Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 44

Vikan - 17.01.1980, Page 44
Framhaldssagan „Ertu brjáluð?” „Hvar eru myndirnar?” Hann horfði tómlega á hana eins og hann hefði ekki skilið hvað hún sagði. Siðan sagði hann skilningssljór: „Hvað? Ó, þær. Þær voru brunnar upp áður en ég gat nokkuð gert. Við urðum að flýja eins og fætur toguðu.” Þegar hann sá að Claire skalf, hrópaði hann: „Þú ert alltaf tilbúin að vorkenna þeim sem ekki þurfa á því að halda. Hvernig væri nú að þú vorkenndir mér svolítið, svona til til- breytingar? Öll þessi málverk og öll þessi vinna til einskis.” Hann var nú næstum því farinn að gráta og lyfti óhreinum höndunum að andlitinu. „Ef þú hefðir aðeins sagt Efraim sannleikann í upphafi,” sagði Claire. „Hann átti rétt á að vita hvar faðir hans var. Jafnvel á eftir, þegar hann kom með bræður sína, ef þú hefðir sagt honum sannleikann þá, þá hefði mátt bjarga lífi Abinals. Nú hefurðu tapað Papefjár- sjóðnum, svo að til hvers ertu að þessu? Ó, Bruce, hvernig ertu gerður?” „Ég er að segja þér að þetta gerðist allt of fljótt. Ég get ekki gert að því.” „Ég hjálpa þér ekki, Bruce. Ég get það ekki. Það getur enginn hjálpað þér núna nema þú sjálfur.” „En mig vantar föt. Sjáðu hvernig ég lítút.” Matur og föt, hugsaði Claire. Það gat maðurgefiðöllum. Bruce sagði biturlega: „Það hvíldi bölvun á þessum málverkum. Sennilega hefur þessi blessaði Dermott þinn lagt bölvun sína á þau. Sástu ekki vofu hans reika um göturnar um daginn? Þú hefðir hjálpað honum, ekki satt? Þó að þú þykist vera bæði fullkomnari og betri en aðrir, hefðirðu hjálpað honum, er það ekki?” Claire sagði aðeins tómlega: „Þú getur fundið eitthvað af fötunum hans inni í skápnum, í herberginu við hliðina á baðherberginu. Þú getur farið í sturtu og skipt um föt. Síðan vil ég að þú farir. Ef þú átt einhverja vitglóru eftir, ferðu til lögreglunnar og segir henni eins og er. Enþaðerþitt mál.” Um leið og hún sneri sér frá honum bætti hún við: „Ég vil aðeins að þú vitir að ég hef ekki hugsað mér að ljúga fyrir þig. Ef einhver — Efraim eða einhver annar — kemur og leitar að þér, mun ég ekki Ijúga.” Síðan bætti hún við: „Heimilishjálpin mín kemur fljótlega. Mundu að Abinal var bróðir hennar. Láttu mig aldrei sjá þig aftur. Ég verð á veröndinni. Farðu bakdyramegin þegar þú ferð.” C^LAIRE vissi ekki hve lengi hún sat og horfði á ljósgeislana sem léku um garðinn og lýstu upp regndropana, þar til þeir líktust gimsteinum. Eftir nokkra stund fór hún fram í eldhúsið og lagaði kaffi. Þá fyrst leit hún á klukkuna. Rebecca var orðin sein fyrir. Hún gekk full óbeitar inn í þögult Pennavinir Pándara S. Limbona, 146 Spreece Street Lcdarhurst, New York 11516 USA, 23 ára, fæddur á Fiiippseyjum. Skrifaráensku. Berghmans Ludo, Wezenstraat 1/107 2300 Turnhout Belgium, 23 ára gamall. Áhugam. lestur, tónlist — Deep Purple, Genesis, ELO. Skrifar á ensku. Everhard Welter, Chaussée de Hensy 81 4800 Verviers, Belgium, 23 ára gamall. Áhugamál diskódans, sportbílar, Kung fu. Skrifar á ensku, frönsku, þýsku. Alan Perennes, 16 rue Joseph Proudhon 93270 Sevran, France, 22 ára gamall. Áhugamál lestur, læra tungumál, safna póstkortum og myndum, ferðast. Skrifar á ensku, þýsku, ítölsku og frönsku. Stanislaw Gutman, ul. Narutowicza 10 woj. Katowice 42-582 Rogoznik, Poland, 25 ára gamall. Áhugamál tónlist, kvikmyndir, íþróttir, fræðast um fólk i öðrum löndum. Skrifar á ensku. Michal Kolacki, Hetmanska 42M1 60- 252 Poznan, Poland, 24 ára gamall. Áhugamál tónlist, — Pink Floyd, Jethro Tull, póstkort, íþróttir, bækur, dans. Skrifar ensku. Sigrún Eygló Guðmundsdóttir, Garða- braut 6, 300 Akranesi, óskar eftir að komast í bréfasamband við stelpur og stráka á aldrinum 16-20ára. Hún er sjálf 16 ára. Áhugamál hennar eru diskótek. sund og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Abdul Khatri, 24 Credon Road, Upton Park, London E13 9BJ, England, 22 ára gamall. Áhugamál tónlist — ABBA, lestur, gönguferðir, fótbolti, bió, sjónvarp. Skrifar ensku. L.J. Page, 16 Hastings Close Bognor PEGIS, P021 5PW, Wcst Sussex, England, 29 ára gamall. Áhugamál útvarp og sjónvarp, bréfaskriftir. Skrifar ensku. Svoboda Jaromir, Rijnová 591/6 250 88 Celeákovice Czechoslovakia, Central Europe, 29 ára gamall. Áhugamál, hlustar á allar breskar útvarpssendingar. landafræði, plöntur, grænmeti. Skrifar ensku. Jakobsdals garnið — sænska gæðagamið Angoryna Lyx mohairgarn Vicke Vire babygarn Trixi bómullargarn Bali bómullargarn Hannyrðaverslanir um land allt 44 Víkan 3. tbl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.