Vikan


Vikan - 17.01.1980, Síða 41

Vikan - 17.01.1980, Síða 41
það herra minn. Ég þakka yður auðmjúklega fyrir þessi fallegu orð yðar." Rödd hans var einnig stríðnisleg. Claire tók eftir því að Noel tók það sem hól að Tint skyldi þekkja hann og hún vissi einnig að hann hafði talað við Tim eins og maður talaði við sér eldri menn á lrlandi. Claire var skemmt við þessi orðaskipti þeirra og hún fann hvernig ást hennar til Noels magnaðist. Hann virtist alltaf vera sá sem stjórnaði atburðarásinni og umræðunum. Og hann virtist einnig alltaf vera svo fullur sjálfstrausts. Nú hafði hún einnig uppgötvað að hann átti sínar veiku hliðar. Þann snefil af hégómagirni, sem hann hafði nú sýnt, þótti Claire næstum því vænst um af öllum þeim hliðum sem hann hafði áður sýnt; og þetta hafði valdið þvi að siðasti snefillinn af feimni gagnvart honum hafði nú yfirgefið hana. „Tim,” spurði hún „hvað var þetta með Bruce?” „1 fyrsta lagi mætti hann ekki i viðtalið með Halliday,” svaraði útvarps- maðurinn. „Það átti að vera klukkan kortér yfir átta nú í kvöld, frá Makeliupptökusalnum. Við urðum að bæta öðru efni inn í staðinn og það er ekkert sérlega vinsælt — þú veist af- sökunarbeiðni og allt það.” „En —” byrjaði Claire án þess að geta sýnt miklar áhyggjur vegna Bruces og þessarar hegðunar hans. Það sem sennilega hafði gerst var að Bruce, Efraim og Abinal höfðu haldiðáfram að rífast, svo að Bruce hafði gleymt út- varpsþættinum. Þau voru þrátt fyrir allt ekki stödd í Englandi þar sem svona lagað yrði litið tiltölulega alvarlegri augum. „Það er ekki allt, Claire,” sagði Tim óvenjulega mjúkur í máli. Þessi mýkt hans gerði hana hræddari en nokkuð annað sem hann hafði sagt, þvi að yfir- leitt var hann striðnislegur og jafnvel harðorður, án þess þó að vera óvingjarn- legur. „Ég frétti það í gegnum Elias, dyravörðinn, sem hafði frétt það hjá einhverjum öðrum. Ég veit ekki hvað er satt í því sem hann segir, en hann kemur nú upp með kaffi til mín og þá geturðu spurt hann sjálf. Þarna er hann einmitt.” Þegar dyravörðurinn kom inn benti Tim á bakkann og lyfti brúnum i áttina til Claire og Noels. Þegar þau hristu bæði höfuðið spurði hann: „Elias, segðu frú Felton þaðsem þú sagðir mér áðan.” „Þetta umeldinn?” „Já.” „Bróðir minn segir mér,” sagði Elias og sneri sér rólega að Claire að hætti þeirra innfæddu. „Stór vörugeymsla á bak við Langleyverslun — þú veist? Púff! Allt farið. Brunnið.” „En hvenær skeði þetta, Elias?” spurði Claire. „Ég var þar nú í dag.” „Eftir sólsetur, frú. Stór eldur. Mikill reykur.” Hann baðaði brosandi út höndunum. „Oliumálverk gera góðan eld Allt farið. Bróðir minn segir það.” Hann kinkaði kolli, tók upp tóman kaffibolla Tims og gekk síðan út. „Er ekki hægt að hringja og fá að vita hvaða sannleikur er í því sem hann segir?” spurði Noel. SS þarf ekki,” sagði Tim og hristi höfuðið. „Og hvert eigum við að hringja? Það gagnar lítið að hringja til Langley ef allt er að brenna til kaldra kola hjá honum. Þar að auki reyndi ég það fyrr í kvöld þegar ég komst að því að hann væri ekki mættur. Og það er ekkert vit í að hringja í útvarpsstöðina í Makeli, þegar fréttirnar eru að koma eftir örfáar minútur hvort eð er. Ég þarf að spila plötur i fimmtán mínútur í viðbót eftir framhaldssöguna, síðan hef ég samband við þá. Mér datt í hug að þið vilduðbíða.” Tim leit á Claire og það var af- sökunarhreimur i rödd hans þegar hann bætti við: „Mér datt í hug að þú vildir heyra þetta frá Eliasi sjálfum. Allavega vildi ég ekki segja þetta í símann, ef — æ, þú veist.” Já, hún vissi það. Tim var sennilega að hugsa það sama og Noel: Að hún væri ekkert sérlega heppin hvað karl- mennina í lífi hennar varðaði. Tim hafði minnst þess sem kom fyrir Dermott og ekki getað fengið sig til að segja henni það sem hann áleit vera slæmar fréttir af Bruce. En allt í einu létti yfir henni og hún sagði: „En það hlýtur að vera á- stæðan til þess aö Bruce kom ekki i út- varpsstöðina? Hann hefur átt fullt í fangi meðeldinn.” „Já, auðvitað hlýtur það að vera þannig. Hann hefur verið of önnum kafinn til að muna eftir þættinum,” svaraði Tim og var svo hraðmæltur að illur grunur hennar vaknaði að nýju. Þó vissi hún ekki hvað hún var hrædd við. Allt sem hún mundi eftir var reiði Efraims og óvenjulegt fylliri Abinals. Og allan tímann, á