Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 45

Vikan - 17.01.1980, Page 45
húsið í áttina að svefnherberginu. Dyrnar á baðherberginu voru opnar. Blautu handklæði hafði verið fleygt á baðgólfið og óhrein föt Bruces lágu í hrúgu í einu horninu. Dyrnar að gestaherberginu voru lika opnar og þaðan heyrðist ekkert hljóð. Hún gekk hljóðlega inn. Bruce lá endilangur á rúminu og berir fætur hans snertu gólfið. Hann var i einhverjum fötum af Dermott. Óhreinir skórnir lágu á gólfinu og hann svaf svo fast, að hann virtist varla draga andann. Claire gekk nær og leit niður á hann. Hár hans var nú þurrt og lá fram á ennið, eins og á litlum dreng; andlit hans var afslappað og unglegt. Hann leit jafndrengjalega út og Dermott þegar hann svaf. Hún leit á ökklana. Buxurnar pössuðu ágætlega því að þeir voru báðir hávaxnir. Claire teygði fram höndina til að snerta öxl hans og vekja hann, síðan dró hún hana aftur hikandi til sín. Hún hafði lofað honum mat og fötum. En svefni? Hún vissi það ekki. Allt sem hún vissi var að á meðan andlit hans bar þennan varnarlausa svip gat hún ekki fengið af sér að vekja hann. Hún gekk hljóðlega aftur inn í eld- húsið og slökkti á kaffikönnunni. Hún myndi ekki gera meira. Hún myndi ekki yfirgefa húsið á meðan Bruce var þar og hún myndi heldur ekki segja Rebeccu að hann væri þar. En hún hafði meint það sem hún sagði. Ef einhver spyrði hvar hann væri myndi hún segja að hann væri sofandi. Rebecca kom ekki og þegar leið á morguninn þóttist Claire vita að hún hefði frétt um bróður sinn. Claire sat á veröndinni og starði út Vfir garðinn. Garðstólarnir hennar, sem höfðu fengið sitt árlega bað, stóðu nú blautir og mjúkir, jafnvel einmanalegir, og þornuðu i sólinni. Hún hringdi ekki til neins; og enginn hringdi i hana. Það var eins og hún hefði allt í einu verið færð frá öllum mannlegum samskiptum. Einhvern veginn vildi hún hafa það tannig þar til Bruce væri farinn út úr húsinu. Um ellefuleytið heyrði hún að bildyrum var skellt fyrir utan bilskúrinn hjá Hallethjónunum. Síðan heyrði hún bvenju æsta rödd Henrys. Einhvers staðar i undirmeðvitundinni hugsaði hún að þetta væti óvenjulegur heim- homutími fyrir Henry. Hún sat þarna áfram þögul og drakk kaffi, sem nú var orðið kalt, og reykti hverja sígarettuna á fætur annarri. Þeg- ar hún heyrði að þau nálguðust hana Sekk hún til dyranna til að taka á móti beim. FAY varð fyrst til að taka ti' máls. "Claire,” sagði hún hikandi, „það er nokkuð sem við höfum verið að velta Undir Afríku- himni fyrir okkur. Okkur hafa borist fremur leiðinlegar fréttir. Noel vaknaði snemma í morgun og ók til Makeli —” Hún þagnaði, óviss um hve mikið Claire vissi. „Eigum við að byrja á því að fá okkur sæti?” greip Noel fram í fyrir henni. Claire fylgdi þeim að veröndinni, sem lengst frá Bruce. „Þetta er leiðindamál,” sagði Henry. „Noel sagði okkur frá eldsvoðanum í gærkvöldi, Claire — við höfðum ekki hlustað á fréttirnar i útvarpinu — og hann ákvað að skreppa þangað i morgun til að athuga hvort hann frétti eitthvað frekar, svo að þú gætir verið róleg.” „Claire leit á Noel sem leit beint í augu hennar. Það var einhver svipur í augum hans sem hefði getað verið samúð. Hún þvingaði sig til að brosa um leið og hún sagði: „Þakka þér fyrir. Og hvað fréttirðu?” Eftir að hafa hikað augnablik svaraði hann: „Ekki neitt sérlega mikið, er ég hræddur um, annað en að einhverjar erjur hafi átt sér stað og kviknað hafi í vörugeymslunni. Um leið og birti i morgun fannst lík — eða það sem eftir var af þvi. Efraim komst að því að það var faðir hans og hélt þvi fram að Bruce væri á- byrgur fyrir dauða hans.” „Auðvitað lítur það ekki vel út, vina mín,” sagði Henry, „þegar hann hverfur svona. Langley verður að gefa sig fram og hreinsa sig af þessum áburði. Lögreglan leitar hans nú alls staðar.” „Svo að ekki sé nú minnst á Efraim og bræður hans,” bætti Noel þurrlega við. Eftir smáþögn sagði Fay: „Við vorum að hugsa um, Claire — ef — hvort Bruce —” „Fay,” greip Noel fram í fyrir henni. „Láttu mig um þetta.” Hann sneri sér að Claire og hélt á- fram: „Það er líka nokkuð annað. Þegar ég fór útsýnisleiðina i morgun sá ég jeppann hans Bruces. Hann hafði oltið í óveðrinu eftir að hafa verið skilinn eftir við veginn. Það voru engin merki um Bruce, Claire. Veistu hvar hann er? Hefur hann hringt?” „Hann er hér,” svaraði hún stuttlega. „Hér?” hrópuðu Fay, Henry og Noel öll i einu. Claire útskýrði: „Ég sagði honum að hann yrði að fara, að hann ætti að fara til lögreglunnar, en hann sofnaði. Hann var víst alveg að þrotum kominn. Ég var búin að segja honum að ég myndi ekki hjálpa honum, að hann yrði að fara til baka og að ef hann gerði það ekki myndu Efraim og bræður hans aldrei hætta að leita að honum. Ég gaf honum að borða og föt af Dermott, af því að hans eigin föt voru bæði blaut og óhrein, en svo fannst mér ég ekki hafa rétt til að vekja hann.” Síðan, þegar þau hin litu þögul hvert á annað, bætti hún bitur við: „Það er alveg rétt, ekki satt? Brýnustu nauðsynjarnar: matur, föt og svefn. Ég hef gert skyldu mina. Nú þarf ég aðeins að framselja hann.” „Claire, hættu þessu,” skipaði Noel og þrýsti henni að öxl sér. „Það er alls ekki þannig. Hann verður öruggastur hjá lögreglunni. Ég veit að þú veist það eins vel og við.” Makeliubúar eru enn frumstæðir að mörgu leyti, vina min,” sagði Henry. „Ef fjölskylda Abinals telur að Bruce eigi sök á dauða hans þá hefur hann enga von. Það er betra að hafa þetta svona. Noel hefur rétt fyrirsér.” „Svo”, sagði Noel, „að það er best að við vekjum hann. A ég að gera það. Claire?" „Nei, þaðer bestaðéggeri það."Hún gekk frá þeim og fann að þau horfðu öll á eftir henni. Og öll vorkenndu þau henni, en vegna rangra ástæðna. Dyrnar að herberginu voru enn opnar en það var aðeins smárifa. Golan frá glugganum hlaut að hafa fært hurðina, hugsaði hún. Hún opnaði alveg og við henni blasti allt herbergið, þar á meðal flöturinn á bældu rúminu, þar sem Bruce hafði legið og þurr moldin, þar sem hann hafði lagt skóna. Auðvitað. Claire leitaði í hinum her- bergjunum, en það var aðeins sýndar- mennska. Hún gáði síðast i eldhúsinu. Þaðan gat hún séð yfir innkeyrsluna. Þá kom heimilishjálpin, Rebecca, gangandi inn stíginn. Hún hafði auðsjáanlega grátið og hún var í sunnudagafötunum með gula slæðu vafða um höfuðið eins og vefjarhött. Þegar hún kom að innkeyrslunni stansaði hún andartak og leit á Claire í gegnum eldhúsgluggann. „Hann drap bróður minn,” sagði hún. „Hann vonur maður, maðurinn þinn." „Hann gerði það ekki í raun og veru. Rebecca,” sagði Claire. „Það var ekki hr. Langley sem kveikti í geymslunni.” „Það breytir engu. Hann vissi að Abinal var þar. Efraim vissi það ekki. Elskarðu þennan mann?” „Nei,” svaraði Claire að lokum. „Ég elska hann ekki og hann er ekki maðurinn minn. En, Rebecca, ég sagði honum það fyrst í gær og það gæti hafa — hafa. — Kannski var hann reiður þess vegna.” „Hvers vegna þá að hjálpa honum?” Claire starði undrandi á skilninginn í dökkum, grátbólgnum augum svörtu konunnar. Síðan hélt Rebecca áfram: „Ég horfði í allan morgun. Ég sá hann koma, ég sá hann fara. Ég sagði Efraim, og nú fer hann og sækir hann, og kemur með hann til baka.” Hún snerist á hæli og gekk niður stiginn. Þegar hún kom að húshorninu stansaði hún og sagði róleg og sorgbitin: „Skömm. Ekki þú, frú. Ekki þér að kenna. Langley sjeffi mun fara frá námuopinu og reyna að komast yfir landamærin. Þar, á ströndinni, mun ein- hver taka á móti honum í bát fyrir lítinn pening. Efraim veit það og þeir munu finna hann. Ég fer nú og græt með konu Abinals.” Þegar Rebecca var aftur lögð af stað niður stíginn ollu viðbrögð Henrys Hallet, sem venjulega var svo rólegur, þeim öllum undrun. Claire var ekki síður hissa en hin, því að hún hafði gleymt því í augnablikinu að hann var forstjóri námafélagsins. Henry renndi 3. tbl. Vlkan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.