Vikan


Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 46

Vikan - 17.01.1980, Qupperneq 46
2000 Skiða- geymslu- krókar fyrir 1 par kr. 4.600.- fyrir 2 pör kr. 8.900.- fyrir 3 pörkr. 13.100, rmm QtaMÍbœ—Sími 30350? Skop Framhaldssagan augunum snöggt á úrið, stökk síðan á fætur og tautaði eitthvað en sagði að lokum: „Við höfum ekki mikinn tíma! Fay, þú verður hér, góða mín. Claire, bíllinn minn er sá hraðskreiðasti. Viltu treysta mér og Noel til að gera eins vel og við getum?” „En ég kem líka,” mótmælti Claire. „Ef þið ætlið að reyna að ná Bruce verð ég að koma með ykkur, Henry. Kannski treystir hann mér.” NNSKI myndi hann ekki treysta henni, hugsaði hún með sjálfri sér. Hafði hann vaknað og heyrt hana segja Fay, Henry og Noel að hann væri i húsinu? Var það ástæðan til að hann hafði horfið svo hljóðlega? Eða var á- stæðan sú að hún hafði sagt honum að gera það? Claire og Noel fóru þegjandi inn í bíl Henrys, en um leið og þau beygðu í áttina til koparnámunnar sagði Noel: „En Bruce hefur varla komist langt? Og Efraim er ekki á bíl, er það?” „Það er ekki það sem skiptir máli,” sagði Henry hraðmæltur um leið og hann leit á klukkuna í bílnum. „Það er sprengingin.” „Hvað?" „Sprengingin, Noel. Claire veit við hvað ég á.” Hvort hún vissi. Dermott hafði einu sinni tekið hana með til að horfa á sprenginguna við aðalæðina, sem átti sér stað á hádegi á hverjum degi. Þótt und- arlegt væri hafði hún gleymt þvi. Og Bruce vissi áreiðanlega ekkert um þetta. Hvernig átti hann að vita það? Hann var við námurnar. „Henry,” sagði hún og reyndi að leyna skjálftanum í rödd sinni. „Hann heldur sig áreiðanlega ekki við veginn, er það? Ég á við að við getum ekki fundið hann á leiðinni?” „Það efast ég um,” svaraði hann, og bætti við til að Noel vissi um hvað þau væru að tala: „Bruce er innfæddur Suður-Afríkubúi og vanur frum- skóginum. Við Englendingarnir erum vanir að halda okkur við veginn og hafa áhyggjur af slöngum og 'villidýrum. Bruce er nákvæmlega sama um það.” „Er þessi sprenging einhver risaflug- eldasýning?” spurði Noel hreint út. „Allsæmileg. Ef Langley þekkir ekki leiðina—” „Hann þekkir hana ekki,” greip Claire fram í fyrir honum. Og það er líka mér að kenna, hugsaði hún og kuðlaði vasaklút i höndum sér. „Hann hefur aldrei komið þangað áður. Hann bað mig um aö keyra sig að stígnum en ég neitaði.” Noel lagði höndina á hné hennar og hvislaði: „Hættu að ásaka sjálfa þig. Hættu þvi. Heyrirðu til mín?” Nú sýndi klukkan í mælaborðinu kortér í tólf, og allt I einu hljómaði vælið frá sirenunum alls staðar í kringum þau. „Hvaðer þetta?” hrópaði Noel. „Aðvörunarsírenur,” svaraði Henry stuttlega. „Þegar þær fara í gang, aka rúturnar af stað til að sækja mennina niður í námurnar áður en sprengingin verður.” GAR Henry hægði á sér, er hann kom að sveigju á veginum, sagði hann: „Hann kemur annaðhvort út hér eða dálítið lengra niður frá, heldurðu það ekki líka, Claire? En hann mun ekki sýna sig fyrr en allt er orðið hljótt og mennirnir eru farnir. Nema hann sé kominn yfir nú þegar. Og ég fæ ekki séð hvernig hann getur hafa náð þvi fót- gangandi.” Þegar þau voru komin fyrir beygjuna heyrði Claire, þrátt fyrir ýlfrið í sírenunum, að Noel greip andann á lofti. Námuopin og umhverfið í kringum þau virtust algerlega sneydd öllu lifi. Allt lá eins og mennirnir höfðu skilið við það og yfir hvelfdist blár himinninn eins og þak. Eins langt og augaðeygði voru einu sjáanlegu litirnir blár og rauðbrúnn. Rúturnar, með þreytulegum og óhreinum námuverkamönnunum, nálguðust þau nú óðfluga, en sveigðu síðan í áttina að kaffiteriunni og þvotta- herbergjunum, sem voru undir sama þaki, i lágu húsi við veginn. Claire og Noel sáu nú stíginn, sem gekk út frá veginum og lá í hlykkjum niður í gryfjurnar, næstum fimm hundruð fet fyrir neðan þau. „Wilson,” hrópaði Henry og reyndi að yfirgnæfa sírenurnar, „og Harrison, að ég held,” um leið og maður einn kom gangandi frá skúr sem virtist vera einhvers konar skrifstofa og gekk yfir veginn að Land Rover bíl sem beið þar eftir honum. Það var Wilson sem sat við stýrið. Hann hallaði sér út um gluggann og horfði á síðustu runnana, sem uxu við gryfjubarminn. Henry lagði bílnum nokkurn spöl frá Land Rovernum og fór út. Noel og Claire flýttu sér á eftir honum. Noel lagði munninn að eyra Claire og hrópaði: „Hve lengi heldur sírenuvælið áfram?” „Þar til allir eru farnir af svæðinu,” svaraði Claire og starði út yfir sléttuna, þar sem bygging námufélagsins stóð, og á runnana, sem umkringdu námu- svæðið. Hvar var Bruce? Beið hann og fylgdist með öllu, þar til allir væru famir? Eða var hann nú þegar kominn fram hjá námusvæðinu og búinn að finna stíginn sem lá á bak við? Þau náðu Land Rovernum og sáu Wilson kveikja á talstöð, sem var í mælaborðinu. Allt í einu heyrðust brak og brestir og síðan heyrðu þau furðulega glaðlega rödd. Hún glumdi í eyrum þeirra um leið og sírenuvælið byrjaði að deyja út. „Hver er það sem talar?” spurði Noel og benti á talstöðina. 46 Vikan 3. tbl,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.