svo vel vildi til, að gangstéttarkaffi- hús var við næsta hús við hliðina og skildi þétt trjágirðing á milli. Ég valdi mér þarna stað. Ég hóf varðstöðuna klukkan 12. Ég pantaði mér kaffi og koniak, og nú hófst löng bið. Ég hafði keypt mér dagblað, stór sólgleraugu og barðastóran hatt, því að rétt var að vera við öllu búinn, ef svo óliklega vildi til, að Brúnó sæi til mín. Tíminn silaðist áfram, fólk kom og fór. Ferðamenn frá hinum ýmsu löndum voru i meirihluta. Það var heitt og mig j tók að syfja, en hávært tal hinna gest- anna hélt mér vakandi. Loksins kom hann! Já, þama var Brúnó. Ég sá hann gegnum trjálimið, en hann gat ekki séð ] mig. Hann fór í skyrtuvasa sinn og tók upp pappírsmiða. Það yoru ekki meira en 4-5 metrar á milli okkar, svo að ég sá hvað þetta var. Happdrættismiði og vinningaskráin, sem ég hafði séð Svein stinga í rassvas- ] ann þegar hann skálmaði frá hafnar- ! sjoppunni til skips. Brúnó var greinilega að fullvissa sig um að hann væri á réttum stað. Ég sá að hann kinkaði kolli og hélt I átt að inn- ganginum. Ég var tilbúinn að stökkva á fætur og elta hann, því ég ætlaöi að stoppa hann í anddyrinu og láta hann afhenda mér miðann. En svo snerist honum greinilega hugur. Hann tók eftir gangstéttarkaffi- húsinu og stefndi þangað. Hann var víst þurfi fyrir hressingu. — Viski, sagði hann við þjóninn. — I Sterkan. Hann hélt uppi fjórum fingrum til að sýna þjóninum hve sterkan hann vildi drykkinn. Hann var greinilega mjög tauga- óstyrkur. í miðri viku I ,1 i' i .1.71 . ^ 1 I ÞaA er búMJ að vara gott vaflur alla vikuna og svo far auflvftafl afl rigna þegar loksins kamur halgi. Enginn er ann- ars bróðir í leik Ég faldi mig bak við dagblaðið. Hópur Dana sat umhverfis hann. Honum varð talsvert um, þegar hann uppgötvaði að hann hafði sest niður meðal landa sinna. Það er ekki alltaf heppilegt að mæta löndum sínum. Það verður verra fyrir hann rétt strax, hugsaði ég. Hann drakk þennan sterka drykk í 3—4 stórum teygum og sat svo litla stund meö hangandi hendur. Það var eins og hann biði þess, að drykkurinn gæfi sér kjark til að halda áfram. Ég gat nú reyndar ekki séð, að hann þyrfti að vera órólegur — ekki eins og á stóð. Það hlaut að hafa verið erfiðara að berja Svein til bana og henda honum i sjóinn. Nú þurfti hann bara að afhenda seðilinn og fá greiddar milljónirnar. Vinningshafar eru ekki skráðir, enginn veit hver á vinningsmiðann. Sá sem hefur hann í höndum fær greiddan vinn- inginn. Hvað skyldi upphæðin vera há? Brúnó gerði upp við þjóninn, en sat samt áfram til að jafna sig. Ég var líka búinn að gera upp og var tilbúinn að elta hann. Loksins stóð hann upp og gekk fram hjá mér, án þess að veita mér minnstu athygli. Um leið og hann hvarf bak við runn- ana, lagði ég frá mér blaðið og fór á eftir honum. Hann gekk inn um viðamiklar dyrnar og ég stökk á eftir honum um leið og dyrnar féllu að stöfum. Brúnó stóð aleinn í anddyrinu og virti fyrir sér töflu, sem á voru skráð fyrir- tæki hússins. Hann sneri höfðinu eldsnöggt. Augu okkar mættust og ég sá, að hann skildi allt á sama augnabliki. Hann stóð með happdrættismiðann og vinningaskrána í hendinni og ég kom strax auga á, að svartur hringur var dreginn um efstu töluna. Það var þá stóri vinningurinn — það voru fimm milljónir! Mér fannst orð vera óþörf og rétti fram höndina. — Við getum skipt jafnt, andskota kornið, tautaði hann fullur örvæntingar. Ég hristi höfuðið ákveðinn: — Nei, afhentu mér þetta! Ég beygði mig fram og endurtók með þunga: — Afhentu mér þetta. Annars færðu að dúsa 12 ár bak við rimlana. Hann sá að mér var alvara. Hann rétti fram pappírana og mér til mikillar ánægju sá ég að hendur hans skulfu. Hendur mínar voru aftur á móti styrkar, þegar ég tók við hinum