Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 31

Vikan - 17.01.1980, Page 31
Opnuplakat i ER KOMIN í HÓP STORHLJOM SVEITANNA Hafi einhver vafi verið á því að hljóm- sveitin Supertramp væri i hópi stærstu hljómsveita heimsins var hann að engu gerður er LP platan Breakfast In America kom út á siðasta ári. Sú plata hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda jafnt sem plötukaupenda og vikum saman var hún i hópi metsöluplatna hvarvetna um heint. Fjögur lög af Breakfast ln America komu út á litlum plötum. Logical Song hlaut bestar viðtökur. Litlu minni sala varð í titillagi plötunnar og lagið Goodbye Stranger seldist prýðilega. Nokkru fyrir jól kom fjórða lagið, Take The Long Way Home, út. Það komst í tiunda sæti vinsældalistans í Bandaríkjunum en tók síðan að falla niður. Stofnendur Supertramp eru Richard Davies og Roger Hodgson. Hljómsveitin hefur verið eins skipuð siðan 1973. Til viðbótar stofnendunum eru i henni John Anthony Helliwell, Dougie Thompson og Bob C. Benberg. í upphafi ferils hljómsveitarinnar vegnaði henni frekar illa. Hún lifði þó vegna fjárstyrks milljónamærings sem hafði trú á liðinu. Það var þó ekki fyrr en hann gafst upp á hljómsveitinni sem eitthvað fór að ganga. Supertramp hefur sent frá sér sex LP plötur. Supertramp kom út árið 1970 og Indelibly Stamped ári síðar. Sama ár kom platan Crime OfThe Century út. Á henni var lagið Dreamer. sem hlaut ágætar móttökur. — Fimm árum síðar. eða 1976, gaf Supertramp út plötuna Crisis? What Crisis? og fylgdihenni eftir með Even In The Quitest Momenls. Þá var hljómsveitin tekin að byggja upp aðdáendahóp sinn, sem margfaldaðist með útkomu Breakfast In America. Sagt er að Supertramp sé með sér- stæðustu hljómsveitum sem starlandi eru. Til dæmis hafa leiðtogarnir Richerd Davies og Roger Hodgson ekki ræðst 'dð árum saman. Ágreiningur þeirra spratt upp vegna mismunandi afstiiðu til eitur- lyfsins LSD. En hvað sem öllum deilum innan hljómsveitarinnar líður gengur þeim Hodgson og Davies ágætlega að semja saman lög. Við slíkt ’úrðist margra orða ekki þörf. 3. tbl. Vikan 31 i

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.