Vikan


Vikan - 17.01.1980, Page 62

Vikan - 17.01.1980, Page 62
Pósturinn Blikkar mig úti á götu Komdu sæll, kærí Póstur! Þetta er í annað sinn sem ég skrifa þér svo ég vonast eftir svari. Þannig er mál með vexti að ég er æðislega hrifin af strák, en vandamálið er hyort hann er hrifinn af mér! Á böllum er hann alltaf ofsa hress og kátur og er þá alltaf að ffast við mig og taka utan um mig. Hvað meinar hann með þessu? Svo er hann alltaf að blikka mig þegar ég sé hann úti á götu en það er mjög sjaldan sem ég sé hann. í vetur er hann í skóla í bænum svo ég sé hann þá sjaldan. Góði Póstur, gefðu mér nú gott ráð, ekki segja mér bara að gleyma honum, því það get ég ekki. Getið þið ekki birt eitthvað um fræga hestamenn? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Bless, bless. SKSÁ Það er alls engin ástæða fyrir þig að gefa allt upp á bátinn og reyna að gleyma drengnum á meðan ekki er útséð um að þér takist að krækja i hann. Líklega verður þú samt að biða þess að hann komi heim úr skólanum, en þá er tækifærið að grípa til allra tiltækra ráða. Það hefur gefist nokkuð vel að rekast á þann heittelskaða af „tilviljun” og ýmislegt annað væri einnig vel nothæft. Um að gera að gefast ekki upp þótt móti blási og það er alls ekki ólíklegt að hann hafi áhuga fyrst hann blikkar þig úti á götu. Uppástungan um hestamanna- greinar er til athugunar. Ég er f rekar f eit og enginn vill mig Kæri Póstur. Ég ætla að byrja á því að þakka Vikunni fyrir allt gamalt og gott. Hvernig væri að birta mynd af Dr. Hook? Ég er frekar feit og enginn vill mig, af því að ég er svo feit. Hvað á ég að gera? (Ég hef reynt að fara í megrun.) Jæja, ég skal ekki þreyta þig meira, en hvað heldur þú að ég sé gömul. Ein forvitin. Varla getur ástandið verið svo slæmt að enginn vilji við þér líta vegna þess að þú ert ekki alveg í hinni einu sönnu kjörþyngd, sem allir vilja ná á sem auðveld- astan máta. En það er ekki nokkur ástæða fyrir þig að burðast með aukakíló, sem gera ekkert annað en að vera þér til óþæginda bæði á líkama og sál. Hertu upp hugann og farðu i leikfimi þar sem einnig er gefið upp megrunarfæði og svo gætirðu líka haft samband við Línuna, ef kílóin eru mörg sem þú þarft að losna við. Það er alls ekki ráðlegt fyrir unglinga á þínum aldri að fara í megrun á eigin spýtur. Þú ert að vaxa og þarft nauðsynlega á ýmsum efnum að halda og því þarf að fylgjast vel með því sem þú nærist á. Gefstu ekki upp þótt þér finnist þetta ganga hægt í byrjun, það er ekki annað en eðlilegur gangur mála. Beiðni þinni um plakat af Dr. Hook er hér með komið á framfæri. Langar að kynnast einhverju nýju Kæri Póstur. Þannig er mál með vexti að við erum tvær sem langar að kynnast einhverju nýju. Við erum 17 og 18 ára og óskum eftir að komast sem þernur á hótel einhvers staðar í Evrópu. Getur þú gefð okkur upplýsingar um hvert við eigum að snúa okkur? Vonum að Helga sé ekki svöng. Með fyrirfram þökk. Tvær forvitnar Slíkar stöður eru auglýstar í dag- blöðunum af og til og því ættuð þið að fylgjast með þvi hvort ekkert slíkt birtist með vorinu. Einnig væri athugandi fyrir ykkur að hafa samband við sendiráð þeirra landa sem þið hafið mestan áhuga á að kynnast og biðja um aðstoð. Aðalatriðið er að gefast ekki upp og þá hefst þetta með tímanum. Dagblaðið, gam- algróið flokks- blað Kæri Póstur. Við erum hér tvær sem ekki erum á Fróni þessa mánuðina en viljum fylgjast vel með öllu sem skeður. Því fáum við Dag- blaðið sent, gamalgróið fokks- blað og er ekkert nema gott um það að segja. En svo er mál með vexti að önnur okkar er að norðan og henni fnnst að það vanti tilfnnanlega bíóin á Akureyri í blaðið og erum við báðar alveg sammála um þetta. Getur þú ekki, elsku Póstur, sagt okkur hvað við eigum að gera í þessum vand- ræðum okkar? Og svo að lokum, hvernigfara saman asni og kálfur? Númer hvað notar Elton John af skóm? Með fyrirfram þökk. Flipp '79 Jahérna, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt! Er nú Dagblaðið orðið gamalgróið flokksblað? Getur ekki verið að eitthvað hafi skolast til hjá ykkur vin- konum í ferðinni frá Fróni? Og hvað ætlið þið svo að gera með bíóin á Akureyri á meðan þið eruð hvergi nærri? Ef ykkur finnst vanta auglýsingar frá þessum kvikmyndahúsum skulið þið koma þvi á framfæri við forráðamenn þeirra. Öllum er frjálst að auglýsa og það er því í þeirra valdi að bæta úr þessu. Asni og kálfur falla saman eins og flís við rass eins og allir hljóta að gera sér ljóst. Elton John hefur því miður ekki verið svo liðlegur að leyfa Póstinum að máta skó af sér og því er skónúmer Eltons Póstinum hulinn leyndardómur. Pennavinir Birna Björnsdóttir, Hafnarbraut 10,620 Dalvik, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 9-11 ára. Hún er sjálf 10 ára. Áhugamál eru dýr, bækur og íþróttir. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ian McGuiern, 5 Grange Road, Lillington, Leamington-Spa Warks. cv32 7RU, England, er enskur strákur, 17 ára, sem hefur áhuga á að komast í bréfasamband við íslenska stelpu á svipuðum aldri sem skrifar á ensku. Áhugamál hans eru tungumál, landafræði og íþróttir. Vilmundína Lind Kristjánsdóttir, Selsstöðum, 710 Seyðisfirði, óskar eftir að skrifast á við 12-14 ára stelpur. Hún er sjálf 12 ára. Áhugamál hennar eru badminton, tónlist, dýr og margt fleira. 6Z Vikan 3. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.