Vikan


Vikan - 05.02.1981, Page 12

Vikan - 05.02.1981, Page 12
Texti: Sigurður Hreiðar Myndir Álfheiður Guðlaugsdóttir NEW YORK: Símavændi í líkhúsinu og 17. júní stemmning á útimarkaðnum IMew York búi gekk út að láta bréf í póstkassa. Hann var varla fyrr kominn út úr dyrunum en maður réðst á hann og rændi hann. Að því búnu hélt maðurinn áfram með bréfið sitt og lét það í póstkassann. Á bakaleiðinni réðst að honum annar ræningi, en þá sagði maðurinn: „Því miður, góði, þú ert of seinn. Ég var rændur hér i hinni leiðinni." „Ha, var það?” sagði ræninginn. „Hvemig leit sá þorpari út? Ég verð að finna hann í fjöru — þetta er mitt svæði." Þetta er ein af þeim sögum sem New Yorkarar segja með þeirri hálfkærings- kímni sem þeir beita gagnvart glæpastarf- seminni. I New York er allt til og allt stórt I sniðum, líka glæpir. Þegar farið er um ræflahverfin — slömmin — verður skiljanlegra hvernig þetta getur þrifist. Svertingjar eru ef til vill ekki stærsta vandamálið á þessu sviði lengur — Puerto Ricanar hafa tekið yfirhöndina. Þeir reyna ekki einu sinni að samsamast bandarísku þjóðlífi heldur heimta götu- merkingar og búðaskilti á spænsku og að börnunum þeirra sé kennt á spænsku í skólunum og komast upp með þetta. ÍZ Víkanfe. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.