meðan hver hugsunin elti aðra í huga hennar, horfði Noel athugull á hana. Framhaldssagan var búin. Þó að hún hefði átt lif sitt að leysa hefði hún ekki getað munað um hvað hún snerist. Tim sneri sér aftur að upptökuborðinu. Hún settist í eina stólinn sem var í herberginu og Noel settist liðlega eins og stór köttur á þykkt gólfteppið, með bakið að veggn- um og handleggina um hnén. Tim hafði rétt fyrir sér, hugsaði Claire. Ef raunverulega hefði kviknað í hjá Langley þá um kvöldið myndi Makeliútvarpsstöðin hafa fréttina með núna. Það var ekkert vit i að rjúka af stað fyrr en þau væru viss í sinni sök, og fljótlegasta leiðin til að fá að vita sannleikann var að hlusta á útvarpsfrétt- irnar. Þau sátu þarna hljóð á meðan plöturnar voru spilaðar. Claire heyrði ekki tónlistina og starði á Tim án þess þó að sjá hann. Hendur hans hreyfðust örugglega á milli plötuspilarans og plötustaflans, af gömlum vana og mikilli kunnáttu. Síðan varð hún allt i einu vör við að plötuþátturinn var búinn og auglýsingarnar byrjuðu. Allan tímann hugsaði hún um hvort Bruce eða einhver annar væri slasaður og hvað — eða hver — hefði verið orsök eldsins. Aftur og aftur 'sá hún Abinal fyrir sér drukkinn og reiðan. Kannski hafði hann gengið aftur að vörugeymsiunni. Það hafði allt fuðrað upp, sagði Elías. Voru málverkin þar meðtalin, málverkin sem Bruce hafði leitað að svo lengi, eða hafði honum tekist að bjarga þeim? Aftur og aftur kom hún að þeirri hræðilegu spurningu: Hafði einhver slasast? Tim tók eftir augnaráði hennar og benti á klukkuna á veggnum. Þá tók hún eftir því að græna ljósið var komið á. Hann rétti henni auka heyrnartól þegar klukkan var að veröa ellefu og sagði brosandi: „Ef þú hlustar, heyrirðu hverriig ég læt tónlistina deyja út. Gáðu hvort ég geri það eins vel og Dermott.” Claire heyrði síðasta tóninn hverfa um leið og klukkan varð ellefu og rödd Walt M’tanga, fréttaþulsins í Makeli, tók við. Tim ýtti á hnapp og allt í einu hljómaði rödd þulsins um allt herbergið. Claire kinkaði viðurkennandi kolli, vegna þess hve vel tímaáætlunin hafði staðist. Claire tók varla eftir fyrstu fréttinni: Regntíminn var byrjaður — tveir þumlungar á einum og hálfum klukku- tima — viðskiptaráðstefna á næsta ári — mislingar í norðurhluta Walushi — verslun í Makeli. . nú vaknaði athygli hennar. „Snemma i kvöld kviknaði í vöru- geymslu Langleyverslunarinnar i Makeli,” sagði þulurinn. „Tæknimaður frá útvarpsstöðinni varð fyrstur var við reykinn og var strax kallað í slökkviliðið. Sagt er að í byggingunni hafi verið mikið af innlendum vörum, þar á meðal olíu- málverk eftir innlenda listamenn. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út og öllum öðrum byggingum en vörugeymslunni er borgið að þvi er sagt er. Upptök eldsins eru enn ókunn. Ekki hefur enn tekist að ná tali af eig- andanum, hr. Bruce Langley..” Claire leit yfir til Noels sem virtist vera hálfsofandi en opnaði allt i einu augun og leit beint framan í hana. „Svo að þetta var þá satt,” sagði Tim. „Þó að það sé varla hægt að segja að við vitum mikið ennþá. Hvað viltu gera, Claire?” Noel stóð upp af gólfinu og spurði: „Viltu fara þangað? Ég myndi ekki segja að það væri líklegt til árangurs fyrst fréttamönnunum tókst ekki að finna Langley, en ef þú vilt fara skal ég koma meðogaka þér.” Claire svaraði ekki. Hún var að hugsa um að ef enginn hefði verið við í versluninni, væru litlar líkur á að nokk- ur hefði slasast. Slökkviliðsmenn yrðu á vakt alla nóttina, þrátt fyrir regnið sem olli því að litlar líkur voru til aðeldurinn myndi blossa upp á ný. Hún vildi ekki fara þangaðen hvemig átti hún að segja þessum tveimur mönnum, sem álitu hana vera trúlofaða Bruce, frá þvi? Hafði hún brugðist Bruce þegar hann átti í mestu erfiðleikunum með Abinal og Efraim? Eftir það sem virtist hafa verið eilífðarþögn sagði Claire: „Við vitum ekki einu sinni hvort það er rigning ennþá.” Tim gaut augunum til Noels. „Nei,” sagði hann. „Og ef rigningin er mikil er útsýnisvegurinn ekki ákjósanlegasti staðurinn til að keyra á að næturlagi.” Þegar Claire heyrði orðin „að nætur- lagi” leit hún sorgmædd á Noel. Hún Moltex Comblnette buxuroq bleia í einulagi Sérstakar nætur- ogdag bleiur Heildsölubirgðir Halldór Jónsson hf, 3. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.