Vikan


Vikan - 27.11.1980, Page 36

Vikan - 27.11.1980, Page 36
Sóíhvörf Gmrvitungí VIKUNNAR SÓLHVÖRF BOTNINN: 4eggjahvitur 30gsykur 5 eggjarauður 20gsykur 110 g hveiti 15 g maísmjöl eða kartöflumjöl Eggjahviturnar og 30 g sykur er þeytt alveg stíft. Þá er tekin önnur skál og eggjarauðunum og 20 g af sykri hrært saman. Þvi næst er eggjarauðunum blandað saman við hvíturnar og hveiti hrært saman við. Að siðustu er maísmjölinu (eða kartöflumjölinul bætt út í. Þetta er sett i tvö svampbotnaform og bakað við 210° C i 10-15 min. neðst i ofni. SKREYTING: 300 g marsipan 4msk. bláberjamauk 1/2 I rjómi (þeyttur). Annar botninn er smurður með blá- berjamaukinu og rjómanum og hinn lagður yfir. Síðan er kakan sjálf og barmarnir smurt með maukinu og rjómanum. Marsipanið er flatt út. Gott er að vefja því upp á ávalan hlut, eins og t.d. kústskaft og siðan er það lagt yfir kökuna og niður með börmunum. Til skreytinga má snúa eða flétta marsipan og leggja meðfram kökunni og ofan á hana og sprauta með bráðnu súkkulaði. Litabrigðin í marsipanið eru fengin meðmatarlit. GERVITUNGL VIKUNNAR 190 g hveiti 100 g smjörlíki 1/2 tsk. hjartarsalt ðOgsykur 1 egg rabarbarasulta Deigið er hnoðað og flatt út — ekki mjög þunnt. Stungnar út kringlóttar fremur stórar kökur. Svolitil rabarbarasulta látin á helming hverrar köku. Síðan eru kökurnar lagðar saman 36 Vikan 48- tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.