verðmætu pappirsmiðum. Þegar hurðin féll að stöfum að baki honum, þrammaði ég eins og sigurreifur hershöfðingi upp á þriðju hæð. Hér var aftur komið í mikið anddyri og ef nokkuð var, virtist íburður hér enn meiri en niðri. Á veggjunum gat að líta gömul listaverkog á marmaragólfinu stóðu höggmyndir og forkunnarfagrir gólfvasar. Það varaugljóst, að viðskipta- vinirnir fengu ekki allar milljónirnar. Ég gekk inn í afgreiðslusalinn og lit- aðist um. Innst inni las ég á skilti yfir af- greiðsluborði, að greiðsla vinninga færi fram. Tii hliðar við afgreiðsluborðið sá ég dyr þar sem stóð „forstjóri”. Mér datt í hug, að ef til vill væri for- stjórinn kallaður fram, þegar stóri vinn- ingurinn væri greiddur. En sú var ekki raunin. Maðurinn við kassann sló höndunum saman og byrj- aði að rausa einhver ósköp. Ég skildi ekki orð af því sem maður- inn sagði, en það skipti mig engu, þvi það var greinilegt að allt stóð heima. Maðurinn byrjaði að stafla upp pening- unum, meðan romsan stóð upp úr hon- um. Búnt eftir búnt kom upp á borðið. Já, þetta voru engir smáaurar! Ég starði eins og I leiöslu á peninga- búntin. Eins og i leiðslu greip ég pennann og kvittunina, sem hann rétti mér. Og ósjálfrátt skrifaði ég undir. Svo uppgötvaði ég, að ég hafði alveg gleymt að taka eitthvað meö mér undir alia þessa seðia. Ég fann hvernig svitinn braust út og eitt andartak hélt ég að taugarnar ætluðu að bila. En svo reyndi ég með handapati að gera manninum skiljan- legt, að ég þyrfti að fá eitthvað til að setja milljónirnar mínar í. Hann hafði greinilega áður þurft að hjálpa upp á í svona tilfelli, því að hann rétti fram stóran, svartan plastpoka. Ég byrjaði að tína seðlabúntin niður í posann. Ég var alveg dáleiddur yfir öll- um þessum peningum og veitti því enga athygli, sem gerðist í kringum mig. Ég tók ekki einu sinni eftir, að dyrnar inn til forstjórans opnuðust. En ég komst ekki hjá því að taka eftir hendinni, sem lögð var á hægri öxl mína. Það var mjög stór og þung hönd og takið var þétt. Þetta var Henrik Sander. Lögreglu- maðurinn, sem frægur er úr blöðunum — sá sem leysir flest morðmál I Dan- mörku. Nú var hann kominn þarna. Hann sagði: — Ég tek þig hér með fastan fyrir morðið á skipsfélaga þinum. — Ég er saklaus, öskraði ég frávita. — Það verður erfitt fyrir þig að sanna það, sagði hann rólegur. — Ég sagði þér i Kaupmannahöfn, að á 25 ára ferli mínum I lögreglunni hefði ég aldrei fengist við morðmál, án þess að einhver ákveðin ástæða lægi að baki verknaðin- um. Hann benti á troðfullan, svartan plastpokann i vinstri hendi minni og bætti við: — Og ég sé að enn er við það sama! Erlent Sirhan: Frjáls... MORÐINGI FÆR FRELSI Þegar John F. Kennedy var skotinn til bana fyrir 16 árum heimtuðu margir frjálslyndir Bandaríkjamenn dauða- refsingu aftur I gildi. Morðið á yngri bróður hans, Robert, 11 árum síðar i Los Angeles gerði sömu kröfur háværar á nýjan leik, en Robert var þá einmitt að heyja baráttu sína fyrir forsetaembætt- inu. En banamaður hans, Sirhan Sirhan, var aðeins dæmdur til langrar fangelsis- vistar, þar sem hann sannaði að morðið hefði verið framið í pólitískum tilgangi. Nú er yngsti bróðirinn, Ted, farinn á stúfana til að undirbúa kosningabaráttu sína sem forsetaefni demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er því athyglisvert að um svipað leyti og ákveðið var að Ted færi í fram- boð skrifaði rikisstjóri Kaliforniu, Brown, sem ætið hefur talist til frjáls- lyndustu manna, undir náðunarbeiðni Sirhan Sirhans — morðingi Roberts Kennedy öðlast frelsi sitt á ný. Auk þess hefur Brown komið fastlega til greina sem forsetaframbjóðandi... Tsd Kennedy: Kosnlngabsrátta framundan. 26 Vikan 3. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.