Vikan


Vikan - 27.11.1980, Side 55

Vikan - 27.11.1980, Side 55
En þá hafði hann líka skrifað „Leiftur yfir Kwaifljótinu”. Hann hafði tröllatrú á því hand- riti. — Þetta hérna, sagði Sam Goldwasser, þegar hann hafði blaðað aðeins í handritinu. — Ég get alveg sagt þér hvað vantar í það. Love! Það er ekki ein einasta ástarsena í allri myndinni. Hvernig í ósköpun- um heldurðu að við getum lokkað kvenfólkið á þessa mynd? Og ef við náum því ekki þá er hún fallin, það get ég sagt þér. Nei, við verðum að fá love story, eins og í „Konunni frá Miami Beach”, þar sem elskendurnir ná saman í brim- löðrinu á ströndinni, hún grípur andann á lofti og þau veltast um í sandinum meðan öldurnar leika um . . . þú veist hvernig þetta á að vera, Dick. Farðu nú heim og skrifaðu svona handrit. Það slær í gegn. Ég skyldi ekki hika við að fjárfesta 20 milljónir dollara í svoleiðis fyrirtæki . . . í Superramacine-O-Scope. Dick fór heim og skrifaði ástarsöguhandritið sitt. Kvenhetjan var andstutt svo að segja alla myndina út í gegn og hetjan hélt henni í örmum sér meðan brimlöðrið vætti hár hennar, nákvæmlega eftir formúlu Sam Goldwasser. Sam las handritið vendilega yfir. — Það er margt hér sem ég kann vel að meta, sagði hann. — bað var einmitt eitthvað í bessum dúr sem ég hafði í huga. En getur þú sagt mér hvernig í ósköpunum við eigum að koma svona stóru verkefni fyrir í kvikmyndaverunum okkar í nánustu framtíð? Eins og þú veist erum við nýbyrjaðir á stóru heimskautakvikmyndinni °kkar, „Synir snjóbreiðunnar”! Við ljúkum ekki tökum á henni næstu tvö árin. Nei, ég er hræddur um að við verðum að hætta við þetta, Dick. Mér er bölvanlega við það, Dick, því niáttu trúa, en ... Dick leit ráðvilltur á kvikmyndakónginn mikla. — Já, en Sam, sagði hann, — er bá ekkert hægt að gera við öll handritin mín? Sam Goldwasser tók góðan sopa af eggjamjólkinni sinni og andaði að sér fersku sjávar- loftinu. Hann var greinilega að hugsa svo stíft að brakaði í kvörnunum. — Þarna kom það, Dick! sagði hann og smellti með fingrunum. — Þarna kom það! Það væri glæpur gagnvart jafnefnilegum ungum höfundi og þér að láta allan þennan pappír fara til spillis. Veistu hvað við getum gert? Við klippum öll handritin í snifsi og notum þau í snjó í stór- myndinni „Synir snjó- breiðunnar”. Þýð.iaób. 48. tbl. Vlkan »

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.