Vikan


Vikan - 05.02.1981, Side 10

Vikan - 05.02.1981, Side 10
 Texti: Álfheiöur Steinþórsdóttir Þunglyndi „Jóna er fertug, gift og á 2 stálpuð böm. Hún vinnur hálfan daginn í verslun og þjáist af þunglyndi. Hún lýsir leiða og vonleysi og hefur stundum hugsað um sjálfsmorð sem leið út úr ógöngunum. Hún segist hafa misst allan áhuga á vinum og ættingjum, sem sé ekki líkt henni. Hún grætur af minnsta tilefni og það eina sem hún hugsar stöðugt um er hvað hún sé ómöguleg og hafi alltaf verið, sem móðir, í vinnunni og alls staðar. Nú er hún að hugast af áhyggj- um, vaknar 5-6 á morgnana. getur ekki sofnað aftur og hefur á stuttum tíma lést um 6 kg.” Þunglyndi, eins og hér er lýst, er þekkt frá örófi alda og er með algengustu vandamálum sem fólk leitar hjálpar við hér á landi. En þar sem þunglyndi er mjög vítt hugtak er rétt að skilgreina nánar hvað það felur i sér. „Að vera langt niðri" Ýmis áföll koma fyrir alla á ævinni, svo sem lát ástvina, skilnaður og atvinnumissir. Það eru eðlileg viðbrögð við þær aðstæður að syrgja og líða illa i lengri eða skemmri tima. Sorgin er sársaukafullur kveðjutimi sem fara verður i gegnum til þess að lifið geti haldið áfram á óskertum kröftum. Að vera niðurdreginn við og við þekkja allir og sýna rannsóknir að fólk reynir ýmsar leiðir til að bæta liðan sina. Ein aðferð er að bæta við sig vinnu eða áhugamálum til að leiða hugann að öðru, önnur að „gera eitthvað fyrir sjálfan sig”, t.d. að kaupa ný föt, breyta um hárgreiðslu eða fara í leikhús. Enn aðrir vilja eiga vini sína að á slíkum stundum og leita hjálpar hjá þeim. Þunglyndiseinkenni Almennt má segja að um þunglyndi sé að ræða þegar maður er svo niður- dreginn að viðbrögð hans og dómgreind eru greinilega frábrugðin þvi sem hann á vanda til. Þunglyndi hefur lamandi áhrif. Af útlitsbreytingum má nefna svipbrigða- leysi í andliti, lífsneisti slokknar í augum, líkami stífnar og röddin er lág og blæbrigðalitil. öll líkamsstarfsemi hægist og það sem annars hefur veitt ánægju, svo sem góður matur, kynlif eða samneyti við annað fólk, hefJf engan tilgang lengur. Þráhyggja er al- geng. það er að hugsa stöðugt um það sama, yfirleitt áhyggjur sem eru íþyngd- ar sjálfsásökunum. Almennt má segja að um þunglyndi sé að ræða þegar maður er svo niðurdreginn að viðbrögð hans og dómgreind eru greini- lega frábrugðin því sem hann á vanda til. Maður sem er haldinn þunglyndi á i erfiðleikum meðeinbeitingu og minni og getur því illa leyst af hendi ýmis dagleg störf. Þá er einnig algengt að svefn breytist, þannig að vaknað er mjög snemma morguns og vanlíðan er mest fram eftir degi, en dregur aðeins úr seinni hluta dags og á kvöldin. Svefn virðist oft veita litla hvíld en þróttleysi og þreyta er yfirþyrmandi. Sá þunglyndi hefur litla trú á að nokkuð geti breyst til hins betra og virðist leggja allt sem er sagt út á versta veg. Varðandi öll þau einkenni, sem hér eru talin, gildir að þau geta verið af mjög mismunandi styrkleika, allt frá skammtíma erfiðleikum, þar sem einungis hluti þessara einkenna sýnir sig, og til mjög alvarlegs þunglyndis, sem lamar einstaklinginn gersamlega og þar sem sjálfsmorðshætta er mikil. í siðast nefndu tilvikunum þarf oft innlögn á sjúkrastofnun. Hverjir verða þunglyndir? Til að líða vel þarf maðurinn að hafa stöðugleika, öryggi og traust á sjálfum sér. Alexander Lowen, bandariskur sér- fræðingur í meðferð þunglyndis, telur að þann þunglynda skorti þennan innri stöðugleika og sjálfstraust. 1 stað þess treystir hann um of á að aðrir uppfylli þarfir hans fyrir ást og viðurkenningu. Þannig verði hann mjög háður öðrum og viðkvæmur fyrir vonbrigðum á öllum sviðum. Þegar stuðningur bregst verður hann þunglyndur. Hægt er að rekja orsakir til áfalla i barnæsku. Barnið hefur af einhverjum ástæðum átt i þeirri erfiðu lífsreynslu að missa eða ná ekki nánum tilfinningalegum tengslum við foreldra sína. Þess vegna getur það ekki öðlast öryggi og sjálfstraust heldur fyllist vonleysi yfir því að fá ekki þörfum sinum fullnægt. Þar sem barnið í frumbernsku er algjörlega háð for- eldrum finnur það til vanmáttar síns. Á fullorðinsárum reynir maðurinn svo að verja sig fyrir áföllum og bæta sér missinn með því að stefna að framtið þar sem hann hefur sjálfur stjórn og völd. Mikil sálarorka getur farið i hugmyndir og plön um framtíðina en þessar ráða- gerðir eru oft óraunhæfar miðað við aðstæður og væntingar á aðra. Þegar í Ijós kemur að ómögulegt er að fram- kvæma þær þá þyrmir aftur yfir. Maðurinn finnur aftur til einangrunar sinnar og þunglyndis. Meðferð Þegar leitað er aðstoðar vegna þunglyndis er rétt að spyrja: 1. Hvað hefur komið þunglyndi af stað nú? 2. Hvað gerðist áður í lífi þessa manns sem gerði hann næman fyrir þung- lyndi? 3. Hver eru tengslin milli þess sem áður gerðist og nú? Meðferð er tviþætt. Fyrsta skrefið er að minnka vanlíðan þess þunglynda og hjálpa honum til að fá lífskraftinn aftur. Læknar nota fyrst og fremst lyf af ýmsum gerðum sem fram hafa komið á síðustu áratugum. Þegar um alvarlegri tilfelli er að ræða er á einstöku stofn- unum gefið rafmagnssjokk. Sálfræðing- ar hafa einnig ýmsar meðferðarleiðir á þessu fyrsta stigi, sem eiga það sameiginlegt að koma þeim þunglynda i gang aftur. t.d. með þvi að skipuleggja verkefni sem miðuð eru við getu mannsins á hverjum tíma. Á þessu fyrsta stigi þarf einnig oft að gera ýmsar ráðstafanir vegna aðstæðna, atvinnu, húsnæðis og fjölskyldu. Þegar þunglyndinu fer að létta og kraftarnir koma aftur er næsta skref að leiða i Ijós hvað veldur. Það er nauðsyn- legt að maðurinn öðlist skilning á því af hverju hann hegðar sér eins og hann gerir, í tengslum við atburði fortíðar- innar, og einnig hvernig hann á i framtiðinni að takast á við þennan vanda, en til þess þarf hann að læra nýjar aðferðir til að takast á við lífið. Þó ekki sé farið i þennan hluta meðferðarinnar er hægt að ná árangri en þá er líklegt að þeir kraftar sem losna úr viðjum verði nýttir til að halda áfram i gamla hegðunarmunstrinu og áður en við er litið er komið að næsta þunglyndistímabili. 10 Vikan 6. tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.