Vikan


Vikan - 05.02.1981, Side 15

Vikan - 05.02.1981, Side 15
I I skella löppinni ofan á auðæfin á mal- bikinu meðan hann telur þér til baka 93 dollara úr vöndlinum, afhendir þér þá brosandi og ber sig svo að tína upp tíu- dollaraseðlana sem eru að fjúka undan skósólum hans. Engum liggur á, enginn er í vondu skapi, það er sautjánda júni stemmning í mannskapnum. Útimarkaðirnir eru standandi karni- val, á laugardögum hér, sunnudögum þar og svo áfram vikuna út. Þótt enginn fari tómhentur heim af útimarkaði eru innkaupin ekki aðalatriði fyrir ferða- manninn, heldur sá andi sem þarna ríkir og ólgandi fjölbreytni mannhafs og atferljs,. Jafnvel verslunarþreyttir önugir íslenskir eiginmenn, sem láta með semingi dragast með um kauphallir eins og Macy’s og Gimbels, hafa sést fyllast kattakæti og gálgahúmor á útimarkaði og þjóta himinlifandi milli sölustanda og fá aldrei nóg. Þeir hafa varla tíma til að slappa af með konunum og rífa i sig pulsubita, súra gúrku eða eitthvert annað góðgæti. Þegar við vorum að hefja daginn á Roosevelt Raceway, sem er einn stærsti útimarkaðurinn — reyndar er hann bæði úti og inni — heyrðist skýr karlmannsrödd og greini- 'leg einhvers staðar skammt frá i mann- hafinu, og þessi rödd sagði á góðri íslensku: Gramsa, gramsa! Aldrei sáum við eiganda raddarinnar en það er ekki að efa að á Roosevelt hefur hann fengið að gramsa eins og hann vildi alveg fram i myrkur. Auðveld útganga Og svo er kominn tími til að fara heim. Minnug þess hvilíkt nálarauga liggur inn i Bandaríkin þóttumst við mega búast við miklum rannsóknum á leiðinni út úr landinu. En það var öðru nær. Að vísu þurftum við að láta hand- farangur í gegnumlýsingu og ganga sjálf í gegnum væluhlið, en nú vildi enginn einu sinni vita hvað við hétum, hvað þá skoða passana okkar, því síður vildi nú nokkur vita hvaða erindi við ættum með ferðum okkar, eins og við vorum þráspurð um við komuna. Á engri stundu og athugasemdalaust erum við Elns Ofl ajé mé ar h«gt að fé aitt WÍ af hvarju A útimarkafli, jafnvel flesta hluti. En þú verflur afl leita og þafl er einmitt þafl sem gerir leikinn svo skemmtilegan. komin út í flugvél og sest hjá barnung- um Hollendingi sem gengur frá firna- mögnuðu kassettutæki í vasanum á sætinu fyrir framan sig og leiðslum úr því upp í eyrun og dillar fingrunum eftir hljóðfalli sem enginn heyrir nema hann, en fingradillið segir okkur að hljómlistin er að minnsta kosti ekki eftir Mozart, Beethoven eða Bach. En maðurinn er hæglátur og tillitssamur og kurteis og drekkur te á eftir matnum áður en hann treður dálitlu hassi úr snjáðu og margþukluðu umslagi I duggunarlítið pípukorn og hallar sér svo aftur á bak og hættir að dilla fingrunum. Við lendingu í Keflavík rís hann treglega upp úr einsmannssælu sinni til að hlaupa í kuldanum inn í fríhöfn í transit. Við aftur á móti snúum okkur að bjór, vindlum, Baccardi, Machintosh og smarties, áður en við höldum út í slyddu- hraglandann. Viðerum nefnilega komin heim, og það er hátindur sérhverrar ferðar. 6. tbl. Vikan XI

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.