Vikan


Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 35

Vikan - 17.01.1980, Blaðsíða 35
— Sjáðu nú til, kæri vinur! Ég má ekki missa af þessu brúð- kaupi í Glenfinnan Mor og þar sem ég sé ekki neina sérstaka ástæðu fyrir því að ég skuli vera að fóðra járnbrautarfélög með sparifé mínu þá geri ég það að tillögu minni að ég greiði þér 6 shillinga fyrir farið. Ha? En það varð engu tauti komið við miðasölumanninn. Angus neyddist því til að draga upp gærupunginn sinn og losa um opið. — Segjum 10 shillinga! Þetta var síðasta tilraun hans til að koma miðaverðinu niður. Miðasölumaðurinn stóð eins og stytta með útrétta hönd þar til Angus setti 12 shillingana í lófa hans. Um leið og sá merkis- atburður átti sér stað heyrði miðasölumaðurinn einhvern stynja undir harða trébekknum sem Angus hafði skorðað sig svo ágætlega á. Hann beygði sig niður — og sjá, þar lá fullorðinn maður! — Ætlar þú líka til Glenfinnan? spurði miðasölu- maðurinn byrstur. Maðurinn undir bekknum kinkaði samþykkjandi kolli og bætti svo við: — Reyndar er ég brúðgum- inn. Nú skarst Angus í leikinn og tróð sér á milli mannanna. — Ég biðst afsökunar. Ég er ansi hræddur um að ég hafi gleymt að kaupa miða handa þessum unga manni. Hann er vanur að ferðast á barnamiða — rétt orðinn 27 ára. Nú var miðasölumanninum nóg boðið. — Ekkert röfl! Annaðhvort borgið þið báðir það sem ykkur ber eða þið verðið samferða úr lestinni í Lochhalsh.. — Æ, æ, æ! kjökraði Angus, þið ætlið að rýja mig inn að skyrtunni. Hvemig væri að við borguðum 6 shillinga hvor? Ha? — Það kostar 16 shillinga að ferðast á milli Iverness og Glenfinnan Mor, sagði miða- sölumaðurinn sem nú var orðið heitt í hamsi. — Djöfuls svindl! heyrðist nú sagt úr fatabunka sem lá uppi í farangursnetinu og eigandi raddarinnar stakk höfðinu fram Yfir brúnina og hélt áfram: — Hvers vegna á hann að borga meira en Angus? Hefur farmiðinn allt í einu hækkað úr 12 shillingum í 16? Hvílík verðbólga hér í lestinni! Miðasölumaðurinn leit undrandi á konuna sem lá makindalega í fatahrúgu í farangursnetinu. Það reyndist vera Catriona feita, eiginkona Angusar. Nú keyrði um þverbak. Miðasölumaðurinn þreif þá feitu niður úr netinu um leið og hann hvæsti: — Þið skuluð ekki halda að þið komist upp með þetta! Þið verðið öll sett af á næstu stoppi- stöð. Angus, að þér skyldi koma til hugar að reyna að smygla allri fjölskyldunni í brúðkaup til Glenfinnan á einum miða. Skosk bjartsýni það! í sama mund stöðvaðist lestin með hnykk. Hún var komin til Lochhalsh. Það skipti engum togum, miðasölumaðurinn greip þau Angus, Catrionu og brúðgumann sjálfan og fleygði þeim hranalega út á brautar- pallinn. Siðan tók hann sekkjapípuna, fleygði henni út um opinn klefagluggann og sömu leið fór stóra ferðataskan sem Angus hafði átt í sem mestum vandræðum með í upphafi ferðarinnar. Það brakaði og brast í ferðatöskunni þegar hún skall á brautarpallinn. Þetta var of langt gengið, eða það þótti Angusi i það minnsta því hann rauk aftur inn í lestina, reif miðasölumanninn upp á kraganum og sagði: — Ertu brjálaður? Fyrst í miðri Viku níðistu á mér, fátækum ferða- manni, síðan kemurðu fram við konu mína og son líkt og þau væru fávitar og svo... Orðin stóðu í Angusi MacCormac þar sem hann stóð og benti skjálfandi hendi á ferða- töskuna sem lá skökk og tætt á brautarpallinum... — . . . og nú reynirðu að drepa Hektor litla, eina barna- barnið mitt! Þýð ej. Nei, ég nota þessa byssu ekkert — þaö er bannað að skjóta hvali. í staðinn notum við öngul og risaorma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.